Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 47

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 47
WHO 25 ára Fulltrúar íslands á 26. jundi Evrópudeildar AlþjóðaheilbrigSisstofnunarinnar. Talið j. h. Ólajur Ólajsson landlœknir, Ingibjörg R. Magnúsdóttir hjúkrunarjrœðingur, Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri og Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra. 25 ára starfsafmæli Evrópusvæöis Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) var minnst í ár með 26. ársfundi samtakanna í Aþenu í Grikklandi 13.—19. sept. síðastlið- inn. Það eru nú alls 32 þjóðir í svæðasamtökum Evrópusvæðisins. Innan Alþjóðastofnunarinnar sker þetta svæði sig nokkuð úr fyrir gott heilbrigðisástand, sem er betra en annars staðar tíðkast. Þá greiða þess- ar 32 þjóðir samtals um 50% af heildarkostnaði Alþjóðasamtakanna, en til þess starfs sem unnið er á vegum svæða skrifstofu Evrópusvæð- isins í Kaupmannahöfn ganga aðeins um 5—6% af tekjum stofnunarinn- ar. Af þessu má sjá að Evrópusvæð- ið er fjárhagslega mjög veitandi gagnvart öðrum svæðum. Fjórir Islendingar tóku þátt í árs- fundinum, þau Matthías Bjarnason heilbrigðismálaráðherra, Páll Sig- urðsson ráðuneytisstjóri, Ólafur Ól- afsson landlæknir og Ingibjörg R. Magnúsdóttir hj úkrunarfræðingur, deildarstjóri. I upphafi fundarins hélt dr. H. Mahler, aðalframkvæmdastjóri WHO, ræðu sem nefndist Þróun heilbrigðismála í velferðarþjóðfélög- um. Lagði Mahler á það áherslu að þróun heilbrigðismála væri stjórn- málaleg og félagsleg þróun, og yrði að byrja með viðurkenningu á hin- um félagslega þætti heilbrigðinnar. Benti hann á að nauðsynlegt væri að tækniþróun í heilbrigðisþjónustu héldist í hendur við hina félagslegu þróun. Hvatti hann þjóðir Evrópu- svæðisins til að veita þróunarlöndun- um aðstoð til þess að byggja upp heilbrigðis- og félagsþj ónustu sína. Þá urðu miklar umræður um skýrslu framkvæmdastj óra Evrópu- svæðisins, Leo Kaprio. Sú skýrsla var afar víðfeðm og bar margt á góma í henni sem varðar heilbrigð- isástand á svæðinu. í framhaldi henn- ar voru gerðar ályktanir um fyrir- byggingu umferðarslysa, um fram- tíðarþátt svæðisskrifstofunnar í þró- un og samræmingu læknisfræðilegra rannsókna og rannsókna á heilbrigð- isþjónustu. Á hverjum ársfundi er fræðileg umræða um eitthvert tiltekið efni, og að þessu sinni var þessi umræða um hlutverk hjúkrunarstarfsliðs í heil- brigðisþjónustunni í næstu framtíð. Aðal niðurstaða umræðunnar varð sú að hjúkrunarfræðingar ættu í framtíðinni að fá ábyrgð, vald og tækifæri til að stjórna og þróa hjúkr- unarþætti heilbrigðisþjónustunnar og kennslu í hjúkrunarfræðum, og að hjúkrunarfræðingar ættu að vera þátttakendur í ákvarðanatöku á öll- um stigum stjórnunar heilbrigðis- þjónustunnar. Ákveðið var að 27. fundur svæð- isins yrði í Munchen á næsta ári og að umræða þar yrði um upplýsinga- Framh. á bls. 172. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 169
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.