Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Page 13
lokið hafa sérnámi í Nýja hjúkrunarskólanum eða sam-
bærilegu námi erlendis frá fái enn frekari styttingu á
náminu. Þá hefur verið rætt um að nemendur taki
a.m.k. 14 einingar af valnámskeiðum í kjarna. Gert er
ráð fyrir að hjúkrunarnámskeið séu sérskipulögð en
aðrar námsgreinar séu teknar með nemendum í hinni
hefðbundnu 4 ára námsleið. Hægt er að ljúka náminu á
allt að 6 árum.
Sérskipulagt B.S. nám fyrir
hjúkrunarfræðinga — Námskrá:
*Hjúkrun sem fræðigrein 3 ein.
*Sjálfstæð meðferðarform í hjúkrun 4 ein.
Heimspekileg forspjallsvísindi 3 ein.
Lífeðlisfræði 5 ein.
Tölfræði 2 ein.
Rannsóknir í hjúkrun 3 ein.
Heilsugæsla 6 ein.
Kennsla og fræðsla í hjúkrun 5 ein.
*Hjúkrun I (einstaklingsverkefni) 2 ein.
*Hjúkrun II (einstaklingsverkefni) 2 ein.
Stjórnunarfræði 3 ein.
Rannsóknir í hjúkrun — Lokaverkefni 3 ein.
Valgreinar 19 ein.
*Sérskipulögð námskeið
Valnámskeið í kjarna:
02.03.05 Félagsfræði I ................... 3 ein.
02.03.15 Efnafræði ....................... 3 ein.
02.03.28 Sálarfræði....................... 3 ein.
02.03.02 Líffærafræði..................... 4ein.
02.03.03 Frumulíffr., vefjafr. og lífefnafr. 5 ein.
02.03.06 Félagsfræði II................... 3 ein.
02.03.14 Almenn örverufræði .............. 2 ein.
02.03.20 Fósturfræði...................... 2 ein.
02.03.23 Vöxtur og þroski barna og ungl. 3 ein.
02.03.25 Lyfjafræði....................... 4ein.
02.03.27 Sýkla-og ónæmisfræði ............ 3ein.
02.03.35 Heilbrigðisfræði og faraldsfræði 3ein.
02.03.36 Næringarfræði ................... 2 ein.
40 ein.
Valnámskeið utan kjarna:
02.03.26 Meinafræði.................... 4 ein.
02.03.34 Fæðingarfræði ................ 2 ein.
02.03.31 Handlæknisfræði .............. 3 ein.
02.03.32 Lyflæknisfræði................ 3 ein.
02.03.30 Barnasjúkdómar ............... 2 ein.
02.03.40 Geðsjúkdómafræði ............. 2 ein.
16 ein.
Námskeiðslýsingar sérskipulagðra
námskeiða:
Hjúkrun sem fræðigrein. 3 ein. H (20 F 30U 12Æ)
Fjallað verður um grundvallarhugtök hjúkrunar sem
fræðigreinar. Fyrirlestrar eru valdir í samráði við nem-
endur að einhverju leyti. Hjúkrunarkennarar setja
fram þau þemu, sem tilheyra fagmennsku í hjúkrun, og
vinna með 6-8 manna hóp að því að kryfja þau til
mergjar. Dæmi um hugtök og viðfangsefni: Fagleg fé-
lagsmótun; Hjúkrunarkenningar; Hjúkrunarsaga;
Heilsuferlið- heilbrigði; íslenska heilbrigðisþjónustan;
Hjúkrunarferlið; Tjáskipti; Mannleg samskifti;
Tengslamyndun í starfi hjúkrunarfræðinga; Fagleg
umhyggja; Að gæta réttar skjólstæðinga; Áhrif hjúkr-
unarfræðinga (í starfi, í þjóðfélaginu); Framtíðarsýn í
hjúkrun. Einnig kæmu til greina önnur þau hugtök og
viðfangsefni sem kennarar myndu vilja vinna með
hópnum að. Þetta er nokkurs konar inngangsnámskeið
í þessarri sérskipulögðu námsleið og lögð áhersla á,
lestur fagtímarita, fagleg greinaskrif og annað er varð-
ar fræðileg vinnubrögð í háskóla.
Námsefni: Tímaritsgreinar og bókakaflar.
Námsmat: Einstaklingsritgerð, (lein.) um sjálfval-
ið efni á sviði fagmennsku í hjúkrun.
Hópverkefni (4 nem.), (2 ein.) um þema
tengt hópumræðutímum.
Sjálfstæð meðferðaform í hjúkrun 4 ein. V (36F 20U
12Æ)
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. í fyrri hlutanum
verða skoðaðar ólíkar grundvallarhugmyndir varðandi
hvernig litið er á skjólstæðinga/sjúklinga sem mann-
eskjur og í tengslum við það verði gert mat á þörfum
ákveðins sjúklingahóps sem nemendur velja sér (1.5
ein.). Lögð verður áhersla á einstaklingsbundna upp-
lifun skjólstæðinga af sjúkdómum/fötlunum/missi og
það hvernig heilbrigðisþjónustan kemur til móts við
þarfir tengdar slíkri upplifun. í síðari hlutanum skoða
nemendur viðeigandi hjúkrunarmeðferðir fyrir þann
sjúklingahóp, sem þeir hafa valið sér, og semja áætlun
um hvernig best verði komið til móts við sjúklingana
(2.5 ein.). Dæmi um hugtök/hjúkrunarmeðferðir sem
lögð verður áhersla á eru: Umhyggja, streita og streitu-
viðbrögð, heilbrigðisfræðsla, ýmis form slökunar,
ýmsar aðferðir við þróun meðferðarsambands, verkir,
ógleði, svefnleysi, andþyngsli, skert hreyfigeta og
sjálfsvirðing.
Námsefni: Tímaritsgreinar og bókakaflar.
Námsmat: Tvær einstaklingsritgerðir : 1.5 ein. og 2.5
ein.
HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 13