Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 44

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 44
Um getnaðarvarnir Kynfræðsludeild var opnuð í Heilsuverndarstöð Reykja- víkur í febrúar 1975 og var það nýjung í starfsemi stofn- unarinnar. Deildinni er ætlað að veita upplýsingar um getnaðarvarnir og útvegun á þeim, svo og læknisskoðun í því sambandi, einnig leiðbeiningar vegna kynlífsvandamála. Starfsfólk deildarinnar er: Tveir heilsuverndarhjúkrunar- fræðingar, ein Ijósmóðir og einn kvensjúkdómalæknir. Fyrsta hálfa árið var um eins konar tilraunastarfsemi að ræða og vann starfsfólkið í sjálfboðavinnu kauplaust. Þegar sýnt var að samborgararnir notfærðu sér þessa þjónustu, veittu borgaryfirvöld leyfi til að halda starfsem- inni áfram og hafa deildina opna einu sinni í viku, enda kveður svo á í lögum, að fólki skuli gefinn kostur á ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og fræðslu um notkun getnaðarvarna og útvegun á þeim. Deildin er til húsa í mæðradeild Heilsuverndarstöðvar- innar við Barónsstíg. Á vegum deildarinnar er gefinn út bæklingur sá, sem hér er kynntur. KYNFRÆÐSLUDEILD Eftirfarandi upplýsingar fjalla í stuttu máli um þær tegundir getnað- arvarna, sem völ er á í dag. Oryggi hverrar tegundar er reikn- að í fjölda þungana á 100 „konuár“, þ.e. reiknaðar eru út líkur á þung- un ef 100 konur/menn nota ákveðna tegund í 1 ár. Því færri þunganir, þeim mun öruggari er tegundin, sem notuð er. Hettan (Pessar) með sœðisdrepandi kremi. Kostir: Engar aukaverkanir. Lækn- ir tekur mál og ákveður stærð (nr.) hettunnar — og leiðbeinir konunni hvernig á að koma henni fyrir. Eng- in þörf á eftirliti, aðeins ný „mál- taka“ 6-8 vikum eftir hverja fæð- ingu. Okostir: Hettunni verður að koma fyrir í leggöngunum fyrir samfarir, mörgum finnst þetta hafa truflandi áhrif á eðlilegt kynlíf. Öryggi: 10 þunganir á hver 100 konuár. Smokkur (Condom) Kostir: Engar aukaverkanir. Eina getnaðarvörnin, sem til er fyrir karl- menn. Auðvelt í notkun og fæst a.m. k. í öllum lyfjabúðum. Mjög góð vörn gegn kynsjúkdómum. Okostir: Sömu og við notkun hett- unnar. Óryggi: 5 þunganir á hver 100 „konuár“. Sé notað sæðisdrepandi lyf með smokknum eykur það ör- yggíð. Lykkjan (Leglœg getnaðarvörn) Kostir: Ef ekki er af einhverjum ástæðum hægt að taka pilluna, má í flestum tilfellum nota lykkjuna. Ökostir: Læknir verður að setja lykkjuna upp í leg. Það verður að fylgjast reglulega með konunni (1 sinni á ári). Sumar tegundir endast aðeins ca. 114-2 ár og verður þá að skipta um og fá nýja. Öryggi: 2-3 þunganir á 100 „konu- ár“. Aukaverkanir: Auknar tíðablæðing- ar og/eða milliblæðingar eru mjög algengar fyrstu 3 mánuði eftir að lykkju hefur verið komið fyrir í leg- 166 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.