Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1974, Blaðsíða 44
Náinsfrrð lil Xorrffs og IsIsiimIs. Framh. af bls. 125. hafa ekki verið notuð neins konar nauðungar- tæki síðan árið 1932. Vegna hlutfallslega fjöl- menns starfsliðs var alltaf unnt að hafa fasta vörslu hjá órólegum sjúklingum. — Æskilegt væri, að þeir, sem fara með fjárveitingavaldið í Danmörku, tækju meira tillit til óska okkar, þegar við sækjum um aukningu á starfsliði. Ef við hefðum meira starfslið hjá sjúklingunum, þegar þeir ókyrrast, gæti mér orðið að stærstu ósk minni, að við kyntum Jónsmessubál af belt- unum okkar. Þriðja atriðið var útbúnaður deildanna, sem við getum mikið lært af. Eins og í Noregi eru margir fundir með sjúkl- ingum og starfsliði, — fundir, sem fóru fram í ró og vinsemd. Meðal starfsliðshópanna var lýðræðisleg einlægni, sem leiddi af sér, að menn gátu skipt með sér verkum og ábyrgð. Eins og fyrr segir, bjó ég í Hjúkrunarskól- anum, meðan ég dvaldist á íslandi, og einn dag- inn var mér boðið í kynnisför um skólahúsið og frædd um starfsemi skólans. Hjúkrunarskólinn tekur á móti nemum einu sinni á ári og hefur alls 240 nema. Nemunum er skipt á þau sjúkrahús, sem hafa starfandi hjúkrunarkennara. Starfslið skólans er skóla- stjóri og 8 hjúkrunarkennarar. 2 þeirra hafa stundað nám í Danmörku, 1 í Noregi og 1 í Svíþjóð. Lágmarksskilyrði til inntöku í skól- ann er gagnfræðapróf, en langflestir nemendur hafa stundað nám tvö ár í viðbót við gagnfræða- nám eða notið annarrar hliðstæðrar menntun- ar. Nokkrir nemendur hafa lokið stúdentsprófi. Námsskráin var svipuð og hjá okkur. Svo sem áður er getið voru nemarnir í geðsjúkrahúsum 10 vikur á tveimur deildum. Þeir taka skrif- leg próf í geðsjúkdómafræði í skólanum og á sjúkrahúsinu. Þar að auki skrifa þeir ritgerð um hjúkrun geðsjúklings. Skólinn notar jöfn- um höndum íslenskar, danskar og norskar kennslubækur. Hjúkrunarkennararnir við skól- ann semja kennsluefni fyrir nemendurna, eink- um í hjúki’unarfræði. Þar sem ferð mín var skipulögð af Danska hjúkrunarfélaginu, komst ég í samband við Hjúkrunarfélag Islands, sem hafði samið áætl- un um námsdvöl mína. Formaður félagsins lét sér mjög annt um, að sú áætlun stæðist og full- nægði óskum mínum. Ég naut í alla staði einstakrar gestrisni, hjálp- semi og vinsemdar, sem ég gleymi aldrei, og er Danska hjúkrunarfélaginu þakklát fyrir tæki- færið, sem mér veittist til að fara þessa náms- ferð. □ Fyrrverandi formadur SSN, heiðursfélagi í HFI Gerda Höyer} er látin Frá Svíþjóð bárust þær fregnir,að Gerda Höyer,. formaður sænska hjúkrunarfélagsins um 15 ára skeið, væri látin. Gerda Höyer var þekkt og virt meðal hjúkrunarkvenna bæði innan Norður- landa og í alþjóðasamvinnu. Starf sitt fyrir SSF, Svensk sjuksköterske- förening, hóf hún 1934, þegar hún var ráðin ritari félagsins. Frá 1945 var hún formaður SSF, og þeirri ábyrgðarstöðu gegndi hún til 1960. Hún vann einnig mjög ötullega að al- alþjóðamálefnum hjúkrunarkvenna, m. a. var hún formaður International Council of Nurses frá 1947—53. Á árunum 1949—60 vann hún mikið að við- urkenningu á stöðu hjúkrunarkonunnar í þjóð- félaginu. Gerda Höyer var heiðursfélagi Hjúkrunar- félags fslands og lét sér annt um okkur, enda átti hún hér marga vini. Hjúkrunarfélag fslands kveður hana með þakklæti og sendir sænska hjúkrunarfélaginu samúðarkveð j ur. Fyrrverandi formadur SSJMr, heiðursfélagi í HFI Karin Elfverson er látin NÝLEGA barst tilkynning frá Svíþjóð um að Karin Elfverson væri látin, 88 ára að aldri. Frá árinu 1926 var hún virkur þátttakandi í félagsstarfi SSF, Svensk sjuksköterskefören- ing, og SSN, Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlöndum. Hún var gjaldkeri og stjórnar- meðlimur SSF í mörg ár, og frá 1947 til 1954 var hún 2. varaformaður félagsins. Karin Elfverson var framtakssamur og hug- myndaríkur formaður SSN frá 1948 til 1952 og ritari frá 1945—48 og 1952—58. Á stríðs- árunum tók hún virkan þátt í hjálparstarfi, sérstaklega varðandi norskt flóttafólk í Svíþjóð. Hún var heiðursfélagi allra norrænu hjúkr- unarfélaganna og einnig SSN. Hjúkrunarfélag Islands kveður hana með þakklæti og vottar sænska hjúkrunarfélaginu samúð. 142 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.