Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Page 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Page 40
Framhaldsnám i hjúkrun Frá vinstri: Fjóla, Anna María, Hulda, Erla, GuSrún og Helga. í MARS sl. hófst langþráö framhalds- nám fyrir hjúkrunarfræðinga í Nýja hjúkrunarskólanum. Þar komu 7 hjúkrunarfræðingar sem voru í svæf- inganámi á sjúkrahúsunum. 3 hjúkr- unarfræðingar sem voru í skurSstofu- námi og 8 hjúkrunarfræSingar sem hófu þarna ársnám í hjúkrun á legu- deildum. Þetta sameiginlega kjarnanám stóS yfir í 3 mánuSi. Þessar náms- greinar voru helstar: Efnafræði, iífræn og ólífræn. Líffæra- og lífeðlisfræði, kennt eftir líffærakerfum. Sálarfræði, með tilliti til atferlis- kveikja. LíffærameinafræSi. Lyfjafræði, almenn og sérhæfð. Félagsfræði. Hjúkrun. Próf voru tekin í efnafræði, líf- færa- og lífeðlisfræði og sálarfræði, en ritgerðir í félagsfræði og hjúkr- un. ÞaS var geysilega mikið að læra á þessum 3 mánuðum, en bæði gagn- legt og gaman. ÞaS eina sem háði okkur var ónóg undirstaða, tungumálaörðugleikar og flestum varð hált á stærðfræðisvell- inu. Efnafræðin lagðist líka þungt á fólk, sáum við, að betra hefði verið að þekkja hana eitthvað áður. í vinnu komum við um miðjan júní, þreyttar en ánægðar. ViS lok kjarnans skildu leiðir, þær sem í sérnámi eru vinna á svæfinga- og skurðdeildum, en við í almenna nám- inu fórum á deildir sem við völdum sjálfar og skiptu flestar um deild. Inn í vinnutímann kom fjögurra vikna sumarfrí, en margar unnu þann tíma, því dýrt er að halda sér uppi án launa í 9 mánuði. Þá gerðum við 2 ritgerðir í sum- ar, það er að segja í almenna nám- inu, og fór mikill tími í þær. 3. september hófst bóklegt nám að nýju. Bekkurinn er litill, aðeins sjö manns, en við hittum fyrir félaga úr kjarnanum tvisvar í viku, þegar þær eru í bóklegu. Þetta námskeið stendur til 18. desember. ÞaS helsta sem kennt er: Sjúkdómafræði, handlæknis-, lyílæknis- og öldrunarfræði. Lífefnafræði. Stjórnun. Kennslufræði. Félagsfræði. Hjúkrun. Próf eru tekin í sjúkdómafræði, lífefnafræði og kennslufræði. Þetta eru áfangapróf, þannig að lokið er ákveðnum hluta, tekið próf sem gild- ir sem lokapróf í þessum hluta. Verk- efni koma í stað prófa í félagsfræði, hjúkrun og kennslufræði að hluta. Eftir áramót er áætlað að hafa verklegar kennsluæfingar á deildum, með nemendum Nýja hjúkrunarskól- ans og Hjúkrunarskóla íslands. Þó kennslustundir séu ekki eins margar nú í haust og í vor er enn nóg að gera, því heimanám er mikið. Bækurnar sem eru lesnar eru flest- ar á ensku og því betra að vera sæmilega læs á það mál, þótt það komi mikið með æfingunni. Að lokum viljum við láta þess get- Framh. á bls. 172. 162 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSI.ANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.