Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 4
r Urskurður kjaranefndar um sérkjarasamning Reykjavíkurborgar og Hjúkrunarfélags islands, tímabilið 1. júlí 1976 til 30. júní 1978, sbr. lög nr. 29/1976. Samningurinn orðist svo: 1. gr. 1. mgr. Störfum félaga í Hjúkrunarfélagi Islands, sem vinna hjá Reykjavíkurborg eða stofnunum hennar, skal raðað í launaflokka, samkvæmt aðalkjarasamningi Reykjavíkurborgar og Hjúkrunarfélags Islands frá 9. apríl 1976, sem hér segir: Launafl. Starfsheiti 10 Hjúkrunarfræðingur IV (87 stig). 11 Hjúkrunarfræðingur III (95 stig). 12 Hjúkrunarfræðingur 11 (llOstig). Heilsuverndarhjúkrunaríræðingur án sér- náms. Aðstoðardeildarstjóri við hjúkrun fái greidd laun skv. stöðu sinni að viðbættum einum launaflokki. 13 Hjúkrunarfræðingur 1 (130 stig). 14 Hjúkrunardeildarstjóri. Yfirhjúkrunarfræðingur á sérdeild. Heilsuverndarhjúkrunarfræðingur með sér- nám. 15 Hjúkrunardeildarstjóri heilsuverndar. 16 Hjúkrunarnámsstjóri Borgarspítala. 17 Aðstoðarhj úkrunarframkvæmdast j óri Borgarspítala. 20 Hjúkrunarframkvæmdastjóri Heilsuvernd- arstöðvar. Hækkar um einn launaflokk 1. janúar 1977. 21 Hjúkrunarforstjóri Borgarspítala. Hækkar um einn launaflokk 1. janúar 1977. 2. mgr. Stig þau, sem tengd eru starfsheitinu hjúkr- unarfræðingur I-IV í 1. mgr., reiknast sem hér segir: a. Próf frá Hjúkrunarskóla Islands er metið á 87 stig. b. Fyrir hvert ár í fullu starfi vinnast 2 stig, að há- marki samt. 8 stig fyrir vinnu við hjúkrunarstörf. c. Fyrstu tvö námsár eftir hjúkrunarskólapróf í námi, er nýtist í starfi og viðurkennt er af menntamála- ráðuneytinu, gefa 15 stig hvort, sé það á stigi ofar stúdentsprófi. Þriðja námsár frá stúdentsprófi veit- ir 20 stig. d. Fyrir hvert ár í fullu starfi eftir að 117 stigum er náð vinnast 3,25 stig, þó þannig að stig unnin við almenn hjúkrunarstörf og hjúkrunarstörf sérmennt- aðs fólks verði eigi fleiri en 13 samtals. e. Fyrir hverjar 30 stundir í kennslu á námskeiðum, er menntamálaráðuneytið viðurkennir fyrir hjúkr- unarfræðinga, vinnst 1 stig, enda liggi fyrir vitnis- burður námskeiðshaldara um fullnægjandi þátt- töku og frammistöðu á námskeiðinu. 2. gr. 1. mgr. Við ákvörðun starfsaldurs er heimilt að taka til greina starfstíma hjá öðrum vinnuveitendum en því opinbera á þann hátt að við starfsaldur sé bætt helmingi starfstíma við algerlega hliðstæð störf. Slíkur starfsald- ur getur þó mest orðið 6 ár. 3. gr. 1. mgr. Hjúkrunarfræðingur, sem vinnur reglu- bundna vaktavinnu, skal undanþeginn næturvöktum, ef hann óskar, er hann hefur náð 55 ára aldri. Vaktaálag er þá aðeins greitt fyrir þær unnar stundir, sem falla utan dagvinnutímabils. 4. gr. 1. mgr. Með útkallsvakt er átt við, að hjúkrunarfræð- ingur dvelji ekki á vinnustað, en sé reiðubúinn að sinna útkalli fyrirvaralaust. 2. mgr. Greiðsla fyrir fasta útkallsvakt, sem yfirmað- ur hefur ákveðið, skal nema sömu fjárhæð og vaktaálag skv. 2. mgr. 14. gr. aðalkjarasamnings Reykjavíkur- borgar og starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. 3. mgr. Hafi hjúkrunarfræðingur á útkallsvakt ekki fengið samfellda hvíld að minnsta kosti 6 klst. á tíma- bilinu frá kl. 22.00 til kl. 8.00 vegna útkalla, ber honum 6 klst. hvíld frá því að útkalli lýkur, þar til hann mætir til vinnu á ný, án launaskerðingar. 4. mgr. Hjúkrunarfræðingi, 55 ára og eldri, er heim- ilt að losna undan þeirri kvöð að vera á útkallsvakt. 130 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.