Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Síða 39
viðbótar- og endurmenntun
hjúkrunarfræðinga verði í Há-
skóla íslands.
Þessar stóru ákvarðanir tel ég að
hafi í för með sér að tekist verði á
við ný verkefni og nýja forgangs-
röðun verkefna.
Ég tel mikilvægt að hjúkrunar-
fræðingar standi saman við að
styrkja stöðu hjúkrunar innan heil-
brigðisþjónustunnar. Það kemur
öllum til góða, sjúklingum og öðr-
um skjólstæðingum, hjúkrunar-
fræðingum sem og hjúkrunarstétt-
inni og heilbrigðisþjónustunni í
heild.
Ég vil leggja áherslu á góða sam-
Ólína Torfadóttir:
Nám:
Ólína lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1962. Hún brautskráðist frá HSÍ 1.
mars 1974. B.Sc. í gjörgæsluhjúkr-
un, Svíþjóð. Viðskiptafræðingur
B.Sc. ogphil. kandístjórnun innan
heilbrigðiskerfisins frá háskólanum
í Lundi, Svíþjóð. Hjúkrunarvísindi
frá Halsovaardshögskolan í Gauta-
borg ásamt öðrum námskeiðum í
stjórnun og hjúkrun.
Starfsferill:
Ólína hefur stundað kennslu-
störf. Starfaði sem hjúkrunarfræð-
ingur á Borgarspítala, ennfremur
hjúkrunarfræðingsstörf innan ým-
issa sérgreina erlendis. Stjórnunar-
störf innan hjúkrunar á Háskóla-
sjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð og á
Ljórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri.
vinnu við aðrar heilbrigðisstéttir og
auka samvinnu ekki síst við þá
hópa heilbrigðisstarfsfólks sem
sinna hjúkrunar- og umönnunar-
störfum.
Ég tel afar áríðandi að leitað
verði nýrra leiða til að kynna hjúkr-
unarstarfið einkum fyrir þeim hóp-
um sem standa frammi fyrir vali á
lífsstarfi.
Ég vona að sem formaður Hjúkr-
unarfélags Islands geti ég í sam-
vinnu við aðra hjúkrunarfræðinga
unnið þessum verkefnum og öðrum
hagsmunamálum hjúkrunarfræð-
inga brautargengi.
Ólína Torfadóttir.
Menntun mín á sviði hjúkrunar-
stjórnunar og á rekstri fyrirtækja/
félaga er æskilegur grunnur til að
byggja formannsstarfið á. Ég hef
ennfremur þekkingu á starfsvett-
vangi hjúkrunarfræðinga, en sú
þekking er nauðsynleg þeim sem
fara með forystu félagsins.
Ég tek það fram að erfitt er að
koma með einhliða stefnuskrá, því
fyrst þarf staða félagsins að vera
fullkomlega þekkt og enn fremur
vilji félagsmanna. Helstu mál, sem
ég vil vinna að í þágu félagsins eru
eftirtalin:
Félagsmál:
Mikið starf hefur þegar verið
unnið í sambandi við sameiningu
hjúkrunarfélaganna og er það
þakkarvert. Ég er tilbúin að vinna
að sameiningu félaganna og á þann
hátt stuðla að einu sterku fag- og
stéttarfélagi hjúkrunarfræðinga í
landinu.
Ég tel mikilvægt að formaður
skapi meiri tengsl við deildir félags-
ins og ég legg áherslu á að hjúkrun-
arfræðingar geti vænst félagslegs og
faglegs stuðnings frá félaginu, enn-
fremur tel ég að HFI þurfi að taka
afstöðu í þjóðfélagsmálum.
Menntunarmál:
Hraða þarf framhaldsmenntun-
arleiðum fyrir hjúkrunarfræðinga,
sem hafa grunnnám í hjúkrun. Enn
fremur má ekki draga úr mikilvægi
sí- og endurmenntunar innan stétt-
arinnar.
Fagmál:
Ég vil vinna að því að á vegum
HFI starfi hjúkrunarfræðingur sem
sé ábyrgur fyrir t.d. þróun innan
hjúkrunar og geti miðlað þeirri
þekkingu til félagsmanna.
Kjara- og umhverfismál:
Við næstu samningagerð vil ég
vinna að því að hjúkrunarfræðinga-
stéttin fái launalega viðurkenningu
á störfum sínum. Ég tel einnig að
vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga
annað en laun sé eitt af ábyrgðar-
sviðum félagsins.
Valddreifíng:
Ég vil vinna að því að könnun
verði gerð á því hvaða áherslur fé-
lagsmenn vilji að HFI hafi í starfi
sínu og þannig auka virkni félags-
manna og um leið möguleika þeirra
á að vera með í ákvarðanatöku.
Sameining HFÍ og
FHH, breyttar
áherslur og valddreif-
ing í rekstri HFÍ
HJÚKRUN '/„-67. árgangur 39