Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 28

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Qupperneq 28
Sigurður S. Magnússon, læknir: Tíðahvörf Þessi athyglisveröa grein var birt í Læknanemanum 4. tölu- blabi 1974. Tímarit HFl þaklcar höfundi og ritstjó'rn Læknanemans veitt leyfi til eftirprentunar. Skilgreining. Hugtökin menopausis og klim- akterium haí'a verið skilgreind á mismunandi hátt. Orðið meno- pausis þýðir hlé á blæðingum og er það hugtak því notað um tímabilið, þegar síðasta blæðing- in á sér stað. Þannig er aldrei mögulegt að greina menopausis fyrr en eftir á. Sumir höfundar, t. d. Stoeckel, skilgreina meno- pausis, sem tímabilið næst á eft- ir síðustu blæðingu. Hugtakið menopausal-einkenni á við ein- kenni, sem koma fram fyrir og eftir menopausis. Orðið klimakterium er grískt að uppruna og þýðir þar stigi eða trappa. Ekki eru menn sam- mála um skilgreiningu á hugtak- inu klimakterium. Sumir skil- greina það sem tímabilið næst á undan menopausis, aðrir sem tímabilið fyrst eftir menopaus- is og enn aðrir láta það ná yfir bæði tímabilin. 1 Svíþjóð er hug- takið látið ná yfir allt breyt- ingatímabilið, þ. e. frá því kon- an er á síðasta tímabili frjó- semisskeiðsins og fram á elliár. Menopausis er þannig atburður í klimakterium á sama hátt og menarche er atburður á gelgju- skeiðinu. Sennilega er heppilegt að fara og breytingaskeið að ráði Kaisers og Daume (1965) og skipta klimakterium í 2 tímabil, pre-menopausis, sem nær yfir síðustu 2—5 árin fyrir menopausis, og postmenopausis, sem nær yfir 2—5 ár eftir meno- pausis. Einkenni, sem sjúklingar telja að eigi rætur að rekja til breytingaskeiðsins (klimakteri- um) er algeng orsök þess, að leitað er læknis. Á þessu tíma- bili verða hjá konunni lífeðlis- fræðilegar breytingar og nauð- synlegt er að gera sér ljóst, að minnkandi starfsemi eggja- stokkanna á þessu skeiði getur valdið hvarfseinkennum, sem stafa af minnkandi hormóna- framleiðslu kynfæranna. Þessi einkenni eru fyrst og fremst frá kynfærum, en einnig er óljóst samband milli kvenkynshorm- óna annars vegar og ákveðinna lyflæknis- og geðsjúkdóma hins vegar. Það er því nauðsynlegt, að allir læknar þekki þau sér- stöku vandamál, sem komið geta í ljós á þessu tímabili. Sá lækn- ir, sem best þekkir til aðstæðna hlutaðeigandi einstaklings er oft best til þess fallinn að leysa vanda hans. llvoiiivr vprdur iiiriiopsiusÍN? Á síðustu 75 árum hefur frjó- semistímabil konunnar lengst. Menarche verður nú fyrr en áð- ur og menopausis kemur síðar. Samkvæmt hollenskri athugun eru konur nú að meðaltali frjó- samar í 37 ár. Sama athugun sýnir, að menopausis verður að jafnaði fyrr hjá giftum konum en ógiftum (51,4 ár resp. 53 ár), (Yaszmann 1969). Tíðalok hverrar konu ákvarðast fyrst og fremst af arfgengum þáttum, en lélegt fæði og járnskortur geta orðið þess valdandi að þau verði fyrr en ella. Hins vegar verður ekki séð að tíðabyrjun eða fjöldi barna hafi hér nokkur áhrif. annars er ekki vitað hver er or- sök þess, að tíðalok verða nú síðar en áður. E. t. v. má þó tengja þetta betri lífskjörum. L.ífei>Iisfri(M>iIeg viOliorf. Karlmaðurinn myndar stöð- ugt sáðfrumur allt frá kyn- þroskaaldri, en konan myndar hins vegar engar nýjar egg- frumur eftir fæðingu. Eggja- stokkar nýfæddra meybarna 56 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.