Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Page 17
* fræðslumál
tilhliðranir fyrir hjúkrunarfræðinga innan hefðbundins
4 ára náms til B.S. gráðu og 15% (49 háskólar) voru
eingöngu með B.S. nám fyrir hjúkrunarfræðinga. Við
samanburð kom í ljós að þar sem eingöngu var sér-
skipulagt B.S. nám fyrir hjúkrunarfræðinga var mun
meiri áhersla á hjúkrunarnámskeið og mun meiri tími
sem ætlaður var í hjúkrun.
Hvers vegna fara hjúkrunarfræðingar í B.S.
nám?
I erindi sem Marga Thome (1989), dósent í hjúkrun-
arfræði við Háskóla íslands, hélt á ráðstefnu um há-
skólanánt í hjúkrunarfræði — Við byggjum brú — í
menntunarmálum hjúkrunarfræðinga, sagði hún m.a.
„Með þessu erindi ætlaði ég að vekja athygli á ýmsum
kostum háskólanáms í hjúkrunarfræði. Tæmandi svar
við upphaflegu spurningunni („Hvers vegna háskóla-
nám fyrir útskrifaða hjúkrunarfræðinga?“) mun
reynslan ein veita. Hver og einn gæti því spurt sig: Af
hverju ekki háskólanám fyrir útskrifaða hjúkrunar-
fræðinga". (bls. 8).
En livað er það sem knýr svo marga hjúkrunarfræð-
inga í meira nám? Athugun Fotos (1987) bendir til þess
að áhugi á aukinni þekkingu sé þar einna efstur á lista,
þá nefndu hjúkrunarfræðingar einnig það „að fá betri
innsýn inn í mannleg tengsl", „að auka gæði þeirrar
hjúkrunar sem ég veiti“, „að halda mér við faglega“,
„að læra eitthvað nýtt“ og „að ná lengra í starfi“.
Hillsmith (1978) sendi spurningalista til 119 hjúkr-
unarfræðinga í B.S. námi. Alls svöruðu 76 eða um
64%. Þegar þessir hjúkrunarfræðingar voru spurðir
hvers vegna þeir hefðu farið í B.S. nám svöruðu flestir,
eða 84%, að það væri vegna persónulegs námsáhuga.
Ýmsir nefndu einnig betri atvinnumöguleika, aukna
faglega færni og að þá langaði að skipta um starf. Að
lokum voru all nokkrir hjúkrunarfræðingar, sem ætl-
uðu sér í masters nám. Thurber (1988) hefur meðal
annarra lagt áherslu á að fyrir þá sem ætla sér áfram í
masters nám sé mikilvægt að hanna sérstaka BS-MS
námsleið þar sem nemendur séu markvisst búnir undir
masters námið. Þetta hafa nokkrir háskólar þegar gert.
Hverjir vilja fara í sérskipulagt B.S. nám?
Þegar ég spurði í könnun minni þá sem hefðu hug á
að fara í slíkt sérskipulagt B.S. nám um útskriftarár frá
HSÍ kom eftirfarandi í Ijós:
1956-’60: 2 hjúkrunarfræðingar
1961-’65: 5 “
1966-70: 7 “
1971-75: 17 “
1976-’80: 19 “
1981-’86: 22 “
Alls höfðu 18 hjúkrunarfræðingar lokið námi frá
Nýja hjúkrunarskólanum; 4 í geðhjúkrun, 1 í gjör-
gæsluhjúkrun, 2 í hand- og lyflækningahjúkrun, 4 í
heilsugæsluhjúkrun, 1 í skurðhjúkrun, 2 í svæfinga-
hjúkrun, 1 í öldrunarhjúkrun og 3 höfðu lokið hjúkrun-
arnámi fyrir ljósmæður. Alls höfðu 7 lokið ljósmæðr-
anámi frá LMSÍ. Einn hjúkrunarfræðingur hafði lokið
hjúkrunarnámi erlendis og 2 höfðu lokið sérnámi er-
lendis. Búseta: 41 var úr Reykjavík, 22 á Stór-Reykja-
víkursvæðinu en utan Reykjavíkur, 17 voru búsettir úti
á landi, sem þýðir oftast auka álag á nemendur, sér-
staklega þegar um er að ræða konur með börn.
Samantekt og lokaorð
Ég hef í þessari grein fjallað um sérskipulagt B.S.
nám fyrir hjúkrunarfræðinga. Rakið þróun þeirra mála
bæði hérlendis og erlendis og að lokum fjallað um
námstilhögun í slíkri námsleið. Eins og fram kemur í
greininni á hið sérskipulagða B.S. nám sér langan að-
draganda eða allt frá árinu 1973 þegar háskólanám í
hjúkrun hófst hér á landi. Allt frá jDeim tíma hefur HFÍ
lagt á það áherslu að þessi námsmöguleiki standi hjúkr-
unarfræðingum sem þess óska til boða eins og tíðkast
erlendis. Þegar litið er á þróun þessara mála erlendis
kemur í ljós að í Bandaríkjunum hefur sókn hjúkrunar-
fræðinga í B.S. nám stóraukist. Þótt margir þættir
hvetji fólk í nám virðist þó einkum um persónulegan
námsáhuga að ræða.
Það er einlæg von mín að tekist hafi að skipuleggja
B.S. nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem standi fyllilega
undir nafni, sé krefjandi og skemmtilegt og væntanleg-
ir nemendur geti verið stoltir af. Ég vil að hjúkrunar-
fræðingar fái þar með tækifæri til að bæta við þekkingu
sína á hjúkrun og skyldum greinum og geti jafnframt
notið þess að vera í námi. Ég held að það sé fátt sem
geti sameinað okkur hjúkrunarfræðinga meira en það.
Að lokum vil ég gefa hjúkrunarfræðingum, sem ætla
sér í þetta nám orðið en þeir voru spurðir hvers vegna
þeir veldu sér þennan námsmöguleika:
„Vegna mikillar framþróunar í hjúkrun er mikil-
vægt að bæta við þekkingu sína og ég tel sérskipu-
lagt B.S. nám góða leið til þess.“
„Ég vil gjarnan bæta við þekkingu mína í hjúkrun
og hefði gjarnan viljað að ég hefði farið í H.í. á
sínum tíma. Nú fæ ég tækifæri til þess.“
„Mér finnst þetta sérskipulagða B.S. nám spenn-
andi viðfangsefni.“
„Ég vil víkka sýn mína bæði inná við og útá við
gagnvart faginu.“
HJÚKRUN 7,-67. árgangur 17