Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 9

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.12.1976, Blaðsíða 9
Betostölen Helsesportsenter. Samvinna norrænna hjúkrunarfræð- inga (SSN), sem hefur 108.000 hjúkrunarfræðinga innan sinna vé- handa, fjallaði á fulltrúafundi í Nor- egi dagana 21.-24. september 1976, um tillögur til alþjóðlegrar reglu- gerðar varðandi störf og kjör hjúkr- unarstarfsliðs, eins og þær lágu íyrir frá 61. þingi Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar (ILO) 1976. Fulltrúafundur SSN álítur að um- hyggja fyrir heilsu og heilbrigði sér- hvers einstaklings sé verkefni sem öllum sé viðkomandi. Þrátt fyrir mis- mun innan tæknilegrar þróunar, menningar- og félagslegra aðstæðna, f j árhagslegra og stjórnmálalegra kerfa, er það forsenda sérhvers ein- staklings til að öðlast persónulega þroska- og tjáningarmöguleika, að heilbrigði hans sjálfs og umhverfis hans sé sem best. Fulltrúafundur SSN álítur, að á- framhaldandi þróun heilbrigðismála sé m. a. háð ákvörðun um hjúkrun- arreglur og hæfni. Öryggi og lífskjör hjúkrunarstarfsliðs á við aðra laun- þega, eru grundvöllur að starfi þeirra við umönnun og hjúkrun sjúkra. Fulltrúafundur SSN vill þess vegna eindregið styðja tilraunir ILO til þess að móta alþjóða reglugerð sem felur í sér staðal fyrir hjúkrun- arstarfslið, innan heilbrigðisþjónust- unnar, þ. e. stöðu þess, menntun, skipulagningu, hæfniskröfur o. s. frv. SSN álítur að reglugerðin þurfi að vera þannig, að hún hafi bein á- hrif á ástandið í hverju einstöku landi. Þróunin í heiminum sýnir, svo eigi verður um villst, að ofbeldi, bæði líkamlegt og andlegt, fer vax- andi. Það er einnig vaxandi munur á lífskjörum fólks og högum í iðn- væddum löndum og þróunarlöndum, en það hefur í för með sér skort á þeirri hjúkrun og umönnun sem máli skiptir fyrir hvern einstakling. Vegna þessa, standa hjúkrunar- fræðingar andspænis siðfræðilegum, siðferðislegum og trúarlegum vanda- málum í sambandi við störf sín. Fulltrúafundur SSN álítur það hafa úrslitaþýðingu, að fulltrúar Norðurlanda á þingi ILO 1977, geri, í samvinnu við launþega, vinnuveit- endur og fulltrúa rikisstjórna, raun- verulegt átak til þess að ákveðinni og skýrri reglugerð verði komið á. Reglugerðin þarf að skapa grund- völl að bættri stöðlun hjúkrunar- starfsins og þá um leið að bæta úr misbrestum í heilbrigðisástandi hinna ýmsu landa. Hún þarf að tryggja það, að hjúkrunarstarfslið geti unnið störf sín í öryggi og í sam- ræmi við siðfræðilega, siðferðislega og trúarlega sannfæringu sína, og geti að jöfnu við aðra launþega unn- ið að eigin launa- og kjaramálum. Fulltrúafundur SSN hvetur öll fé- lagsbundin samtök til þess að leggja sig fram um að vinna að framgangi sameiginlegra markmiða í sambandi við undirbúning að framkvæmd þings ILO árið 1977. Frjáls vinnumarkaður Samþykkt varðandi Efnahagsbanda- lag Evrópu, sem danska hjúkrunar- félagið flutti tillögu um, en Danir eru eins og allir vita eina Norðurlanda- þjóðin innan EBE. Samvinna norrænna hjúkrunarfræð- inga (SSN), sem hefur 108.000 starf- andi hjúkrunarfræðinga innan sinna vébanda, ræddi tillögur að skipan varðandi frjálsan vinnumarkað hjúkrunarfræðinga innan Efnahags- bandalagslandanna (EBE) á fulltrúa- fundi í Noregi dagana 21.-24. sept- ember 1976. SSN hefur ávallt unnið að því að gera norrænum hjúkrunarfræðingum kleift að starfa hvar sem er innan Norðurlandanna. Þetta viðhorf á rót sína að rekja til þess nána sambands á sviði menningar-, menntunar- og félagsmála, sem ríkt hefur og ríkir milli Norðurlandanna. SSN vill ítreka að það óskar eftir því að þessi samvinna haldi áfram og styrkist í framtíðinni. SSN álítur það einnig æskilegt að hjúkrunarfræðingar frá EBE-lönd- unum fái samsvarandi frjálsræði við val á starfsstað innan EBE-landanna. Við álítum þó að það sé skilyrði, að um sé að ræða skýr ákvæði um TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.