Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 40
til tjóns, ef slíkt kemur fyrir. 1 löndum, sem fengið hafa bólu- sótt yfir sig, og misst úr henni fólk, er gengið ríkt eftir því að heilbrigðisstéttir séu bólu- settar reglulega 2.—3. hvert ár hver maður. Meðan ekkert bját- ar á gleyma menn svo oft sín- um góða ásetningi, en það virð- ist vera alger tilviljun nú orðið, í hvaða lönd bólusótt berst með nútíma samgöngum., og full ástæða til að forðast slys af hennar völdum. Mænusóttarbólusetningu er hægt að gera með lifandi veikl- uðum veirum. Það bóluefni er tekið inn, og er hver ætt mænu- sóttarveira gefin sér, þannig að hver einstakur fær þrjár inn- tökur. Þetta er gert til að tryggja, að hinn bólusetti eigi þess kost að verjast öllum þrem ættum mænusóttarveira jafnt. Ef þeim er blandað saman í eina inntöku, er dálítil hætta á að ein verði annarri yfirsterk- ari, en einhver ein verði útund- an og nái ekki að vekja mót- efnamyndun. Þessi tegund mænusóttarbólusetningar er að- alaðferðin í stórum og þéttbýl- um löndum eins og Bandaríkj- um Norður-Ameríku, Sovétríkj- unum og Bretlandi. 1 þéttbýl- um löndum, þar sem. mikið var um mænusótt fyrir nokkrum ár- um, hefur þessi aðferð gefist vel. 1 minni og strjálbýlli lönd- um, þar sem hreinlæti er á háu stigi, hefur þess orðið vart að mænusóttarveirurnar í bóluefn- inu eru ekki alveg hættulausar fyrir hinn bólusetta og nánasta umhverfi hans, sérstaklega ætt 3. 1 Svíþjóð, Finnlandi, Hollandi og Belgíu og hér á landi hefur því verið tíðkað að gefa held- ur inndælingar með dauðu mænusóttarbóluefni með vissu reglulegu millibili. Þessi aðferð virðist eins hættulaus og frek- ast er kostur um bólusetningu gegn veirum, þar sem alltaf þarf að nota lifandi vef í ætin, og ýmislegt gæti í honum leynst, sem ekki var til sáð. Dautt mænusóttarbóluefni veitir all- góða mótefnamyndun fyrst á eftir inndælingunni, en mótefn- in minnka þegar frá líður. Því er afar áríðandi, að fyrstu inn- dælingar á mænusóttarbóluefni séu gerðar með reglulegu milli- bili. Sú fyrsta er gerð þegar barn hefur misst mótefni, sem það fæddist með frá móður, t. d. 6—9 mánaða. Þessa bólusetn- ingu er þó alsiða að gera á 4—5 mánaða börnum í þeirri trú, að engin mótefni frá móður séu eftir. Séu þau að einhverju marki er erfitt að gera þessa bólusetningu með góðum ár- angri. Annan skammt mænu- sóttarbóluefnis skal svo gefa 4 —6 vikum eftir þann fyrsta og þriðja skammtinn 7—8 mánuð- um seinna. Séu þessir þrír skammtar svona reglulega gefn- ir með góðu bóluefni á einu og sama árinu má vænta góðs ár- angurs af þessari frumbólusetn- ingu, sem felst í öllum þrem inndælingunum. Fjórðu spraut- una skal svo gefa 2—3 árum síðar og þá fimmtu ef þörf kref- ur. Þessi bólusetningaraðferð er eldri en sú sem fólgin er í notk- un lifandi veiklaðrar veiru og lækkaði tíðni mænusóttar á Vesturlöndum mjög verulega, áður en hin aðferðin kom til. Aðalgallinn við þessa aðferð eru hinar mörgu inndælingar, en kostirnir eru hve lítil hætta er á óæskilegum aukaverkunum. Hinar helstu eru bundnar of- næmi fyrir þeim fúkalyfjum, sem kunna að hafa verið notuð til að halda bakteríum frá bólu- efninu í framleiðslu. Ber þeim sem bólusetja að kynna sér, hvort einhver slík lyf eru í bólu- efninu, og eiga framleiðendur að láta þess getið á umbúðum. Hér á landi er töluvert gert til að hvetja fólk til að halda við ónæmi sínu gegn mænusótt. Síð- asti mænusóttarfaraldur var hér 1955 og eftir 1960 hefur veir- an ekki fundist hér á landi. Þeir 14—19 yngstu árgangar, sem síðan hafa fæðst, búa eingöngu að mótefnum mynduðum við bólusetningar, en hafa ekki haft nein tækifæri til að mynda mót- efni við náttúrlega sýkingu. I þeim löndum, sem nú eru vin- sælust til sumarferðalaga, er þessu öfugt farið. í Miðjarðar- hafslöndunum öllurn er ástand heilbrigðismála ekki gott og sáralítið gert að reglulegum mænusóttarbólusetningum, enda nóg af veirunni sjálfri á boð- stólum, sérstaklega yfir sumar- ið. Er dæma má eftir þeim magapestum, sem sóldýrkendur verða sér úti um í suðlægum löndum og flytja hingað heim með sér, virðist ekki úr vegi að hvetja suðurfara til að hugleiða, hvenær þeir voru mænusóttar- bólusettir síðast, og láta endur- nýja þessa bólusetningu um leið og þeir kaupa farseðilinn. Inflúensubólusetning er ef- laust meiri og almennari hér á landi en í nokkru öðru landi. Þessi bólusetning er ekki nærri eins góð vörn og þær bólusetn- ingar, sem áður eru nefndar. Kemur þar tvennt til. Erfitt er að henda reiður á inflúensuveir- unni sjálfri. Hún er síbreytileg frá ári til árs og ómögulegt að vita, hvort flensustofninn frá í fyrra er ekki horfinn og týnd- ur í ár og nýr kominn í stað- inn, sem hvorki hrína á mótefni mynduð við eðlilega sýkingu eða bólusetningu með eldri stofnum. Einnig eru bóluefnin lélegir mótefnavakar og svolítil of- næmishætta við endurteknar inndælingar. Inflúensubólusetn- ingin er þó okkar einasta vörn við flensunni í bili. Hún á fullan rétt á sér þegar í hlut eiga gaml- ir og veiklaðir og vissir starfs- hópar, sem þurfa að þola vos- búð og strit meðan flensan geng- ur og stunda vinnu, hvort sem þeir eru veikir eða heilbrigðir. Aðrir ættu að geyma sér flensu- bólusetninguna til efri ára, svo að þeir hafi ekki eyðilagt þessa 138 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.