Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 40
Framhaldsnám i hjúkrun Frá vinstri: Fjóla, Anna María, Hulda, Erla, GuSrún og Helga. í MARS sl. hófst langþráö framhalds- nám fyrir hjúkrunarfræðinga í Nýja hjúkrunarskólanum. Þar komu 7 hjúkrunarfræðingar sem voru í svæf- inganámi á sjúkrahúsunum. 3 hjúkr- unarfræðingar sem voru í skurSstofu- námi og 8 hjúkrunarfræSingar sem hófu þarna ársnám í hjúkrun á legu- deildum. Þetta sameiginlega kjarnanám stóS yfir í 3 mánuSi. Þessar náms- greinar voru helstar: Efnafræði, iífræn og ólífræn. Líffæra- og lífeðlisfræði, kennt eftir líffærakerfum. Sálarfræði, með tilliti til atferlis- kveikja. LíffærameinafræSi. Lyfjafræði, almenn og sérhæfð. Félagsfræði. Hjúkrun. Próf voru tekin í efnafræði, líf- færa- og lífeðlisfræði og sálarfræði, en ritgerðir í félagsfræði og hjúkr- un. ÞaS var geysilega mikið að læra á þessum 3 mánuðum, en bæði gagn- legt og gaman. ÞaS eina sem háði okkur var ónóg undirstaða, tungumálaörðugleikar og flestum varð hált á stærðfræðisvell- inu. Efnafræðin lagðist líka þungt á fólk, sáum við, að betra hefði verið að þekkja hana eitthvað áður. í vinnu komum við um miðjan júní, þreyttar en ánægðar. ViS lok kjarnans skildu leiðir, þær sem í sérnámi eru vinna á svæfinga- og skurðdeildum, en við í almenna nám- inu fórum á deildir sem við völdum sjálfar og skiptu flestar um deild. Inn í vinnutímann kom fjögurra vikna sumarfrí, en margar unnu þann tíma, því dýrt er að halda sér uppi án launa í 9 mánuði. Þá gerðum við 2 ritgerðir í sum- ar, það er að segja í almenna nám- inu, og fór mikill tími í þær. 3. september hófst bóklegt nám að nýju. Bekkurinn er litill, aðeins sjö manns, en við hittum fyrir félaga úr kjarnanum tvisvar í viku, þegar þær eru í bóklegu. Þetta námskeið stendur til 18. desember. ÞaS helsta sem kennt er: Sjúkdómafræði, handlæknis-, lyílæknis- og öldrunarfræði. Lífefnafræði. Stjórnun. Kennslufræði. Félagsfræði. Hjúkrun. Próf eru tekin í sjúkdómafræði, lífefnafræði og kennslufræði. Þetta eru áfangapróf, þannig að lokið er ákveðnum hluta, tekið próf sem gild- ir sem lokapróf í þessum hluta. Verk- efni koma í stað prófa í félagsfræði, hjúkrun og kennslufræði að hluta. Eftir áramót er áætlað að hafa verklegar kennsluæfingar á deildum, með nemendum Nýja hjúkrunarskól- ans og Hjúkrunarskóla íslands. Þó kennslustundir séu ekki eins margar nú í haust og í vor er enn nóg að gera, því heimanám er mikið. Bækurnar sem eru lesnar eru flest- ar á ensku og því betra að vera sæmilega læs á það mál, þótt það komi mikið með æfingunni. Að lokum viljum við láta þess get- Framh. á bls. 172. 162 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSI.ANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.