Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 27

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 27
Uppsagnir hjúkrunarfræðinga Um 80% hjúkrunarfræðinga á Borgarspítala (90% á Bsp í Fossvogi), 95% íslenskra fastráð- inna hjúkrunarfræðinga á Landakoti hafa sagt störfum sínum lausum frá og með 1. október 1976 og yfir 90% hjúkrunarfræðinga á Vífils- staðaspítala frá og með 15. október sl. Talið er víst að orsök þessara uppsagna sé óánægja með kjör, en í allt haust hefur verið ólga í röðum hjúkrunarfræðinga vegna niður- stöðu kjaranefndar. Borgarráð hefur nú framlengt uppsagnarfresti hjúkrunarfræðinga á Borgarspítala um þrjá mánuði. Lögfræðingur Landakotsspítala f. h. spítala- stjórnar hefur farið þess á leit að hjúkrunar- fræðingarnir vinni í 3 mánuði til viðbótar upp- sagnarfresti. Kjarasamningarnir sem gerðir voru á þessu ári gilda frá 1. júlí til 30. júní 1978 en heimilt er að segja þeim upp á miðju samningstímabilinu. Á nýafstöðnu þingi BSRB var einróma sam- þykkt að nota þessa heimild og munu því nýir kjarasamningar gilda frá 1. júlí 1977. Áfengisbölið Það er kunnugt, að margs konar böl og erfiðleik- ar stafa af áfengisneyslu og virðist það fara vax- andi bæði hér á landi og annars staðar. Vísindarannsóknir bæði austan hafs og vestan sýna, að tjón af áfengisneyslu stendur í réttu hlutfalli við neyslumagnið. Stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu vill með skírskotun til þessara staðreynda beina því til aðildarfélaga sinna, að þau hvert og eitt reyni að takast á við þennan vanda með aukinni festu. Það yrði mikill styrkur fyrir sambandið, ef þau ættu frumkvæði að því að flytja mál og til- lögur inn á þing þess eða senda stjórn þess á- bendingar, sem hægt væri að vinna úr og koma á framfæri við rétta aðila. Við getum ekki hvert og eitt unnið stórvirki en samstillt starf margra er vænlegra til árangurs í baráttunni gegn böli áfengisneyslunnar. Tökum því öll sem virkastan þátt í því að koma í veg fyrir að fólk ánetjist áfenginu og verði því að bráð. Ráðstefna í Finnlandi European Dialysis and Transplant Association og European Dialysis and Transplant Nurses Association gangast fyrir ráðstefnu í Helsingfors, Finnlandi dagana 31. maí til 3. júní 1977. Fundarefni: „Scientific sessions and poster presentations on dialysis, Transplantation and nephrology“. Ráðstefnan fer fram á ensku og frönsku. Nánari upplýsingar veitir: Congress Secretariat P. O. Box 263 SF 00171 Helsinki 17 Finland Phone: 90-659211/349 Alþjóðlegt þing í Þýskalandi „Organisationskomitee Internationale Fortbild- ungstage fur Krankenpflege“ vekur athygli á alþjóðlegu þingi fyrir hjúkrunarfræðinga sem haldið verður í Giessen V-Þýskalandi dagana 14.—16. apríl 1977 og fjallar um þróun í hjúkr- unarmenntun. í tilkynningu samtakanna segir: „Topics of this congress will be problems of social and psychiatric medicine, gastro-intesinal diseases, modern diagnostics and therapeutical methods of hematological diseases". Umræður munu að mestu fara fram á þýsku. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hjúkrunar- félags íslands. Tilkynning frá Nýja hjúkrunarskólanum Framhaldsnám í hjúkrunarfræðigreinum hefst að nýju í marsbyrjun 1977, í Nýja hjúkrunarskólan- um, Suðurlandsbraut 18, Reykjavík, ef næg þátt- taka fæst. Þetta er árs nám, sem skiptist í 9 mán- aða þóklegt nám, án launa og 3ja mánaða nám á sjúkradeildum. Námið er fyrst og fremst ætlað starfandi hjúkrunarfræðingum á lyflækninga- og handlækningadeildum og hjúkrunardeildum aldr- aðra. Æskilegt er að umsækjendur hafi minnst 1/2 árs starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, í síma 81045.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.