Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 32

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 32
SJÚKDÓMAR R ÚMLEGUNNAR Frá aldaöiHi Uviur rúmlega veriif notufí lil mefíhöndlunar. Ómnkilegar aíleifíingar hennar haía lentji verifí hehklar, ekki hvafí nínt bltífíiappaiíhmUan, nkritar yíirlmknir John Allan Xielnen. Hnn eru dmmi hetttt, afí Hjúklingar ttéu án verulearar úntmfíu vintafíir of lengi í rúm- inu, ttér í Ittgi aldrafí íólk. Alenn gera ttér ekki nmgilega grein ígrir hvafí margt i ttjúkdómts- mgndinni á rmtur tiínar afí rekja tii langrar rúmlegu. RÚMLEGA fram yfir venjulegan svefntíma getur verið mjög gagnleg ráðstöfun. En eins og aðra meðferð verður að vega það og meta ásamt lyfjagjöfum. Áform og afleiðingar þurfa að liggja sem ijósast fyrir. Frá fornu fari hefur rúmlegu verið beitt í ýmsum tilvikum, t. d. þegar sjúklingur var óstarfhæf- ur vegna almennra, alvarlegra farsótta, við sáragræðingu, með- höndlun beinbrota og meðferð staðsettrar smitunar. Þetta byggðist á þeirri lífsreynslu, að hvíld og hreyfingarleysi flýttu fyrir bata. Á síðustu öld voru berklar meðhöndlaðir með hvíld og rúm- legu. Á okkar öld hefur löng rúmlega verið notuð sem eftir- meðferð eftir uppskurði og barnsfæðingu. Til skamms tíma var algerri og langri rúmlegu- aðferð beitt við kransæðastíflu. Nú er þetta ævintýri líkast, því nú vita menn, að rúmlega er ekki allra meina bót í þessum tillvikum og að þá geta aðrir sjúkdómar siglt í kjölfarið sem aukaverkanir, t. d. blóðtappa- myndun. Allt of oft kemur fyr- ir, að sjúklingum sé haldið of lengi rúmliggjandi án raunveru- legrar ástæðu, sérstaklega gömlu fólki. Menn gera sér ekki nægi- lega grein fyrir því, hve mikill hluti sj úkdómsmyndarinnai' er bein afleiðing langrar rúmlegu. Hér á eftir verður stuttlega minnst á lífeðlisfræðilegt ástand rúmlegunnar og bent á nokkr- ar úrbætur til notkunar í dag- legri hjúkrun. Þeim sem hafa áhuga er bent á grein í Medicinsk Árbog 1970, eftir 0. J. Malm, „Sengelejets fysiologi og patofysiologi“. I.íiVOlisfi*hm>í riiiiilejiUBiiiar. Samkvæmt eðlilegum háttum okkar liggjum við lárétt í rúm- inu þegar við sofum. Við um- skiptin frá að standa til að leggj- ast niður fara fram ýmsar breytingar, sérstaklega viðvíkj- andi blóðdreifingunni, sem fær- ist frá fótunum og kviðarhol- inu upp í brjóstholið, háls og höfuð. Samtímis verður smátil- færsla á sogæðavökvanum í sömu átt. Almennt má segja, að í stöðu fái nýrun, lifrin og heil- inn hagstæðast blóðstreymi. Við breytinguna frá láréttri til standandi stellingar er blóði og sogæðavökva beint í gagn- stæða átt. Yfirvofandi blóð- þrýstingslækkun í þessu tilviki er ósjálfrátt varnað með slag- æðasamdrætti, sem myndast af þrýstingi í aortaboganum og stóru æðunum, sem liggja frá honum gegnum hálsinn upp til höfuðsins. Stutt rúmlega eðlilegs svefns og afturhvarf til fótavistar er því eðlilegt ástand, án óþæginda. En alþekkt er, að hjartabilaðir sjúklingar þola illa blóðstraums- breytinguna til stóræða brjóst- holsins og þessir sjúklingar kjósa að sofa að öllu eða hálfu leyti í sitjandi stellingu. 1 raun og veru krefst það heilbrigðs hjarta að sofa í rúminu sínu. I.aniglegUKjiikilóiiiseiiikeiiiii. Við langvarandi rúmlegu koma fram margvísleg neikvæð áhrif. Samantekt þeirra fer hér á eftir: 1. Minnkandi vinnuhæfi, þverrandi vöðvaþróttur og dælingarhæfni hjartans. 2. Blóðþrýstingsbreyting frá láréttri til lóðréttrar stell- ingar. 3. Þverrandi blóðmagn og fækkun rauðra blóðkorna. 4. Aukin vökvamyndun með bjúgafleiðingum. 5. Minna blóðstreymi til æð- anna í mjaðmagrind og fót- um. 6. Aukin beinvefsrýrnun. Með þvaginu hverfur meira kalk og fosfat en aflast með fæð- unni. Þetta ásamt lélegu afrennsli frá nýrum og blöðru í legustellingu getur valdið nýrnasteinum og blöðrubólgu. 7. Lystarleysi, hungurástand og hægðaleysi. 8. Minnkandi öndunargeta og hóstaþróttur, bifhár bark- ans þorna og slím stöðvast, 130 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.