Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 25
er sogið upp úr því og það fær
skell á bossann. I rauninni er
ekki undarlegt þótt barnið beri
hönd fyrir höfuð sér og orgi
eins og kraftar leyfa.
Þar næst er klippt á nafla-
strenginn og barnið er lagt á
fatabunka — eða beint á stál-
vigtina. Það er baðið, látið í
plastöskj u og þvínæst er því ekið
inn í annað herbergi, langt frá
móðurinni sem það svo misk-
unnarlaust var skilið frá.
Jæja, segjum við, og hvað
svo?
Já, tökum nú eftir. Lebouyer
telur, að það megi raunar koma
börnum í heiminn án slíks of-
beldis. Með ofurlítið meiri um-
hugsun, með því að hugsa einn-
ig um barnið. Um það fjallar
bókin. Bókin í heild speglar
lotningu fyrir þessu óskiljan-
lega, þessu mikla og merkilega,
að ný manneskja er fædd, nýtt
líf er byrjað.
Hvernig á svo að hjálpa barni
í heiminn án valdbeitingar?
Það er í rauninni einfalt. — í
staðinn fyrir björtu ljósin ætti
að vera hálfdimmt í herberginu.
Aðeins nógu bjart til að fylgj-
ast með að allt sé í lagi með
móðurina, að hún ekki rifni og
að hægt sé að sjá hvað gera
þurfi. Það er ekki nauðsynlegt
að nota Ijósvarpa.
1 stað þess að hrópa og skipa
fyrir, skyldu menn vera þögulir.
Þurfi eitthvað að segja, sé því
hvíslað. Menn ganga hægt,
hreyfa sig gætilega, eru tillits-
samir. Lögð er á það áhersla
að mynda þægilegt andrúmsloft,
lotningarfullan hugblæ í von
um hið mikilvæga sem koma
skal. Móðirin þarf að vera vel
undirbúin og allan tímann skal
höfð við hana samvinna, en orð
eru ekki nauðsynleg til að slíkt
takist vel og síst af öllu í há-
værum og hörðum tón.
Svo fæðist barnið — inn í
hálfdimman heim, þar sem
kyrrð ríkir. Ekkert bjart ljós,
sem nær nethimnunni eða veld-
ur heilanum óþægindum. Eng-
inn hávaði, sem truflar litlu
hljóðhimnurnar. Fæðingin er
breyting fyrir barnið, en menn
hafa gert hana svo væga sem
mögulegt var.
Því næst er barnið tekið, án
þess að Jclippa sundur nafla-
strenginn, og lagt á maga móð-
urinnar. Einhvers staðar þarf
að láta hvítvoðunginn og hvaða
staður er eðlilegri en magi móð-
urinnar? Hann er volgur og í
hann er laut, sem er mátuleg
fyrir barnið. Og kannske heyrir
barnið hin kunnu hjartaslög
móðurinnar. Og nú líður að
erfiðasta augnablikinu fyrir alla
viðstadda. Barnið verður sem
sé að læra að anda. Þetta er
óþægilegt. Lungun þurfa að
þenjast út, barnið, sem aldrei
hefur haft loft í hreinu lung-
unum sínum, á að fylla þau með
einhverju sem vafalaust brenn-
ir sem eldur fyrst í stað. Gefi
menn sér aðeins tíma til að bíða
í þrjár, fjórar, sex mínútur, fer
barnið að anda af sjálfu sér.
Hægt en öruggt byrjar það að
anda, þótt það e. t. v. orgi tvisv-
ar—þrisvar sinnum. Allan tím-
ann nuddar móðirin, eða einhver
annar, barnið með jöfnum, stöð-
ugum hreyfingum, alveg eins og
uterus gerði áður. Súrefni í
blóðið fær barnið framvegis
gegnum fylgjuna, svo framar-
lega sem allt fer fram í róleg-
heitum og naflastrengurinn er
ekki undireins klipptur sundur.
Hringrás blóðsins heldur þar
áfram eins og áður. Þegar barn-
ið er farið að anda reglubundið
og eðlilega, þá má klippa á nafla-
strenginn, því þá er hann ekki
nauðsynlegur lengur. En það má
ekki gerast fyrr en barnið
ákveður sjálft — ef svo má að
orði komast. Birta, hljóð og lík-
amsáhrif: allt er svipað og barn-
ið hefur átt að venjast, kannske
heldur hörkulegra, en af sömu
tegund.
Að lokum er barnið baðað.
Gætilega er það tekið og látið í
jafnvolgt vatn og það var vant
við. Og barnið á að vera lengi
í baðinu. Ekki eingöngu til að
húðin hreinsist, heldur til þess
að barnið „endurlifi“ þá „til-
finningu“ sem það áður hafði,
sem sé að fljóta í vatni, að vera
þyngdarlaust í vökva. Og svo
getur það skeð að barnið opni
augun og sjái. Ekki svo að
skilja, að það sjái myndir eins
og við, heldur, eins og Lebouyer
segir, barnið kynnir sig. Þetta
fyrsta augnatillit er ógleyman-
legt. „Þau segja, þessi einstöku
augu, þessi alvarlegu, mögnuðu,
djúpu augu: Hvar er ég? Hvað
hefur komið fyrir mig?“ Le-
bouyer segir, að viðkomandi
finni þvílíka nálægð og slíka
athygli, að hann verði djúpt
snortinn.
Bók Lebouyers er auðvitað
fullkomnari en hér hefur verið
lýst.
Hefur svo allt þetta einhverja
þýðingu? Já, svo framarlega
sem borin er virðing fyrir líf-
inu og sköpunarverkinu. Já, ef
menn álíta að það sé mikilsvirði
að barn komi í heiminn undir
öruggum aðstæðum, aðstæðum
sem einnig taka tillit til hinna
mismunandi þarfa barnsins. Þá
er þessi bók merkileg. Sjálfsagt
mætti eitthvað að henni finna.
Ýmsir sérfræðingar munu sjálf-
sagt geta fundið villur og ann-
að sem er efasamt. En hún vís-
ar okkur veg, sýnir okkur kost,
sem gæti verið ómaksins vert að
reyna, ef einhver gæti losað sig
við áhrif af vestlægum hugsun-
arhætti, sem þrengir sér inn á
öll umráðasvið.
Bókin endar á mynd af fal-
legu barni sem brosir, og brosir
gleitt. Barnið er tæplega sólar-
hrings gamalt, en brosir þó út
að eyrum. Skyldi það merkja
að barnið sé ánægt? Að það hafi
líka fengið góða fæðingu, svo
að það geti hlegið með mömmu,
pabba, ljósmóðurinni eða lækn-
inum? Þá fyrst er fæðingin vel
heppnuð þegar allir hlæja. □
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 127