Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Qupperneq 25
LAUSAR STOÐUR
LANDSPÍTALTNN
Geðdeild Landspítalans
Hjúkrunarfræðingar! Við þurfum mjög á vinnu-
framlagi ykkar að halda. Á undanförnum árum
hafa orðið miklar breytingar á húsakosti og allri
aðstöðu á geðdeild Landspítalans, allt frá bráða-
móttöku til endurhæfingar. Möguleiki er á fullu
starfi eða hlutastarfi, jafnvel sveigjanlegum
vinnutíma.
Boðið er upp á skipulagða starfsaðlögun. Sækja
má um húsnæði og barnaheimili.
Upplýsingar gefnar hjá hjúkrunarforstjóra í síma
602600.
LANDSPÍTALINN
Hjúkrunarfræðingar!
Lausar stöður á almennu hjúkrunarsviði.
Um er að ræða stjórnunarstöður; stöður hjúkrun-
arstjóra, hjúkrunardeildarstjóra og aðstoðar-
hjúkrunardeildarstjóra, K-1 og K-ll stöður. Éinnig
stöður hjúkrunarfræðinga, fullt starf eða hluta-
starf, vaktavinnu, dagvinnu eða fastar næturvakt-
ir.
Boðið er upp á:
■ Einstaklingshæfða starfsaðlögun með leiðbein-
anda. - Sveigjanlegt vaktafyrirkomulag. - Víða
unnin 3ja hver helgi. - Góð tækifæri til símenntun-
ar. - Ýmsar nýjungar eru á döfinni, s.s. frammist-
öðumat, sem er að hefjast á öllum deildum.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu hjúkrunarfor-
stjóra eða hjá viðkomandi hjúkrunarframkvæmd-
astjórum í síma 601300.
SJÚKRAHÚSIÐ SEYÐISFIRÐI
Sjúkrahúsið á Seyðisfirði óskar eftir að ráða tvo
hjúkrunarfræðinga til starfa og hjúkrunarfræð-
inga til sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
97-21406.
Ágætu hjúkrunarfræðingar!
Á Borgarspítalanum eru miklir möguleikar fyrir
hjúkrunarfræðinga til þroska í starfi vegna fjöl-
breyttra viðfangsefna, hvatningar og tækifæra til
símenntunar.
Einnig styrkir spítalinn hjúkrunarfræðinga sína
með ýmsu móti. Má þar nefna:
* klíníska sérfræðinga í hjúkrun, sem m.a. eru til
ráðgjafar varðandi hjúkrun sjúklinga með flókin
hjúkrunarvandamál;
* fagbókasafn, þar sem bókasafnsfræðingur
annast upplýsingaöflun samkvæmt óskum
starfsfólks;
* hjúkrunarfræðsludeild, sem býður upp á fjöl-
þætta möguleika til símenntunar og ýmiss konar
faglega ráðgjöf;
* sjúklingaflokkun, þar sem fylgst er með hjúkru-
anrálagi deilda.
Hjúkrunarfræðingar á Borgarspítala hafa frum-
kvæði að fjölmörgum faglegum verkefnum, t.d.
fræðslu fyrir sjúklinga og starfsfólk, skráningu
hjúkrunar og fleiru. Þannig gefst þeim tækifæri til
að hafa áhrif á þróun hjúkrunar. Einnig er
kennsla, ráðgjöf og þátttaka í rannsóknum vax-
andi þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga.
Nú þegar eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga á
hinum ýmsu deildum spítalans. Verið velkomin
og leitið frekari upplýsinga hjá Ernu Einarsdóttur
hjúkrunarframkvæmdastjóra í síma 696356.
SJÚKRAHÚSIÐ Á HÚSAVÍK SF.
Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar og til sum-
arafleysinga.
Ljósmóðir óskast til sumarafleysinga.
Hringið og kannið málið.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-
41333.
SJÚKRAHÚS AKRANESS
Hjúkrunarfræðinga vantar á lyflækningadeild og
handlækningadeild. Einnig vantar hjúkrunar-
fræðinga til sumarafleysinga á legudeild og
skiptistofu.
Vinnuaðstaða er mjög góð og starfsandinn
einnig.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma
93-12311.
HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 25