Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 59

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.10.1975, Blaðsíða 59
semi núverandi hjúkrunarnámsbrautar við Há- skóla Islands getur haft á menntunarmöguleika nústarfandi hjúkrunarstéttar í landinu til góðs eða ills. Til að byrja með skal þess minnst, að þegar stjórn HFÍ lýsti því yfir að hún vilji, að sem allra fyrst verði öllu hjúkrunargrunn- námi okkar komið á háskólastig, þá byggðist sú ákvörðun á, hversu áberandi og ört vaxandi kröfur um aukna starfsþekkingu og rannsóknir á sviði hjúkrunar eru og hafa veri'ö undunfariö, þegar litið er á heildarþróun heilbrigðisþjón- ustunnar, hvort heldur er hérlendis eða í víð- tækari merkingu. Allar menntunarvonir hjúkrunarstéttarinnar, hvort heldur er á sviði hjúkrunargrunnmennt- unar eða framhaldsmenntunar af ýmsu tagi að grunnnámi loknu, byggjast á þrennu, þ. e.: 1. nægum fjölda hæfra nemenda, 2. nægum fjölda hæfra kennara og 3. nægum fjárveitingum til reksturs viðkom- andi menntastofnana. Með nokkrum orðum skal nú fjallað um hvern þessara þriggja þátta. 1. lJm næjian fjölda Im'fra n<‘in<‘iula. Hæfni nemenda verðum við, sem aðrar þjóð- ir, að miða við hinar ört vaxandi kröfur um aukna starfsþekkingu og rannsóknir, ásamt reynslu liðinna tíma. 1 þjóðfélagi, sem ekki fær- ir hjúkrunargnmnnám upp á háskólastig, sýnir reynslan, að örðugleikarnir við að fái vel skipu- lagt framhaldshjúlcrunarnám á háskólastigi eru afar miklir, og aðrar háskólamenntaðar stéttir, án verulegrar hjúkrunarþekkingar, fá þá gjarna það hlutverk í hendur að rannsaka hjúkrunar- þarfir og hjúkrunarstarfsemi og taka jafnvel ýmsar ákvarðanir um framtíðarskipan hjúkrun- ar, þ. á. m. mótun menntunarstefnu hjúkrunar- stéttarinnar. Stétt sem ekki stundar rannsóknir er þess ekki umkomin að annast eigin menntun, nema að litlu leyti. Rannsóknargeta einstakl- inganna byggist á menntun sem tæpast er fá- anleg nema innan háskólastofnana. Sé val nem- enda til hjúkrunargrunnnáms, af framangreind- um sökum, miðað við, að þeir komi úr þeim hópi sem aflað hefur sér réttar til háskólanáms, þá er vert að kynna sér eftirfarandi: Vorið 1974 útskrifuðust um 940 stúdentar, sem eru rúmlega 25% heildar aldursárgangs- ins. Undirbúning fyrir háskólanám annast sjö menntastofnanir í landinu, þar meðtalinn Menntaskólinn í Kópavogi, sem ætlunin er að verði fjölbrautaskóli. Auk þeirra skal geta Flensborgarskóla í Ilafnarfirði, sem einnig mun starfa sem fjölbrautaskóli og útskrifar fyrstu stúdentana vorið 1975. Svo er fjöl- brautaskólinn í Breiðholti að hefja starfsemi á komandi hausti. Nemendur útskrifast enn- fremur frá sérstökum deildum innan Verzl- unarskóla Islands og Tækniskóla Islands, sem rétt hafa til háskólanáms og Samvinnuskól- inn hefur framhaldsdeild sem, í samvinnu við menntaskóla, miðar að undirbúningi háskóla- náms. Yfirleitt er gengið út frá 9 ára grunnskóla- námi og við það bætast svo fjögur ár til und- irbúnings háskólanámi, en með auknu náms- vali og tilliti til mismunandi hæfni nemenda hafa möguleikar á að hraða eða seinka slíku námi, eftir þörfum einstaklinganna, aukist. Stundum er talað um að bæta 6 ára bekkjum grunnskóla við kerfið svo að grunnskólinn yrði þá 10 í stað 9 ár. Að svo stöddu mun þó best að tala um að 13 ára nám að meðal- tali fari á undan háskólanámi. Sumir framannefndra skóla bjóða upp á menntun, er veitir tiltekin starfréttindi, sam- tímis menntun til undirbúnings háskóla- náms, en starfsemi fjölbreytiskóla mun einmitt miðast við slíkt fyrirkomulag. Nauðsynlegt er að hafa í huga, að ýmsar háskóladeildir krefjast ekki bara einhvers- konar stúdentsprófs, heldur gera ákveðnar kröfur um þekkingarmagn í tilteknum fögum auk kjarnagreina. Á sviði hjúkrunarfræði á háskólastigi eru kröfur af slíku taki nær óhjá- kvæmilegar. 2. Um ii:i‘Kan fjölila li»‘fra kamiara. Ef nægir kennarar fengjust til starfa við hjúkrunargrunnmenntun á Islandi, þá væri vandinn ekki svo torleystur hjá okkur sem raun ber vitni. Svo sem hjúkrunarstéttinni er kunn- ugt, þá eru engan veginn allar hjúkrunarkonur, sem starfa við hjúkrunarskólana, kennara- menntaðar. Þessir kennarar, með eða án rétt- inda, eru miklum önnum hlaðnir og margir þeirra í ríkara mæli en rruirgan grunar. Vert er að minna á að ekki ein einasta hjúkrunar- kona, sem starfar eða hefur starfað við heilsu- verndar- eða lieilsugæslustöðvar landsins, svo nokkru nemi, hefur kennararéttindi og forstöðu- kona Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur verður að bæta tímakennslu í ríkum mæli við aðalstarf sitt, án þess að tekið sé eðlilegt tillit til mikil- vægis þess þáttar. Raunar væri engu síður þörf á sérstökum hjúkrunarkennslustjóra hjá helstu stofnunum heilsugæslunnar en innan kennslu s j úkrahúsanna. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.