Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 59

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Síða 59
semi núverandi hjúkrunarnámsbrautar við Há- skóla Islands getur haft á menntunarmöguleika nústarfandi hjúkrunarstéttar í landinu til góðs eða ills. Til að byrja með skal þess minnst, að þegar stjórn HFÍ lýsti því yfir að hún vilji, að sem allra fyrst verði öllu hjúkrunargrunn- námi okkar komið á háskólastig, þá byggðist sú ákvörðun á, hversu áberandi og ört vaxandi kröfur um aukna starfsþekkingu og rannsóknir á sviði hjúkrunar eru og hafa veri'ö undunfariö, þegar litið er á heildarþróun heilbrigðisþjón- ustunnar, hvort heldur er hérlendis eða í víð- tækari merkingu. Allar menntunarvonir hjúkrunarstéttarinnar, hvort heldur er á sviði hjúkrunargrunnmennt- unar eða framhaldsmenntunar af ýmsu tagi að grunnnámi loknu, byggjast á þrennu, þ. e.: 1. nægum fjölda hæfra nemenda, 2. nægum fjölda hæfra kennara og 3. nægum fjárveitingum til reksturs viðkom- andi menntastofnana. Með nokkrum orðum skal nú fjallað um hvern þessara þriggja þátta. 1. lJm næjian fjölda Im'fra n<‘in<‘iula. Hæfni nemenda verðum við, sem aðrar þjóð- ir, að miða við hinar ört vaxandi kröfur um aukna starfsþekkingu og rannsóknir, ásamt reynslu liðinna tíma. 1 þjóðfélagi, sem ekki fær- ir hjúkrunargnmnnám upp á háskólastig, sýnir reynslan, að örðugleikarnir við að fái vel skipu- lagt framhaldshjúlcrunarnám á háskólastigi eru afar miklir, og aðrar háskólamenntaðar stéttir, án verulegrar hjúkrunarþekkingar, fá þá gjarna það hlutverk í hendur að rannsaka hjúkrunar- þarfir og hjúkrunarstarfsemi og taka jafnvel ýmsar ákvarðanir um framtíðarskipan hjúkrun- ar, þ. á. m. mótun menntunarstefnu hjúkrunar- stéttarinnar. Stétt sem ekki stundar rannsóknir er þess ekki umkomin að annast eigin menntun, nema að litlu leyti. Rannsóknargeta einstakl- inganna byggist á menntun sem tæpast er fá- anleg nema innan háskólastofnana. Sé val nem- enda til hjúkrunargrunnnáms, af framangreind- um sökum, miðað við, að þeir komi úr þeim hópi sem aflað hefur sér réttar til háskólanáms, þá er vert að kynna sér eftirfarandi: Vorið 1974 útskrifuðust um 940 stúdentar, sem eru rúmlega 25% heildar aldursárgangs- ins. Undirbúning fyrir háskólanám annast sjö menntastofnanir í landinu, þar meðtalinn Menntaskólinn í Kópavogi, sem ætlunin er að verði fjölbrautaskóli. Auk þeirra skal geta Flensborgarskóla í Ilafnarfirði, sem einnig mun starfa sem fjölbrautaskóli og útskrifar fyrstu stúdentana vorið 1975. Svo er fjöl- brautaskólinn í Breiðholti að hefja starfsemi á komandi hausti. Nemendur útskrifast enn- fremur frá sérstökum deildum innan Verzl- unarskóla Islands og Tækniskóla Islands, sem rétt hafa til háskólanáms og Samvinnuskól- inn hefur framhaldsdeild sem, í samvinnu við menntaskóla, miðar að undirbúningi háskóla- náms. Yfirleitt er gengið út frá 9 ára grunnskóla- námi og við það bætast svo fjögur ár til und- irbúnings háskólanámi, en með auknu náms- vali og tilliti til mismunandi hæfni nemenda hafa möguleikar á að hraða eða seinka slíku námi, eftir þörfum einstaklinganna, aukist. Stundum er talað um að bæta 6 ára bekkjum grunnskóla við kerfið svo að grunnskólinn yrði þá 10 í stað 9 ár. Að svo stöddu mun þó best að tala um að 13 ára nám að meðal- tali fari á undan háskólanámi. Sumir framannefndra skóla bjóða upp á menntun, er veitir tiltekin starfréttindi, sam- tímis menntun til undirbúnings háskóla- náms, en starfsemi fjölbreytiskóla mun einmitt miðast við slíkt fyrirkomulag. Nauðsynlegt er að hafa í huga, að ýmsar háskóladeildir krefjast ekki bara einhvers- konar stúdentsprófs, heldur gera ákveðnar kröfur um þekkingarmagn í tilteknum fögum auk kjarnagreina. Á sviði hjúkrunarfræði á háskólastigi eru kröfur af slíku taki nær óhjá- kvæmilegar. 2. Um ii:i‘Kan fjölila li»‘fra kamiara. Ef nægir kennarar fengjust til starfa við hjúkrunargrunnmenntun á Islandi, þá væri vandinn ekki svo torleystur hjá okkur sem raun ber vitni. Svo sem hjúkrunarstéttinni er kunn- ugt, þá eru engan veginn allar hjúkrunarkonur, sem starfa við hjúkrunarskólana, kennara- menntaðar. Þessir kennarar, með eða án rétt- inda, eru miklum önnum hlaðnir og margir þeirra í ríkara mæli en rruirgan grunar. Vert er að minna á að ekki ein einasta hjúkrunar- kona, sem starfar eða hefur starfað við heilsu- verndar- eða lieilsugæslustöðvar landsins, svo nokkru nemi, hefur kennararéttindi og forstöðu- kona Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur verður að bæta tímakennslu í ríkum mæli við aðalstarf sitt, án þess að tekið sé eðlilegt tillit til mikil- vægis þess þáttar. Raunar væri engu síður þörf á sérstökum hjúkrunarkennslustjóra hjá helstu stofnunum heilsugæslunnar en innan kennslu s j úkrahúsanna. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 83

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.