Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 20

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 20
kennarar námsbrautarinnar, tveir fulltrúar læknadeildar kosnir til tveggja ára í senn og einn fulltrúi háskólaráðs kosinn til sama tíma. Ennfremur fulltrúar stúdenta og fer um tölu þeirra eftir sömu reglum og gilda um setu stúdenta á deildarfundum. Stjórnin kýs formann úr sín- um hópi. 95. gr. Þegar háskólaráð eða deildarráð læknadeildar fjallar sérstaklega um málefni námsbrautarinnar skal boða formann námsbrautarstjórnar eða þann, sem hann kveð- ur til úr hópi stjórnarmanna á fund háskólaráðs eða deildarráðs og hefur hann þar fullt málfrelsi og tillögu- rétt. 96. gr. Námsbrautarstjórn gerir árlega áætlun um kennslu, húsnæðisþörf, rekstrarkostnað og þróun námsbrautar- inn. Námsbrautarstjórn fjallar um umsóknir um starf námsbrautarstjóra og fastra kennara. Námsbrautar- stjórn ræður stundakennara í samráði við námsbrautar- stjóra. 97. gr. Námsbrautarstjóri skal starfa við námsbrautina þar til minnst 3 fastir kennarar hafa verið ráðnir, eða annað verður ákveðið. Hann skipuleggur námið eins og það er ákveðið af námsbrautarstjórn. Hann ber ábyrgð á daglegri stjórn námsins, semur lestrar- og kennsluáætl- anir í samráði við kennara, samræmir námsefni, kennslu og próf, veitir nemendum leiðbeiningar og ráð- gjöf, skipuleggur og hefur eftirlit með prófum í sam- ráði við kennara og prófstjóra Háskóla lslands og hlut- ast til um að nemendur geti eftir atvikum átt aðild að rannsóknarverkefnum. Námsbrautarstjórn ákveður kennsluskyldu námsbrautarstj óra. 98. gr. Hjúkrunarfræði á námsbrautinni er fjögurra ára nám og lýkur með B. S.-gráðu í greininni. Hámarksnámstími er sex ár. Námsbrautarstjórn er heimilt að veita undan- þágu frá ákvæði þessu, ef sérstaklega stendur á. 99. gr. Námsbrautarstjórn ákvarðar vægi kennslugreina nema greinin sé tekin að öllu leyti á vegum annarrar deildar eða námsbrautar. Kennsla í hverri námsgrein er miðuð við það, að stúd- entar fái sem fyllsta yfirferð yfir hana áður en þeir skrá sig til prófs í greininni. Kennslan fer fram í fyrirlestr- um, samtölum, umræðuhópum, með sýningum og verk- legum æfingum. 100. gr. A vegum námsbrautarinnar eru kennd almenn hjúkrun- arfræði og sérgreinar hjúkrunar. Eftirtaldar námsgrein- ar og námsgreinaflokka skal sækja til deilda háskólans: 1. Efnafræði 6. Lífefnafræði 2. Félagsfræði 7. Lífeðlisfræði 3. Líffærafræði 8. Lyfjafræði 4. Sýkla- og ónæmisfræði 9. Meinafræði 5. Sálarfræði Leitast skal við að þau námskeið, sem sótt eru til deilda, séu sem mest sniðin við hæfi nemenda í hjúkr- unarfræðum. Sé þess ekki kostur skal efnt til sérstakra námskeiða. 101. gr. Um almenn ákvæði um próf vísast til 6. kafla reglu- gerðar Háskóla íslands. Prófað er í janúar, að vori og hausti. Haustpróf eru eingöngu upptöku- og sjúkrapróf og skal lokið fyrir 15. september. Námsbrautarstjórn getur þó ákveðið í samráði við kennara próf á öðrum tímum. Próf skulu vera skrifleg, verkleg eða munnleg eftir nánari ákvörðun námsbrautarstjórnar og í samráði við kennara. Prófa skal sem víðast úr námsefni. Stúdent skal ljúka námsefni 1. og 2. árs á þremur árum hið mesta. Námsbrautarstjórn er heimilt að veita undan- þágu frá þessu ákvæði, þegar sérstaklega stendur á. Einkunnir skal skrá í heilum og hálfum tölum frá 0- 10. Stúdent, sem nær ekki einkunn 5,0 á einhverju prófi, telst ekki hafa staðist það próf. 102. gr. Námsbraut í hjúkrunarfræðum er heimilt að standa fyr- ir námskeiðum til endurmenntunar eða framhalds- menntunar fyrir þá, sem lokið hafa prófi í greininni við háskóla eða sérskóla. Lokaord Ég hef stiklað á stóru, reynt að ná saman aðalatriðum. Margt er þó ósagt. Námsbraut í hjúkrunarfræði er enn að mótast. Mikið og vandasamt verk er framundan — hvernig til tekst er óséð. Eitt skulum við hafa í huga: Skóli er lífæð hverrar starfsgreinar. Á miklu veltur, að sú lífæð sé sterk og traust og slái í takt við tímann. 24. október 1976. Kennsluskrá námsbrautarinnar liggur frammi í skrif- stofu HFÍ fyrir þá, sem hafa hug á að kynna sér náms- efnið nánar. Ritstjóri. 146 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.