Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Page 37
Smitgát og sýkingavarnir
Varúðar þörf í með-
ferð afskorinna blóma
ýmsir miðtaugakerfissjúkdómar,
svo sem lömun og flogaveiki. Einn-
ig er um að ræða kransæðasjúk-
dóma, hjartabilun, lungnasjúk-
dóma, gigtarsjúkdóma o.fl. Þá get-
ur einnig verið um afleiðingar slysa
að ræða.
Hvernig er hægt að fá hnapp?
Hjá Tryggingastofnun ríkisins og
Securitas hf. liggja frammi um-
sóknareyðublöð sem fylla þarf út.
Þá þarf læknir hnappþegans að
votta sjúkdómsástand hans. Hann
sér síðan um að senda umsóknina
áfram til Tryggingastofnunar. Þar
er tjallað um umsóknina og ef hún
er samþykkt er hún send til Securi-
tas sem setur hnappinn upp innan
nokkurra daga.
Kostnaður
Neyðarhnappur kostar 93.879
krónur á Akureyri og á Reykjavík-
ursvæðinu en 79.797 krónur úti á
landsbyggðinni. Ef Trygginga-
stofnun tekur þátt í kostnaði
hnappþegagreiðirhún90% afhon-
um. Jafnframt greiðir hún 80% af
mánaðarlegum þjónustugjöldum
sem eru 5.962 krónur á Akureyri og
á Reykjavíkursvæðinu. Innifalið í
mánaðarlegum þjónustugjöldum er
sólarhringsvakt, öll útköll óháð
fjölda, kennsla á búnaðinn, tvær til
þrjár heimsóknir á ári og viðhald á
búnaðinum, svo sem endurnýjun
rafhlaðna í hnapp og tæki. Hnapp-
þegar greiða 1.192 krónur á mánuði
af mánaðarlega þjónustugjaldinu.
Höfundur er framkvœmdastjóri Securitas
hf
Sigrún Stefánsdóttir hjúkrun-
arstjóri sýkingavarna á Borgar-
spítalanum svarar spurningunni
hvers vegna afskorin blóm séu ekki
leyfð á gjörgæsludeildum.
Svar: Af afskornum blómum,
sem standa í vatni, er tvenns konar
sýkingarhætta. Annars vegar geta
sumar bakteríur þrifist ágætlega í
„hreinu“ vatni sem stendur í stofu-
hita. Þar má nefna bakteríur eins
og Pseudomonas aeroginosa og P.
cepacia sem geta lifað í allt að 106/
ml þéttni í vatni í langan tíma (1).
Aðrar tegundir eru t.d. Acinet-
obacter calcoaceticus. Allir þessir
sýklar eru þekktir í spítalasýking-
um í sárum, þvagi, blóði og víðar.
Hins vegar er niðurbrot lífræns
efnis (rotnun), sem á sér stað í af-
skornum blómum, gróðrarstía fyrir
sveppavöxt(2).
A gjörgæsludeildum eru sjúkl-
ingar með skertar varnir og fjölda
inngönguleiða fyrir sýkla, t.d. um
skurðsár, æðaleggi og þvagleggi,
svo fátt eitt sé nefnt. Smitleiðir eru
stuttar og fjölbreytt sýklaflóra í um-
hverfinu.
Þó svo að engar heimildir séu
fyrir því að spítalasýkingar á gjör-
gæsludeildum megi rekja beint til
mengunar í vatni afskorinna blóma
(2) er sjálfsagt að útiloka allar upp-
sprettur sýklagróðurs ef hægt er.
Þar af leiðandi er ekki mælt með
afskornum blómum á gjörgæslu-
deildum eða annars staðar þar sem
sjúklingum með skertar varnir er
sinnt.
Einnig þurfa afskorin blóm á al-
mennum sjúkradeildum góða um-
hirðu. Hér fylgja nokkrar leiðbein-
ingar sem minnka hættu á sýkla-
gróðri í blómavösum:
1) Skiptið um vatn á blómunum
daglega á blómaskoli, ekki inni á
sjúkrastofunni.
2) Skipið um vasa daglega sé
þess nokkur kostur og þvoið þá
óhreina vasann í þvottavél eða upp
úr vel heitu sápuvatni.
3) Þvoið blómavasa í þvottavél
eða með vel heitu sápuvatni þegar
blómunum er hent.
4) Geymið hreina blómavasa
þurra.
5) Vandlegur handþvottur er
nauðsynlegur eftir alla snertingu
við blóm og umhirðu á þeim.
Heimildir:
1) Soule B.M., 1983. The APIC curriculum
for Infection Control Practice, bls. 367.
2) Bennet, J.V. et al. 1986, Hospital In-
fections, bls. 233.
VINSAMLEG TILMÆLI
Ég veit - er ég dey - svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj’á mig látinn
-þá láttu migfá hann strax.
Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
en - segðu það heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lœtur stofna í minningu mína,
en - rnér kœrni hann betur nú.
Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En œtlirð’ að breiða yfir brestina mína,
þá breidd’ yfir þá í dag.
Eftir Heiðrek Guðmundsson frá Sandi.
HJÚKRUN ‘/„-67. árgangur 37