Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 4
Fulltrúafundur SSN 1974 Laun og starfsaðstaða Samvinna hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum hélt árlegan fulltrúafund sinn á Hótel Kollekolle í Danmörku dagana 17.—20. september sl. Höf- uðviðfangsefni fundarins var „Laun og öll að- staða“, svo sem starfsaðstaða, stöðuveitingar o. m. fl. Samtökin hafa innan vébanda sinna yfir 130 þús. félaga. Kjörnir fulltrúar voru 37, en þátttakendur í heild 73, frá öllum aðildarfélögunum. Fulltrú- ar frá Islandi voru: María Pétursdóttir, sem er fulltrúi Islands í stjórn SSN. Ingibjörg Helgadóttir, formaður HFl. Nanna Jónasdóttir og Kristín Óladóttir, en þær hafa báðar verið í launamálanefnd HFÍ. Guðrún Sveinsdóttir, en hún var á sl. ári skipuð af Islands hálfu í nefnd þá er vann að undirbúningi þessa full- trúafundar varðandi launamál og starfsaðstöðu. Nefndin var skipuð einum aðila frá hverju landi og skilaði ítarlegri greinargerð um laun og starfsaðstöðu í dag. Hjúkrunarnemarnir Vig- dís Steinþórsdóttir og Sigurður Jónsson, ásamt Ingibjörgu Árnadóttur frá Tímariti HFl. Kirsten Stallknecht, formaður Dansk Syge- plejerád, bauð þátttakendur velkomna til Dan- merkur, og formaður SSN, Gerd Zetterström Lagervall, setti fundinn og flutti skýrslu um starfsemi SSN sl. ár. Gerd minntist látinna framákvenna í SSN, þær voru: Aagot Lind- ström, Maria Madsen, Gerda Höyer, Elisabeth With og Karin Elfverson. Kjell Henrik Henrik- sen var tilnefndur fundarstjóri og Gunnvor Instebö til aðstoðar. Á fulltrúafundinum 1973 var ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lög SSN og semja drög að breytingum, ef þurfa þætti. Nefnd þessi var skipuð einum aðila frá hverju landi, ásamt ein- um fyrir hönd hjúkrunarnema. Lágu tillögur nefndarinnar fyrir, og voru þær teknar til af- greiðslu. Nokkrar umræður spunnust um einstakar lagagreinar, m. a. um rétt hjúkrunarnema til þátttöku í fulltrúafundunum og um það hvort nemar ættu að njóta atkvæðisréttar eða tján- ingar- og tillöguréttar, eins og hingað til hefur gilt. Ákveðið var með öllum greiddum atkvæð- um, að hvert aðildarfélag hefði rétt á að senda 1—2 nema til fulltrúafunda. Nemafélögin ákveða fulltrúa sína/sinn eftir þeim reglum, er gilda í viðkomandi landi. Nemendur skulu hafa fullan rétt til þátttöku í umræðum og til- lögurétt, en ekki atkvæðisrétt. Tillögur frá þeim þátttakendum, er hafa ekki atkvæðisrétt, þurfa að fá stuðning tveggja atkvæðabærra fulltrúa til þess að verða teknar til afgreiðslu. Sama gildir um aðra þátttakendur frá aðildarfélög- unum, svo sem ritstjóra tímaritanna og starfs- menn félaganna. Rætt var um, hvort og á hvern hátt SSN mundi snúa sér til Norðurlandaráðs varðandi starfssvið hjúkrunarkonunnar. Það þótti ekki tímabært, og var því ákveðið að gera engar sameiginlegar ákvarðanir þess eðlis að svo stöddu. Xvj nslu fréUir frá aAildarfálttgunuiii. Fulltrúar aðildarfélaganna gerðu grein fyrir því helsta er skeð hafði á heimavelli, síðan síð- asti fundur var haldinn. Kirsten Stallknecht, Danmörku, skýrði frá kjarabaráttu dönsku hjúkrunarstéttarinnar, er síðan leiddi til verkfalls vissra hópa. Verkfallið stóð yfir í u. þ. b. 2 mánuði og var skýrt frá því í Tímariti HFl, 1. tölubl. 1974. Á aðalfundi danska félagsins í sumar voru sett ný lög fyrir Dansk sygeplejerád, og fagn- aði formaður félagsins því. Fram kom. einnig, að Dansk Sygeplejerád verður 75 ára 27. októ- ber 1974. Verður því fagnað með fundum víðs- vegar um landið, ásamt sérstökum hátíðafundi í Kaupmannahöfn. Kirsten gat þess, að fyrsti formaður félagsins hefði starfað í 27 ár. Toini Nousianen, Finnlandi, skýrði m. a. frá þróuninni innan félagsins og skorti á hjúkrun- arkonum, er væri mjög tilfinnanlegur. Toini fjallaði einnig um tillögu finnskra stjórnvalda um að færa hjúkrunarmenntunina í heild inn í háskólann, en félagið sjálft óskaði eftir nýju 106 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.