Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 39

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 39
með þunnum plástri, sé sárið stærra er hægt að klippa ofan af þvagpoka sem tengdur er súrefninu. 10 1 per mín. af súrefni í eina klst. Eftir það er grisja með 40% glucose sett í sár- ið og höfð í fjóra tíma, því næst ?úr- efni í einn tíma. Eftir þessa meðferð eru lagðar á þurrar umhúðir og sjúklingurinn látinn hvíla sig til næsta dags. Daginn eftir sjáum við oft okkur til mikillar ánægju, að sárbarmarnir hafa dregist saman. Ef sjúklingurinn þolir að með- ferðin sé endurtekin daglega gerum við það, ef ekki þá annan hvern dag. Þá daga, sem hann fær ekki áður- nefnda meðferð, setjum við til skipt- is Dianabol krem og Vitapansmyrsl í sárið (Dianahol krem er vefsupp- byggjandi, og má ekki hlandast sam- an við önnur krem. Vitapansmyrsl inniheldur 4200 IE A-vítamín og græðir mjög vel). Þegar sárið er meðhöndlað verð- ur að gæta ýtrustu varkárni lil að eyðileggja ekki granulations vefinn. Til hreinsunar á umhverfi sársins og e. t. v. fyrst í stað sárið sjálft, notum við Benzalkoni upplausn 0,1% eða Pyrisept (1 %c, 1 prómill), en slíkir hreinsivökvar mega alls ekki koma í sárið sjálft, eftir að granulation er byrjuð. Sárbarma, sem byrjaðir eru að dragast saman, verður að með- höndla gætilega, því húðin er þunn og viðkvæm. Við notum Jecsderm- smyrsl. Það er mjög gott að smyrja því, og auk þess vatnsverjandi. Með þessari meðferð höfum við náð slíkum árangri að legusár er áð- ur virtust vonlaus, hafa náð að gróa. □ Kennarafundur i Munaðarnesi Framh. aj bls. 157. stæðingsins. Þeim mun ítarlegri skulu þær vera, sem hjúkrunarþörf- in er meiri. Eins og áður sagði er eðlilegast að hjúkrunarfræðingurinn geri hjúkr- unarskrá að mestu leyti um leið og hann tekur á móti skjólstæðingnum. Síðan gæti læknir lesið hana áður en hann skrifar sj úkraskýrslu og mundi þá vera hægt að komast hjá að marg- spyrja skjólstæðinginn um sömu at- riði. I þeim tilvikum, er skjólstæð- ingurinn liefur áður verið á sömu stofnun, er rétt að allar upplýsingar, sem stofnunin hefur um hann, liggi fyrir áður en hann kemur. Astæða er til að minna á að fara með allar upplýsingar sem trúnaðar- mál. 2. Mat árangurs - túlkun gagna Matið byggist á þeim upplýsingum, sem aflað hefur verið. Hafa verður i huga, að viðbótarupplýsingar geta breytt matinu. 3. Skráning vandamála - val verk- efna Hjúkrunarfræðingurinn leitast við að koma til móts við þær grundvall- arþarfir skjólstæðingsins, sem eru mest aðkallandi hverju sinni. 4. Markmiðsgerð Hjúkrunarfræðingurinn gætir þess að skjólstæöingurinn sé alltaf með í markmiðsgerð, sé hann fær um það. Það ýtir undir að hann fái upplýs- ingar um fyrirhugaða meðferð, hvet- ur hann til þátttöku í meðferðinni og auðveldar honum að koma auga á og e. t. v. gleðjast yfir árangrinum. Við markmiðsgerð skal taka tillit til á- kvarðana læknis um meðferö, til ann- arra starfsmanna og í mörgum tilfell- um fjölskyldu skjólstæðingsins. 5. Hjúkrunaráœtlun Áætlunin verður ekki gerð í eitt skipti fyrir öll, heldur er hún í stöð- ugri endurskoöun, með tilliti til þess á hvern hátt ástand skjólstæöingsins breytist, á meðan hann er í umsjá hjúkrunarfræðings. Tillögur til lausnar vandamálum miða að sjálf- sögðu að því að ná markmiðinu sem áður var sett. 6. Mat Matið ákvarðast af árangri meðferð- ar, að áliti fyrrnefndra aðila. Gréta Aðalsteinsdóttir, Lilja Oskarsdóttir, Sigþrúður Ingimundardóttir. Siþjálfun likamans Framh. af bls. 159. ur losað menn við innibyrgða reiði og aðrar bælingar. Máli skiptir að menn gleymi því ekki að þeir eru hreyfiverur, að þeir eru skapaðir með þann eiginleika að geta hreyft sig og erfiðaö og að þeir verða að gera hvoru tveggja ef lík- aminn á að halda reisn sinni og al- mennri starfshæfni. Krefji hið dag- lega líf manninn ekki um slíkar hreyfingar og erfiði verður hann að skammta sér hvort tveggja sjálfur á virkan hátt. I þeim efnum er úr mörgu að velja. Leikir og íþróttir bjóðast nú til dags í meira úrvali en nokkru sinni fyrr. Þó eru leikir og íþróttir ekki öllum að skapi. Þeir sem ekki hafa áhuga fyrir sundi, hlaupi, blaki, hniti, boltaleikjum eða öðru í þeim dúr, geta valið sér einfalt og ó- dýrt form líkamsþjálfunar ef þeir vilja: Göngur. Að ganga ákveðnar vegalengdir dag hvern er flestum til- tæk þjálfunaraðferð, en þá verður að gæta þess að ganga allhratt. Sam- tímis njóta menn góðs af útiveru. Menn eru í eðli sínu latir og ótrú- lega fúsir að taka áhættuna af ónógu líkamserfiði. Samt er ekki mikils krafist: Til þess að viðhalda dágóðri starfshæfni líffæra og líkamans í heild nægir 15-30 mínútna líkams- þjálfun á dag ef vel er unnið. Saman- lagt krefst þetta aðeins l%-3 klst. á viku. Q TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.