Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Side 44
Náinsfrrð lil Xorrffs og IsIsiimIs. Framh. af bls. 125. hafa ekki verið notuð neins konar nauðungar- tæki síðan árið 1932. Vegna hlutfallslega fjöl- menns starfsliðs var alltaf unnt að hafa fasta vörslu hjá órólegum sjúklingum. — Æskilegt væri, að þeir, sem fara með fjárveitingavaldið í Danmörku, tækju meira tillit til óska okkar, þegar við sækjum um aukningu á starfsliði. Ef við hefðum meira starfslið hjá sjúklingunum, þegar þeir ókyrrast, gæti mér orðið að stærstu ósk minni, að við kyntum Jónsmessubál af belt- unum okkar. Þriðja atriðið var útbúnaður deildanna, sem við getum mikið lært af. Eins og í Noregi eru margir fundir með sjúkl- ingum og starfsliði, — fundir, sem fóru fram í ró og vinsemd. Meðal starfsliðshópanna var lýðræðisleg einlægni, sem leiddi af sér, að menn gátu skipt með sér verkum og ábyrgð. Eins og fyrr segir, bjó ég í Hjúkrunarskól- anum, meðan ég dvaldist á íslandi, og einn dag- inn var mér boðið í kynnisför um skólahúsið og frædd um starfsemi skólans. Hjúkrunarskólinn tekur á móti nemum einu sinni á ári og hefur alls 240 nema. Nemunum er skipt á þau sjúkrahús, sem hafa starfandi hjúkrunarkennara. Starfslið skólans er skóla- stjóri og 8 hjúkrunarkennarar. 2 þeirra hafa stundað nám í Danmörku, 1 í Noregi og 1 í Svíþjóð. Lágmarksskilyrði til inntöku í skól- ann er gagnfræðapróf, en langflestir nemendur hafa stundað nám tvö ár í viðbót við gagnfræða- nám eða notið annarrar hliðstæðrar menntun- ar. Nokkrir nemendur hafa lokið stúdentsprófi. Námsskráin var svipuð og hjá okkur. Svo sem áður er getið voru nemarnir í geðsjúkrahúsum 10 vikur á tveimur deildum. Þeir taka skrif- leg próf í geðsjúkdómafræði í skólanum og á sjúkrahúsinu. Þar að auki skrifa þeir ritgerð um hjúkrun geðsjúklings. Skólinn notar jöfn- um höndum íslenskar, danskar og norskar kennslubækur. Hjúkrunarkennararnir við skól- ann semja kennsluefni fyrir nemendurna, eink- um í hjúki’unarfræði. Þar sem ferð mín var skipulögð af Danska hjúkrunarfélaginu, komst ég í samband við Hjúkrunarfélag Islands, sem hafði samið áætl- un um námsdvöl mína. Formaður félagsins lét sér mjög annt um, að sú áætlun stæðist og full- nægði óskum mínum. Ég naut í alla staði einstakrar gestrisni, hjálp- semi og vinsemdar, sem ég gleymi aldrei, og er Danska hjúkrunarfélaginu þakklát fyrir tæki- færið, sem mér veittist til að fara þessa náms- ferð. □ Fyrrverandi formadur SSN, heiðursfélagi í HFI Gerda Höyer} er látin Frá Svíþjóð bárust þær fregnir,að Gerda Höyer,. formaður sænska hjúkrunarfélagsins um 15 ára skeið, væri látin. Gerda Höyer var þekkt og virt meðal hjúkrunarkvenna bæði innan Norður- landa og í alþjóðasamvinnu. Starf sitt fyrir SSF, Svensk sjuksköterske- förening, hóf hún 1934, þegar hún var ráðin ritari félagsins. Frá 1945 var hún formaður SSF, og þeirri ábyrgðarstöðu gegndi hún til 1960. Hún vann einnig mjög ötullega að al- alþjóðamálefnum hjúkrunarkvenna, m. a. var hún formaður International Council of Nurses frá 1947—53. Á árunum 1949—60 vann hún mikið að við- urkenningu á stöðu hjúkrunarkonunnar í þjóð- félaginu. Gerda Höyer var heiðursfélagi Hjúkrunar- félags fslands og lét sér annt um okkur, enda átti hún hér marga vini. Hjúkrunarfélag fslands kveður hana með þakklæti og sendir sænska hjúkrunarfélaginu samúðarkveð j ur. Fyrrverandi formadur SSJMr, heiðursfélagi í HFI Karin Elfverson er látin NÝLEGA barst tilkynning frá Svíþjóð um að Karin Elfverson væri látin, 88 ára að aldri. Frá árinu 1926 var hún virkur þátttakandi í félagsstarfi SSF, Svensk sjuksköterskefören- ing, og SSN, Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum. Hún var gjaldkeri og stjórnar- meðlimur SSF í mörg ár, og frá 1947 til 1954 var hún 2. varaformaður félagsins. Karin Elfverson var framtakssamur og hug- myndaríkur formaður SSN frá 1948 til 1952 og ritari frá 1945—48 og 1952—58. Á stríðs- árunum tók hún virkan þátt í hjálparstarfi, sérstaklega varðandi norskt flóttafólk í Svíþjóð. Hún var heiðursfélagi allra norrænu hjúkr- unarfélaganna og einnig SSN. Hjúkrunarfélag Islands kveður hana með þakklæti og vottar sænska hjúkrunarfélaginu samúð. 142 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.