Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 12

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 12
IV. kafli. Námstími og námsefni. 10. gr. Skólaárið skal vera 9 mánuðir og hefjast að hausti, því skal skipt í haustönn og vorönn og skal náms- tíminn vera minnst 6 annir. 11. gr. ASalnámsgreinar skulu vera: al- menn hjúkrun, heilbrigSisfræSi, sál- arfræSi, félagsfræði, lífefnafræði, líffærafræði, lífeðlisfræði, meina- fræði, sýkla- og ónæmisfræði, lyfja- fræði, ennfremur hjúkrun og læknis- fræðileg undirstaða á sviði lyflækn- inga, handlækninga, geðlækninga, barnalækninga og öldrunarfræði. I reglugerð skal setja ákvæði um vægi greina og tilhögun verklegrar og bóklegrar kennslu að öðru leyti. 12. gr. ÁkvæSi um námstima og námsefni fyrir framhaldsmenntun skulu sett í reglugerð. V. kafli. Próf og einkunnir. 13. gr. Námsárangur skal metinn í lok hverrar annar meS prófum eða öðr- um aðferðum, sem hentugar þykja og tilgreina má í reglugerð. Einkunn- ir skulu gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 upp í 10. VI. kafli. Um fjármál og fleira. 14. gr. Um fjárreiður skólanna skal fara eftir ákvæðum í reglugerð. 15. gr. ViS framkvæmd laganna og setn- ingu reglugerðar skal stefnt að því að grunnnám það, er hér um ræðir, fari á háskólastig innan 5 ára frá gildistöku laganna . 16. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi og koma til framkvæmda við upphaf næsta árs eftir gildistöku og eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Jafn- framt falla úr gildi lög um Hjúkrun- arskóla Islands nr. 35 frá 18. apríl 1962 og lög nr. 81 frá 31. maí 1972 um heimild fyrir ríkisstjórnina til að stofna og reka hjúkrunarskóla í tengslum við Borgarspítalann í Reykj avík. Skýringar varðandi einstakar greinar í drögum að frumvarpi til laga um hjúkunarskóla 2. gr. AS loknu prófi í hjúkrunarskóla á hjúkrunarfræðingur að geta: 1. Gert sér ljósa ábyrgð sína og skyldur sem hjúkrunarfræðingur. 2. Hjúkrað sjúkum og tekið þátt í heilsurækt og heilsuvernd innan heilbrigðisstofnana og utan. 3. MetiS hjúkrunarþarfir einstak- linga, fjölskyldna og hópa. 4. Gert hjúkrunaráætlanir og hjúkr- að samkvæmt þeim. Metið árang- ur starfsins og notfært sér niður- stöðurnar til bættrar þjónustu. 5. Veitt fræðslu á eigin hjúkrunar- sviði, nemendum, sjúklingum og öðrum skjólstæðingum. 6. Tekið ábyrgan þátt í stjórnun hjúkrunarmála. 7. Verið virkur þátttakandi í sam- starfi heilbrigðisstétta. 8. AflaS sér aukinnar menntunar í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hjúkrunarstéttar- innar hverju sinni. 3. gr. Sameiginlegri stjórn skólanna er ætlað að auðvelda yfirsýn varðandi þróun hjúkrunarmenntunar í sam- ræmi við þörf þjóðfélagsins, efla samstarf, auðvelda verkaskiptingu og auka hagnýtingu fjármuna og starfskrafta skólanna. Níu manna stjórn getur reynst þung í vöfum, en til þess er ætlast, að hún annist aðeins ákvarSanir meiri háttar mála, og því er unnt að komast af með fáa fundi á hverju skólaári. Þátttaka nefndra aðila er nauðsynleg og lögð er áhersla á, að skólastjórar beggja skólanna hafi fulla hlutdeild í stjórnarstarfinu. 5. gr. Mikilvægt er að skólastjórar og kennarar hafi staðgóSa menntun í kennslu og stjórnsýslu. Reglugerðar- ákvæði um menntunarkröfur þeirra verða að breytast og aukast í sam- ræmi við þarfir skólanna. 7. gr. Val hinna einstöku greina og námsmagn í aðfaranámi er miðaS við að nemandi í hjúkrunarfræði hafi gott vald á íslenskri tungu, geti lesið fræðibækur og fagtímarit á ensku og dönsku og hafi næga þekk- ingu í stærðfræði, efnafræði og líf- fræði sem undirbúning að lífefna- fræði, lífeðlisfræði, lyfjafræði og fleiri námsgreinum. Gert er ráð fyrir að þessar kröfur um aðfaranám komi til framkvæmda í áföngum, þannig að settu marki verði náð eigi síðar en 5 árum eftir gildistöku laganna. Nauðsynlegt er að öll hjúkrunar- stéttin hljóti menntun á sama grund- velli og aðrar þær heilbrigðisstéttir, er annast álíka fræðileg og tækni- lega vandasöm störf. Þær stéttir eru m.a. tannlæknar, lyfjafræðingar, félagsráðgjafar og sjúkraþjálfarar. Nám þessara stétta hefir verið fært á háskólastig í þeim tilgangi að þær njóti betri menntunar og rannsókn- araðstöðu. VarSandi aðfaranámið skal vakin á því athygli, að líklegt er að Há- skóli íslands hverfi frá því að miða eingöngu við stúdentspróf sem inn- tökuskilyrði. 10. gr. ESlilegt er að hjúkrunarskólar starfi 9 mánuði á ári sem og aðrir skólar. Nemendur taki ekki laun, en eigi kost á námslánum og styrkjum til jafns við aðra. 138 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.