Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Page 41
* fréttir
Jóhanna Björnsdóttir og
Aðalheiður Árnadóttir.
Varamenn:
Árnína Guðmundsdóttir,
Ástríður Sigurmundardóttir og
Guðbjörg Einarsdóttir.
Meginhlutverk deildarinnar
yrstu árin var að hafa samband við
ífeyrisþega félagsins í því skyni að
canna stöðu þeirra innan Lífeyris-
;jóðs hjúkrunarkvenna. Það kom
Ijótt í ljós að töluverður fjöldi líf-
iyrisþega fékk ekki laun sam-
icvæmt þeim launaflokki sem við-
komandi bar. Var mikil vinna lögð í
að fá leiðréttingu þeirra mála og
átti formaður deildarinnar, Sigríð-
ur Bjarnadóttir, ásamt formanni
HFI, Sigþrúði Ingimundardóttur,
stóran þátt í því hve fljótt og vel þær
leiðréttingar gengu fyrir sig.
Stofnfundur Sambands lífeyris-
þega innan BSRB var haldinn 22.
nóvember 1980. Guðjón B. Bald-
, vinsson var kosinn formaður sam-
takanna. 32 fulltrúar frá 8 deildum
voru á stofnfundinum og var deild
lífeyrisþega innan HFÍ ein af þeim.
Tilgangur samtakanna er m.a. að
sameina lífeyrisþega innan BSRB í
því skyni að skapa gagnkvæman
skilning og samstöðu og styrkja
stöðu opinberra starfsmanna hvað
varðar bætt kjör lífeyrisþega. Sam-
bandið heldur landsþing annað
hvert ár og þar fara kjörnir fulltrúar
deilda með atkvæðisrétt hverju
sinni. Núverandi formaður er Guð-
mundur Jóhannsson.
Hvað hefur svo áunnist á þessum
10 árum?
Það, sem hæst ber, er leiðrétting-
in á launagreiðslum til margra líf-
eyrisþega ásamt leiðbeiningum og
upplýsingum sem varðaði þau mál.
Samstarf við Samband lífeyris-
þega innan BSRB hefur verið gagn-
legt og skýrt ýmis mál lífeyrisþega.
Auk þess hefur það stuðlað að
auknum kynnum meðal lífeyris-
þega í öðrum lífeyrissjóðum.
Nefna má einnig að hugmyndin
að söfnun heimilda um nám, störf
og kjör íslenskra hjúkrunarfræð-
inga kviknaði í samræðum félaga
deildarinnar og formanns HFI.
Ýmis fróðleikur hefur jafnan
verið á fundum deildarinnar, tengsl
hafa skapast og vinátta hefur verið
endurnýjuð og hún eflst sem er ekki
hvað síst mikilvægt.
Núverandi stjórn skipa:
Sigurlín Gunnarsdóttir, formað-
ur.
Dagbjört Þórðardóttir, gjald-
keri.
Ásdís Einarsdóttir Frímann, rit-
ari.
Jónína Bjarnadóttir og Jóhanna
Björnsdóttir, meðstjórnendur.
Varamenn eru:
María Ásgeirsdóttir, Anna
Helgadóttir og Árnína Guðmunds-
dóttir.
Stjórnin sendir öllum félögum
deildarinnar bestu kveðjur á þess-
um tímamótum, þakkar öllum
þeim, sem lagt hafa deildinni lið á
liðnum árum, og vonast til að sjá
sem flestar á fundum deildarinnar í
framtíðinni. Reynt verður að hafa
áhugaverð efni á fundunum og
fundarboð verður sent til allra fé-
laganna, hvar sem þeir búa á land-
inu, svo að allir geti fengið tækifæri
til að fylgjast með og hafa áhrif á
starfsemi deildarinnar.
Sigurlín Gunnarsdóttir
formaður
Heimildir:
Fundargerðabók HFI.
Fundargerðabók deildar lífeyrisþega inn-
an HFÍ.
Evrópusamtök hjúkrunarfræð-
inga í alnæmishjúkrun stofnuð
Þann 24. nóvember sl. voru stofn-
uð Evrópusamtök hjúkrunar-
fræðinga í alnæmishjúkrun (Eur-
opean Association of Nurses in
AIDS Care, EANAC). Stofn-
fundurinn var haldinn í Amster-
dam og hann sóttu 20 hjúkrunar-
fræðingar frá 14 Evrópulöndum.
Tildrög stofnunar þessara sam-
taka má rekja til ráðstefnu um al-
næmishjúkrun sem var haldin í
Kaupmannahöfn í rnars 1990.
Hana sóttu 8 íslenskir hjúkrunar-
fræðingar og voru þær Ásdís
Þorbjarnardóttir og Hildur
Helgadóttir, hjúkrunarfræðing-
ar á Borgarspítalanum, tilnefnd-
ar í undirbúningsnefnd til að
vinna að stofnun Evrópusam-
taka.
Á fundinum var kosin stjórn
samtakanna, forseti er Ian
Hicken frá Bretlandi, varaforseti
Nicoline Graaf frá Hollandi, rit-
ari Hal Sattertuwatte, Bretlandi
og gjaldkeri er Arnold Coors frá
Hollandi. Auk þess eru þrír
stjórnarmenn og aukameðlimur
frá Skotlandi en Skotar munu
halda ráðstefnu um alnæmis-
hjúkrun 1992. Næsta ráðstefna
verður hins vegar í Hollandi 19,-
22. nóv. 1991.
Meðal helstu verkefna hinna ný-
stofnuðu samtaka verður árlegt
ráðstefnuhald, virkt upplýsinga-
flæði milli hinna ýmsu aðilda-
landa, aðstoð við þau lönd sem
skemmst eru komin á veg í mál-
efnum, sem lúta að hjúkrun HIV
Framh. á bls. 47
HJÚKRUN '/„-67. árgangur 41