Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Qupperneq 38
Þannig hefur hvert bóluefni sem notað er til varnar gegn veirusjúkdómum þurft sérstaka aðgát, og ekki er til nein alls- herjar uppskrift að gerð, sem hægt er að hagnýta í öllum til- vikum. Það má þó tala um tvenns konar aðalaðferðir við lögun þessara bóluefna, annars vegar að drepa veirurnar og dæla þeim dauðum í hinn bólu- setta, hins vegar að veikla þær verulega og draga úr hæfni þeirra til að valda sjúkdómum, en gefa þær þó þannig, að þær veki mótefnamyndun, meðan þær eru að margfaldast í hin- um bólusetta. Er þannig reynt að líkja eftir því, sem gerist í náttúrunni við mjög vægar (subkliniskar) veirusýkingar. Með síðari aðferðinni hefur tekist að búa til verulega gott mislingabóluefni, sem víða hef- ur verið tekið upp í almennar ónæmisaðgerðir á börnum. 1 85 —95 af hverju hundraði bólu- settra virðist þessi ónæmisað- gerð veita varanlega vörn, þar sem hópum bólusettra hefur verið fylgt eftir í nokkur ár erlendis. Hér virðist árangur eins og best gerist erlendis, þeg- ar athugaðir eru hópar fullorð- inna og hópar barna, sem bólu- sett voru hér fyrir 8—9 árum. Hér reynir þó ekki á bólusetn- inguna árlega eins og ger- ist í þéttbýlli löndum, þar sem mislingar eru alltaf á ferðinni, og í öllum löndum og á öllum tímum eru til einstaklingar, sem eru frá náttúrunnar hendi lé- legir mótefnamyndarar og erf- itt að gera ónæmisaðgerðir á. Mislingabóluefnið er viðkvæmt og verður að fara með það eftir settum reglum um geymslu og inngjöf, ef það á ekki að eyði- leggjast í meðförunum. Erlendis hafa bólusetningar með því helst mistekist, ef bóluefnið hefur verið gefið í sprautum, sem geymdar hafa verið í sótthreins- andi efnum á lækningastofum, en ekki þvegnar og þurrsterilis- eraðar. Þvottur og sótthreinsun þarf að vera sérlega vel af hendi leyst, ef gefa á mislingabóluefni úr glersprautum. Því fylgdu plastsprautur lengi vel hverjum skammti af þessu bóluefni, og okkar góða árangur hér eigum við sjálfsagt að einhverju leyti því að þakka, hve varlega hefur verið farið með bóluefnið við geymslu og inngjöf. Þar sem sjaldan reynir á bólu- setninguna gegn mislingum, er mjög áríðandi að reyna að gera sér einhverja grein fyrir end- ingu mótefnanna hjá þeim, sem ekki hafa lent í mislingum í mörg ár á eftir bólusetningunni. Slíka hópa fólks má víða finna i sveitum hér á landi. Mótefna- mælingar á blóðsýnum hafa ver- ið gerðar hér reglulega hjá misl- ingabólusettum þau 12 ár, sem liðin eru síðan byrjað var að nota bóluefnið hér. Flestir virð- ast halda allvel mótefnunum. Einn og einn maður lækkar þó fullhratt, rétt eins og einn og einn virðist geta fengið eðlilega sýkingu tvisvar. Aukaverkanir við mislinga- bólusetningu eru nú mun sjald- gæfari en var fyrst, þegar misl- ingabóluefni komu á markað. Fyrstu bóluefnin gerðu hita í nærri öllum tilvikum, höfuð- verk, verki í augum og stund- um útbrot. Þessi einkenni komu fram 7—11 dögum eftir bólu- setninguna og virtist tíminn lengri hjá fullorðnum en hjá börnum. Nú er orðið sjaldgæft, að bólusetningin valdi óþægind- um, en einn og einn maður verð- ur þó enn lasinn. Ekki er ráð- legt að mislingabólusetja börn, sem haldin eru blóðsjúkdómum, sem skekkja hvítu blóðmyndina, eða hafa gallað ónæmissvar. Veiran, þó veikluð sé, getur orðið þessum einstaklingum hættuleg, því að þeir hafa svo skerta mótstöðu. Dæmi eru til þess, að börn haldin hvítblæði hafi verið bólusett og af hlot- ist óstöðvandi risafrumulungna- bólga, sem dregið hefur til dauða. Sá fylgikvilli mislinga, sem menn óttast mest, er heila- bólga, sem fylgir í kjölfar þeirra í 1 tilfelli af ca. 1000 sýk- ingum. Þessi heilabólga gerir vart við sig þegar mislingaein- kennin sjálf eru að ganga til baka og virðist helst koma fram hjá einstaklingum með gallað ónæmiskerfi. Ef heilabólga þessi dregur til dauða og reynt er að rækta mislingaveiru frá sýktum heilum, tekst það yfir- leitt ekki. Því er litið á þessar heilaskemmdir sem afleiðingu af gallaðri ónæmisvörn. Misl- ingabóluefnið þykir ekki vara- samt í þessu tilliti. Önnur teg- und heilabólgu, mjög sjaldgæf en bráðhættuleg, svokölluð Daw- sons heilabólga eða SSPE (sub- acut sclerotizing panencephal- itis), sem alltaf dregur til dauða, er nú kennd mislingaveiru, er náð hefur að hreiðra um sig í miðtaugakerfi þessara sjúkl- inga og safnar þar upp vefja- skemmdum í langan tíma áður en sjúkdómseinkenni byrja. Fórnarlömb þessa vágests eru helst börn á skólaaldri eða ungt fólk, og virðast mörg ár geta liðið frá mislingasmitun, þar til þessi heilabólga greinist. Að- eins nokkur ár eru liðin síðan menn fóru að tengja þennan sjúkdóm mislingaveirunni, og olli sú vitneskja nokkrum áhyggjum meðal veirufræðinga vegna mislingabólusetningar- innar. Víðtæk athugun á bólu- settum leiðir í ljós, að bóluefn- ið hefur mun minni áhrif á EEG en mislingarnir sjálfir. Breyt- ingar á EEG má yfirleitt finna við kliniska mislinga, en þær finnast í 30—50 af hundraði bólusettra með bóluefnum, sem valda lasleika. Fundist hafa einstaklingar veikir af SSPE, sem ekki er vitað til að hafi fengið mislinga, en hafa verið bólusettir. Einnig hafa fundist einstaklingar með SSPE, sem hafa fengið mislinga án útbrota. 136 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.