Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Side 4
* fræðslumál
María Finnsdóttir, fræðslustjóri:
Umræða um
menntunarmál
Einn þeirra þátta sem ein-
kenna þjóðfélög á hverjum
tíma ersú menntun sem þjóð-
félagið veitir þegnum sínum.
Samfara aukinni velmegun
eykst menntun og menning á
hinum ýmsu sviðum.
Lítum á hjúkrunarmenntunina í
okkar landi í þessu ljósi. Eftir aö
Hjúkrunarskóli íslands var stofn-
aður 1931 og langþráðu takmarki
var náð með að fá menntunina
liingað heim, var ekki látið þar við
sitja. Hjúkrunarfræðingar héldu til
framhaldsnáms á erlenda grund.
Fyrstu hjúkrunarforstjórar Land-
spítalans og skólastjórar Hjúkrun-
arskólans sóttu framhaldsnám sín
til Bandaríkjanna. Þær skipulögðu
og stjórnuðu hjúkrunarnáminu frá
stofnun skólans. Varðandi sérhæf-
ingu var í fyrstu mest leitað til
Norðurlanda og Englands en einn-
ig vestur um haf. Byrjað var á sér-
hæfingu í geðhjúkrun og heilsu-
vernd. Próf frá viðkomandi
menntastofnun gaf sérfræðiréttind-
in. En baráttan fyrir framhalds-
námi hér heima var hafin. Nýi
hjúkrunarskólinn tók til starfa
1972. Hann var upphaflega stofn-
aður til að veita grunnnám í hjúkr-
un. En vegna þrýstingsfrá hjúkrun-
arfræðingum, hugsjóna skóla-
stjórans og starfi skólanefndar varð
hann að mestu framhaldsskóli er
veitti hjúkrunarfræðingum sér-
fræðinám.
Nýi hjúkrunarskólinn var mikil
lyftistöng fyrir hjúkrunarstarfið og
hjúkrunarfræðinga meðan hann
starfaði. Sú staðreynd að sérfræði-
nám sé mikilvægt fyrir hjúkrunar-
stéttina kemur greinilega fram hjá
Hamrik er hún vitnar í skrif Amer-
íska hjúkrunarfélagsins (ANA) frá
1980. „Sérhæfing (specialization)
er merki um framþróun innan
hjúkrunarstéttarinnar.“ Hún segir
ennfremur: „Við sérhæfingu er
þjappað saman völdu efni á sérsviði
hjúkrunar.“ Stefnumarkandi þættir
varðandi sérhæfingu eru bæði fé-
lagslegir og faglegir. Þau félagslegu
öfl, sem haft hafa áhrif á aukna sér-
hæfingu, eru meðal annars aukin
og margslungin þekking og tækni. í
dag gerir samfélagið kröfur um að
hjúkrunarfræðingar hafi þessa
þekkingu og tækni á valdi sínu.
Hamrik gerir greinarmun á sérhæf-
ingu (specialization) í hinum ýmsu
greinum hjúkrunar og klinísku
námi er leiðir til meistaragráðu
(master) (2).
Hér á landi hefur þróunin fylgt
tímanum. Lögð hefur verið áhersla
á að mæta námsþörfum hjúkrunar-
fræðinga, kröfum samfélagsins um
þekkingu og færni og þörfum heil-
brigðisþjónustunnar um sérfræði-
þekkingu á hinum ýmsu sviðum
hjúkrunar.
Tilgangur Hjúkrunarfélags ís-
lands með því að gangast fyrir því
að Nýi hjúkrunarskólinn hætti
störfum var að sameina hjúkrunar-
fræðinga í námi og starfi. Ekki þótti
við hæfi að framhaldsnám væri á
öðru skólastigi en grunnnámið.
Það nám, sem í boði verður fram-
vegis, verður fyrir alla hjúkrunar-
fræðinga. Hjúkrunarfélag íslands
vill beita sér fyrir því að framhalds-
leiðin verði sterk eining innan
námsbrautarinnar. Til þess að ná
því markmiði hefur félagið haft á
stefnuskrá sinni frá upphafi þessar-
ar umræðu eftirfarandi atriði: Þau
fjögur stöðugildi kennara, sem
færðust úr Nýja hjúkrunarskólan-
um inn á námsbraut í hjúkrunar-
fræði, verða nýtt fyrir framhalds-
leiðina og þeir kennarar, sem þang-
að verða ráðnir, myndi
framkvæmdastjórn sem sjái um
daglegan rekstur en starfi í samráði
við námsbrautarstjórn. Einn af
fastráðnum kennurum sé kennslu-
stjóri sem hafi yfirumsjón með og
taki þátt í að móta þessa nýju náms-
leið á meðan hún er að vinna sér
fastan sess innan námsbrautarinn-
ar. Akveðinn hluti af skrifstofuhús-
næði námsbrautarinnar verði að-
setur framhalds- viðbótar- og end-
urmenntunar hjúkrunarfræðinga.
Sérstakt fjármagn, samkvæmt
fjárhagsáætlun innan fjárveitingar
námsbrautarinnar verði ætlað þess-
um þætti svo ljóst sé hverju sinni
hvers vænta má. Það hefur nú kom-
ið í ljós að það fjármagn, sem veitt
hefur verið til framhaldsnámsins í
Nýja hjúkrunarskólanum, hefur
ekki skilað sér inn í námsbrautina.
Það er því hlutverk okkar allra að
vinna að því að réttur okkar til
áframhaldandi náms sé ekki skert-
ur á þennan hátt.
Menntamálaráðuneytið skipaði
4 HJÚKRUN 14—67. árgangur