Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Page 37
í þær, og sérhæfðu hvítu blóð-
kornin hjálpa til við að eyða
þeim frumum, sem hafa skemmst
og breyst við sýkinguna. Ef mót-
efnamyndun kemst vel af stað,
er hún varanleg vörn gegn end-
ursýkingum, því að frumurnar,
sem mynda mótefnin, taka fljótt
og vel við sér, ef þær komast
aftur í snertingu við sömu veiru
eða sum þau efni, sem hún er
gerð úr.
Lyf gagna yfirleitt ekkert við
veirusýkingum. Fúkalyf eru
gagnslaus gegn veirunum sjálf-
um, þó að oft geti þau komið í
veg fyrir að bakteríur sigli í
kjölfarið og valdi enn frekari
vefjaskemmdum. Fáein vel
þekkt efni grípa inn í fjölgun
veira á vissum stigum og hafa
verið notuð með góðum árangri
til að hindra fjölgun veira í til-
raunum. Flest þessi efni eru of
eitruð til að óhætt sé að nota
þau við meðferð sjúklinga. Þó
eru þekktar einstaka undantekn-
ingar, þar sem veirufjölgun á
sér stað á aðgengilegu afmörk-
uðu svæði vefjar, t. d. áblástur
á auga.
Okkar eina varanlega vörn í
baráttunni við veirusjúkdóma
er því fólgin í svokölluðum
ónæmisaðgerðum. Við höfum nú
yfir að ráða virkum ónæmis-
aðgerðum í baráttunni við
mænusótt, bólusótt og mislinga.
Allar þessar ónæmisaðgerðir
hafa gefið góða raun. Hæpnari
er árangur af ónæmisaðgerðum
gegn inflúensu. Ónæmisaðgerð-
ir gegn hitabeltisgulu (yellow
fever), hundaæði og hettusótt
má gera með góðum árangri ef
þörf gerist. Miklar tilraunir eru
nú gerðar til að framleiða bólu-
efni gegn rauðum hundum, þó
að enn sé ekki komið á markað
verulega gott bóluefni, sem veitt
geti varanlega vörn.
Virk ónæmisaðgerð er fólgin
í því að vekja sérhæfða mót-
efnamyndun gegn viðkomandi
veiru áður en hætta verður á
smitun. Ef smitun heíur orðið,
er hægt að dæla í þann smitaða
mótefnum, sem annar einstakl-
ingur hefur myndað. f slíku er
þó ekki talin örugg vörn nema
skamman tíma, kannske 4—6
vikur og í hæsta lagi 2—3 mán-
uði. Ekki þýðir að grípa til slíkr-
ar aðgerðar eftir að veirurnar
hafa náð að valda sjúkdóms-
einkennum, þó að slíkt beri ár-
angur, ef um bakteríusýkingar
eins og barnaveiki og stíf-
krampa er að ræða. Þegar sjúk-
dómur af völdum veira kemur
fram, eru veirurnar búnar að
hreiðra um sig í nokkurn tíma
í frumum næmra vefja og hafa
þegar skemmt of mikið til að
nokkurt gagn verði haft af inn-
dælingu mótefna frá öðrum ein-
staklingi.
Ónæmiskerfi líkamans er
vissan tíma að mynda sérhæfð
mótefni þegar verið er að vekja
það til mótefnamyndunar. Við
fyrstu snertingu ónæmiskerfis-
ins við ákveðinn mótefnavaka
eða bóluefni líða alltaf tvær vik-
ur þar til mælanlegt magn til-
svarandi mótefna finnst í blóð-
vatni þess bólusetta. Á þessum
tíma er ónæmiskerfið þó alls
ekki iðjulaust, því að fram fer
mikil og sérhæfð frumufjölgun
víða í eitlum, sem næst liggja
því svæði, sem varð fyrir inn-
dælingunni. Þessar frumur
framleiða þau mótefni, sem ber-
ast út í blóðvatnið, og á öðrum
svæðum í eitlunum getur jafn-
framt oi’ðið mikil fjölgun hvítra
blóðkorna (lymfocyta), sem eru
ekki síður sérhæfðir og háðir
mótefnavakanum. Ef tekst að
fá nokkuð langvarandi áhrif
bóluefnis á ónæmiskerfið mynd-
ast langlífar minnisfrumur, sem
viðkomandi gengur æ síðan með.
Þessar minnisfrumur hefja
fljótt og vel mótefnaframleiðslu
við snertingu við samsvarandi
veiru, eða við endui'bólusetn-
ingu, og það er þetta minni, sem
við viljum vekja hjá ónæmis-
kerfinu, þegar við erum að gera
ónæmisaðgerðir. Ef ekki tekst
að vekja þetta minni, annað-
hvort vegna lélegs bóluefnis eða
illa gerðrar ónæmisaðgerðar, er
hætt við að árangur bólusetn-
ingar verði skammvinnur. Sú
hefur oft verið raunin með in-
flúensubóluefni og er raunin
með þau bóluefni, sem farið hef-
ur verið af stað með gegn rauð-
um hundum. Er þetta sérlega
tilfinnanlegt við rauðu hundana,
þar sem ætlunin er að verja
væntanlegt afkvæmi hins bólu-
setta fyrir sköddun í fósturlífi,
en ekki hinn bólusetta sjálfan.
Verulega gott bóluefni gegn
rauðum hundum, hæft til notk-
unar við almennar ónæmisað-
gerðir á börnum, verður að geta
vakið varanlega mótefnamynd-
un, sem endist fram á fullorð-
insár, eða vera hæft til inndæl-
inga í fuilorðið kvenfólk, án þess
að hætta sé á fósturskemmd-
um, ef konan verður ófrísk
skömmu eftir bólusetninguna.
Þau bóluefni, sem reynd hafa
verið gegn rauðum hundum ti!
þessa, uppfylla hvorugt þessara
skilyrða. Margir veiklaðir veiru-
stofnar hafa verið reyndir, sum-
ir í allstórum stíl, en þeir hafa
allir reynst töluvert linari mót-
efnavakar en eðlileg sýking, og
hafi þeim verið dælt í konur,
sem eyða á fóstri hjá, hafa bólu-
efnisveirurnar fundist í fóstur-
vefjunum, og ekkert virðist
benda til þess að þær séu minna
skaðlegar fósturvefjum en sjálf
veiran, sem veldur rauðum
hundum. Menn forðast því að
gefa þessi bóluefni kynþroska
kvenfólki, en eldri stúlkubörn
hafa allvíða verið valin sem
ákjósanlegur tilraunahópur,
þegar meta á endingu mótefn-
anna. 1 sumum löndum hafa
konur verið bólusettar strax
eftir fyrstu fæðingu og ráðlagt
að reyna að verða ekki ófrískar
í 3—4 mánuði á eftir. Mikið
kapp er lagt á að endurbæta
þessi tilraunabóluefni gegn
rauðum hundum og vonandi
tekst það fljótlega.
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 135