Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 7
* fræðslumál
Heilbrigðisráðuneytinu fengust
þær upplýsingar að hjúkrunarráð
hefði á undanförnum árum veitt
649 sérfræðileyfi.
Nú eru íslenskir hjúkrunarfræð-
ingar með M.S. gráðu 45 og nokkr-
ireru í námi erlendis. Einn íslensk-
ur hjúkrunarfræðingur hefur lokið
doktorsnámi í næringarfræði og
a.m.k. fimm stefna að doktors-
gráðu í hjúkrun. Hópurinn er því
margskiptur og þarfirnar fyrir nám
ólíkar.
Samstcirf við
hjúkrunarfrœðinga
1. Ýmsir samstarfsaðilar. Til
þess að tryggja að þeir, er tengjast
menntun hjúkrunarfræðinga með
einhverjum hætti, hafi tækifæri til
að láta álit sitt í ljós hefur verið haft
samráð við fjölda aðila, einstakl-
inga og hópa. Skal þar fyrst nefna
gott samstarf við formenn hjúkrun-
arfélaganna og formenn mennta-
nefnda þeirra, sem hafa verið ötul-
ar að miðla upplýsingum og hug-
myndum. Setnir hafa verið fundir
með menntanefndum eftir þörfum
og hafa þeir verið boðaðir bæði að
frumkvæði greinarhöfundar og
nefndarmanna. Mætt hefur verið á
fulltrúafund HFÍ og félagsfund
FHH til að ræða menntunarmál og
„staðan“ kynnt.
Boðað var til fundar allra ís-
lenskra hjúkrunarfræðinga, er lok-
ið hafa meistaragráðu erlendis, og
var fundarefnið viðbótar- og end-
urmenntun. Þessi liópur vinnur nú
að skilgreiningu sérfræðiþekkingar
með tilliti til breyttra aðstæðna.
Fyrrverandi kennarar Nýja
hjúkrunarskólans voru kallaðir
saman til að fjalla um val á við-
fangsefnum og uppbyggingu við-
bótarnáms.
Þá liafa þættir. er tengjast við-
bótar- og endurmenntun, verið
teknir til umræðu á fundum Hjúkr-
unarráðs og tók undirrituð þar þátt
1 fundi um sérfræðileyfi. Samstarfs-
hópur um hjúkrunarmál, sem hitt-
ist í heilbrigðisráðuneytinu, boðaði
til fundar um menntunarmál og sér-
fræðileyfi og var þar gerð grein fyrir
undirbúningsvinnu vegna stefnu-
mótunar.
Fundað hefur verið með for-
mönnum og/eða stjórn allmargra
sérgreinafélaga í HFÍ og er ætlunin
að tala við sem flesta þeirra. Á
þessum fundum hefur verið leitað
eftir hugmyndum um skipulag á
námi til klínískrar sérhæfingar og
óskað eftir tillögum þar að lútandi.
Rætt hefur verið formlega eða óf-
ormlega við flesta kennara við
námsbraut í hjúkrunarfræði um
skoðanir þeirra á viðbótarmenntun
og ýmsir þættir málsins teknir upp á
kennarafundum og á námsbrautar-
stjórnarfundum. Fundað hefur
verið með forstöðumanni heil-
brigðisdeildar Háskólans á Akur-
eyri, en náin samvinna er að sjálf-
sögðu við formann stjórnar náms-
brautar í hjúkrunarfræði. Þá hefur
verið leitað samstarfs við ýmsa er
vinna að þróun framhaldsmennt-
unar á háskólastigi hérlendis bæði í
Háskóla íslands og í öðrum skól-
um. Fjöldi einstaklinga hefur kom-
ið skoðunum sínum á framfæri með
símtölum og heimsóknum.
Þessi upptalning á helstu sam-
starfsaðilum er sett fram til að gefa
vísbendingu um hve víðtæks sam-
starfs hefur verið leitað en við gerð
tillögu til stefnumótunar eru við-
horf fjölmargra lögð til grundvall-
ar.
Formlegt samstarf.Lagðar voru
fram tillögur í námsbrautarstjórn
um stofnun ráðgjafanefndar fyrir
viðbótar- og endurmenntun hjúkr-
unarfræðinga. Kveðið var á um
starfssvið og skipun nefndarmanna
í tillögunum og voru þær samþykkt-
ar í námsbrautarstjórn. Ráðgjafar-
nefndin á sér ekki hliðstæðu í Há-
skóla íslands, en henni er ætlað að
tryggja að hjúkrunarfræðingar í
báðum félögunum hafi tækifæri til
að fylgjast með og hafa áhrif á þró-
un menntunarmála.
í nefndinni eiga sæti formenn
hjúkrunarfélaganna, formenn
menntanefnda þeirra og fulltrúar
hjúkrunarstjórnenda, fulltrúi
hjúkrunarfræðslustjóra og tveir
kennarar við námsbraut í hjúkrun-
arfræði. Er annar þeirra, Hildur
Sigurðardóttir, formaður nefndar-
innar. Nefndin hefur tekið til starfa
og verður væntanlega góður vett-
vangur umræðu.
Tengsl við
hjúkrunarfrœðinga
erlendis
Samvinnu hefur verið leitað við
hjúkrunarfræðinga erlendis í
þrennum tilgangi:
1. Upplýsingar. Skrifað var til
stjórna hjúkrunarfélaga á Norður-
löndum og í Bretlandi og lagðar
fyrir þær spurningar um viðhorf og
stefnu félaganna í menntunarmál-
um.
Svör hafa borist frá Noregi, Dan-
mörku og Svíþjóð, en svara er enn
vænst frá hinum. Þá var yfirmanni
hjúkrunar hjá Evrópudeild WHO í
Kaupmannahöfn, Dr. Stussi skrif-
að og óskað upplýsinga um þróun
viðbótar- og endurmenntunar
hjúkrunarfræðinga í Evrópu. Nú
hefur borist ítarleg úttekt frá WHO
fyrir fjölmörg lönd og er þar um
gagnlegar upplýsingar að ræða fyrir
íslenska hjúkrunarfræðinga. Mikil-
vægt er að fylgjast með þróuninni í
Evrópu nú á tímurn aukinnar sam-
vinnu og opnari vinnumarkaðar.
Upplýsingaskrifstofa Háskóla Is-
lands fyrir nám erlendis hefur að
beiðni undirritaðar aflað mikilla
upplýsinga um hjúkrunarnám á
Norðurlöndum og liggja því þar
fyrir margvíslegar upplýsingar um
nám sem fram fer á vegum hefð-
bundinna menntastofnana.
2. Ráðgjöf. Dr. Joanne Comi
McCloskey, forstöðumaður dokt-
orsnáms við University of Iowa í
Iowa City verður hér á ferð í mars.
Hún mun funda með kennurum
námsbrautarinnar vegna viðbótar-
ogendurmenntunar. Dr. McClosk-
ey hefur fjallað mikið um menntun-
armál hjúkrunarfræðinga í skrifum
HJÚKRUN '/„-67. árgangur 7