Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 36
Hannes Guðmundsson framkvæmdastjóri;
N ey ðarhnappurinn
Inngangur
Prátt fyrir að um 500 einstak-
lingar beri neyðarhnapp í dag þá
eru ótrúlega margir sem ekki
þekkja til hans. Þeim fer fjölgandi
innan heilbriðisstétta sem sýnt
hafa áhuga á að vita meira um
hnappinn. Það er von mín að þessi
grein megi varpa frekara Ijósi á
hnappinn og svari þeim spurning-
um sem kunna að hafa vaknað. Ef
einhver vill fá frekari vitneskju um
hnappinn þá má nálgast hana hjá
Securitas hf.
Neyðarhnappurinn — yfirlit
Upphaf neyðarhnappa á Islandi
má rekja til þess að aðstæður í fjöl-
skyldu eiganda Securitas voru
þannig að hann leitaði lausna á því
hvernig auka mætti öryggi aldraðra
ættingja sem vildu vera heima leng-
ur en gátu það tæpast vegna veik-
inda. Það skapaði ákveðið öryggis-
leysi. Eftir mikla leit fannst þessi
búnaður, sem eftir skoðun og
reynslutíma reyndist vera lausn á
vandamálum fjölmargra einstakl-
inga.
Strax í upphafi var ljóst að
hnappurinn og þjónusta við hann
hefði nokkurn kostnað í för með
sér. Enda þótt auðvelt væri að rétt-
læta hann virtist vera mjög erfitt að
opna augu þeirra sem voru í að-
stöðu til að taka ákvarðanir á þessu
sviði. Stórir áfangasigrar náðust
þegar Reykjavíkurborg ákvað að
kaupa fimmtíu hnappa í tilrauna-
skyni og þegar Tryggingastofnun
ríkisins ákvað að taka þátt í þeim
kostnaði sem einstaklingur þurfti
að bera. Niðurstöður tilraunar
Reykjavíkurborgar voru mjög af-
dráttarlausar; ánægja hnappþega
var almenn og hnappurinn marg-
sannaði gildi sitt. Fyrstu reglur
Tryggingastofnunar tóku gildi í
desember 1986. Þar var skilgreint
hverjir ættu rétt á kostnaðarþátt-
töku stofnunarinnar og að hve
miklu leyti. Síðar var þessum regl-
um breytt lítillega en samkvæmt
þeim er verulega takmarkað hverjir
eiga rétt á stuðningi frá Trygginga-
stofnun. Þeir einstaklingar verða
að búa einir og læknir verður að
skrifa upp á umsókn viðkomandi,
þar sem einungis þeir, sem haldnir
eru ákveðnum sjúkdómum, upp-
fylla skilyrði stofnunarinnar.
Árið 1988 leitaði Tryggingastofn-
un ríkisins eftir tilboðum í neyðar-
hnappa og þjónustu við þá. Þrír að-
ilar buðu í verkið og urðu lyktir
málsins þær að gerður var samning-
ur til þriggja ára við Securitas hf.
um kaup á neyðarhnöppum og
þjónustu við þá. Sá samningur náði
aðeins til höfuðborgarsvæðisins.
Reynslan af þessum samningi var
þannig að búið er að endurnýja
hann og nær nú þessi þjónusta
Securitas til allra staða á landinu en
þó getur Securitas af augljósum
ástæðum ekki sinnt útköllum ann-
ars staðar en á höfuðborgarsvæð-
inu og á Akureyri. Reynt verður að
byggja útkallskerfi á landsbyggð-
inni á ættingjum viðkomandi
hnappþega, sem búa í nágrenni við
þá.
Virkni neyðarlmapps
Það eru starfsmenn Securitas hf.
sem sjá um að setja búnaðinn upp
hjá hnappþega og um leið kenna
þeir honum hvernig hann virki og
hvernig eigi að umgangast hnapp-
inn.
í stuttu máli má segja að þegar
stutt er á hnappinn sendir hann tvö-
föld boð; annars vegar boð, sem
berast til stjórnstöðvar á sekúndu-
broti og eru jafn örugg og beinlínu-
tenging, og hins vegar boð sem ber-
ast eins og símtal og tekur að jafn-
aði tuttugu til þrjátíu sekúndur. í
því tilviki að hnappþegi þurfi að-
stoð, t.d. við að standa upp hafi
hann dottið, þá þrýstir hann á
hnappinn sem hann ber annað-
hvort í bandi um hálsinn eða í ól um
úlnlið. Við það berast strax boð til
stjórnstöðvar Securitas, en þar sýn-
ir tölva frá hverjum boðin koma. Á
sama tíma fara seinni boðin í gegn-
um almenna símkerfið en við það
opnast talsamband milli stjórn-
stöðvar og íbúðar hnappþega,
þannig að það næsta, sem gerist hjá
hnappþega, er að hann heyrir rödd
frá stjórnstöð Securitas og ef hann
er með meðvitund getur hann skýrt
frá hvað gerðist og stjórnstöðvar-
vaktin síðan brugðist við á viðeig-
andi hátt. Þetta gerist auðvitað án
þess að hnappþegi þurfi að lyfta sí-
mtóli. Það að hnappþegi og stjórn-
stöðvarvaktin komast í talsam-
band, er gífurlega mikilvæg og eitt
af lykilatriðum þeirrar velgengni
sem þessi þjónusta hefur átt að
fagna.
Viðbrögð við boðum eru auðvit-
að mismunandi eftir aðstæðum í
hverju tilviki. Ef boð berast frá
hnappþega, sem Tryggingastofnun
hefur skilgreint í mesta áhættuhóp,
t.d. hjartveikum hnappþega, þá er
strax kallað á neyðarbíl og jafn-
framt sendur öryggisvörður á stað-
inn með lykil að viðkomandi hús-
næði. I öðrum tilvikum fer öryggis-
vörður á staðinn og metur
aðstæður, kallar t.d. á ættingja,
lækni, sjúkrabíl eða leysir inálið
sjálfur. Við útköll á landsbyggðinni
kallar stjórnstöð til ættingja eða
lækni til að sinna útkalli. Það er
síðan hlutverk stjórnstöðvar að
tryggja að útkalli hafi verið sinnt og
að skýrslufæra útkallið en þá
skýrslu fær Tryggingastofnunin.
Hverjir eiga rétt á kostnaðarþátt-
töku Tryggingastofnunar?
Samkvæmt reglum stofnunarinn-
ar tekur hún þátt í kostnaði þeirra
elli- og örorkulífeyrisþega sem búa
einir eða eru einir stóran hluta úr
sólarhring og eru haldnir
ákveðnum sjúkdómum. Þeir sjúk-
dómar, sem hér um ræðir, eru m.a.
36 HJÚKRUN '/91—67. íírgangur