Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 30

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 30
* fræðslumál Háskólanám í Bretlandi Marga Thome, dósent við námsbraut í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands svarar spurningum um nám sitt í Bretlandi Meðal Evrópulanda hefur Bret- land lengsta reynslu af háskóla- námi fyrir hjúkrunarfræðinga. Par er hægt að stunda nám á mismun- andi stigum, t.d. til B.S. (Bachelor of Science) eða B.A. (Bachelor of Arts) gráðu og M.S. (Master of Science) eða Pli.D (Doctor of Phi- losophy) gráðu. Boðið er upp á nám til B.S. eða B.A. gráðu við flesta breska háskóla, colleges eða tækniháskóla (polytechnics). Einn- ig er boðið upp á slíkt nám fyrir hjúkrunarfræðinga sem hafa hjúkr- unarpróf eftir þriggja ára nám á framhaldsskólastigi. Námslengd fyrir þá er misjöfn eftir skólum en ekki styttri en 3 ár og ekki lengri en 4 ár. Sumir skólar viðurkenna nám- skeið, sem nemendur hafa lokið prófi í við opinn háskóla (Open University), til styttingar námstím- ans. Inntökuskilyrði í slíkt nám eru tvenns konar: 1. Hjúkrunarpróf. 2. Hæfileikar til að stunda háskóla- nám (sem er metið af kennurum viðkomandi skóla). Upplýsingar um hvernig matið fari fram veitir hvereinstakurskóli. Það samagild- ir venjulega fyrir nám til hærri gráðu. Nemandi, sem ætlar sér að stunda nám í Bretlandi, ætti að sækja um skólavist a.m.k. einu ári áður en ætlunin er að námið hefjist vegna takmarkaðs nemendafjölda í sum námskeið og vegna fyrirhafn- ar, sem fylgir umsókninni (t.d. þarf að útvega vottorð um enskukunn- áttu og hjúkrunarleyfi). Nemendur og fjölskyldumeðlimir þeirra geta ekki fengið atvinnuleyfi í Bretlandi í dag og þarf því að tryggja fjárhags- lega afkomu áður en lagt er af stað. Skólagjöldin eru há en mishá eftir skólum og námsstigum. Boðið er upp á nám til M.S. gráðu við háskóla í Manchester, Edinborg og London. Tvær leiðir eru til að öðlast þessa gráðu: „Að- ferð 1“ og „Aðferð 2“. Fyrri aðferð- in felst í skipulögðu námi og fram- kvæmir nemandi smá rannsókn sem lokaverkefni. Síðari leiðin felst í því að vinna að rannsókn ein- göngu. Námslengd er 1-2 ár, eftir því hvaða leið er valin. Fyrri að- ferðin veitir breiðari þekkingar- grunn á öllum eða einu sviði hjúkr- unarsviðs (klínik, kennslu, stjórn- un, rannsóknum) á meðan seinni aðferðin veitir meiri sérþekkingu á einu starfssviði auk lengri þjálfunar í rannsóknarvinnu. Sumir háskólar veita hjúkrunarfræðingum með há- skólanám í allt annarri fræðigrein (t.d. jarðfræði) aðgang að masters- námi í hjúkrunarfræði. Einnig veita sumir skólar hjúkrunarfræðingum með sérstakan starfsferil að baki aðgang að slíku námi, án þess að þeir hafi B.S. eða B.A. gráðu í hjúkrunarfræði. Mat slíkra nem- enda er einstaklingsbundið, eins og áður segir. Nám til doktorsgráðu (Ph.D) er fólgið í því að vinna að rannsókn. Námið tekur 3-5 ár. Skólar, sem bjóða upp á nám til M.S. gráðu, bjóða oftast upp á nám til Ph.D. gráðu. Doktorsnám í Bretlandi krefst mjög sjálfstæðra vinnubragða af nemanda og er yfir- leitt ekki skipulagt fyrir hann, eins og gerist í Bandaríkjunum. Hann þarf því sjálfur að ákveða hvaða námskeið hann tekur í tengslum við sína rannsókn. Oftast gilda ákveðnar reglur um hve oft nem- andi ræðir við leiðbeinanda sinn (supervisor) og um viðveru í skól- anum. Háskólanám í hjúkrunarfræði við Department of Nursing Studies, University of Man- chester árin 1975-1977 Árin 1975-’77 stundaði ég há- skólanám í hjúkrunarfræði við há- skólann í Manchester. Ástæðan fyrir því að ég fór í þetta nám tengd- ist flutningi mínum frá Þýskalandi til íslands árið 1973 og stofnun námsbrautar í hjúkrunarfræði á sama ári. Ég var hjúkrunarfræðing- ur, ljósmóðir og hjúkrunarkennari fyrir en skorti þekkingu til að kenna hjúkrunarfræði í háskóla. Auk þess hafði mér fundist að hjúkrunarnám, án tillits til náms- stigs, byði okkur ekki upp á tæki- færi og þjálfun til að þróa sjálfstætt þekkinguna sem starfið okkar ætti að byggja á. Pví ákvað ég að not- færa mér tækifæri til háskólanáms og sjá til hvort það mundi bæta hér ur. Fyrra prófið, sem ég lauk, var 30 HJÚKRUN 'A—67. árgangur

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.