Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Síða 7

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Síða 7
Yfirlýsing. Fundurinn samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu: 1. Hin fimm aðildarlönd eru sammála um aukið samstarf í launa- og stöðuveitingarmálum og um samningsmál, sem geta náð til allra Norð- urlanda. 2. Hjúkrunarkonur Norðurlanda eru sammála um, að unnið skuli saman að þróun skipu- lagsmála félaganna. 3. Hjúkrunarkonur Norðurlanda skulu einnig starfa saman að því að efla hjúkrun sem sjálfstæða starfsgrein innan heilbrigðisþjón- ustunnar, jafnframt því að vinna að auknu lýðræði og áhrifum samstarfsmannanna við töku ákvarðana á sviði heilbrigðis- og hjúkr- unarmála. Um 1: Fulltrúarnir mæla með því, að í lönd- unum sé íhugað, hvort unnt sé að gera gagn- kvæmt samkomulag um stuðningsaðgerðir, þeg- ar árekstrar verða í þessum málum. Laun hjúkr- unarkvenna skulu vera í samræmi við vægi og innihald starfsins — þ. e. ábyrgð, menntun og sérhæfni. Fulltrúarnir voru ásáttir um, að stytt- ingu vinnutíma á Norðurlöndum verði að bæta upp með stöðufjölgunum og að með sífelldum endurbótum á atvinnuaðstöðu sé unnt að halda hjúkrunarkonum í starfi og auka fjölda starfs- krafta. Um 2: Með virku trúnaðarmannakerfi er unnt að auka áhrif hjúkrunarkvenna á töku ákvarð- ana á öllum stigum samfélagsins. Um 3: Hjúkrunarkonur Norðurlanda geta ekki fallist á, að aðrir starfsliðshópar taki við störfum í sérgrein þeirra á vettvangi heilbrigð- ismála og sjúkrahúsa. Hjúkrunarkonurnar verða því að standa fast á sérfræðisviði sínu. Hjúkrunarkonur krefjast aukins lýðræðis og hlutdeildar í áhrifum við skipulagningu heilsu- gæslu og hjúkrunar. Krafist er áhrifa á eigin starfsaðstöðu með því að fá fulltrúa og atkvæð- isrétt í stjórnarnefndum á sviði heilsugæslu og hjúkrunar. Álítum við, að með því móti geti sérþekking okkar sparað þjóðfélaginu kostnað vegna mistaka við skipulag og fjárfestingu. Sljirnark«!>niiif< o. II. Nýr formaður SSN var kjörinn Toini Nousi- anen, formaður finnska hjúkrunarfélagsins. Fráfarandi formaður, Gerd Zetterström Lager- vall frá Svíþjóð, gaf ekki kost á sér til end- urkjörs, en hún hefur gegnt formannsstörfum í 6 ár. Voru henni færðar þakkir og hún hyllt með lófataki. Gerd þakkaði Kjell-Henrik Henriksen og Gunnvor Instebö góða stjórn, sem leiddi m. a. til þess að fundarstörf gengu mjög fljótt og skipulega. Hún færði danska félaginu einnig þakkir fyrir að bjóða fundinum mjög ánægju- legt umhverfi, boð í Konunglega leikhúsið og yfirleitt alla fyrirgreiðslu, er var danska félag- inu til sóma í hvívetna. Næsti fulltrúafundur verður haldinn í Reykjavík í septemberbyrjun 1975, og vonumst við til að geta gert dvöl okkar norrænu starfs- félaga ánægjulega og árangursríka. Ingibjörg Ámadóttir. r> TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 109

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.