Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.04.1991, Qupperneq 49
* fréttir
SAGA HJUKRUNARSKOLA ISLANDS
1931-1986
Saga Hjúkrunarskóla íslands 1931-
1986 kom nýlega út. Lýbur Björns-
son sagnfrœðingur skráði en Por-
björg Jónsdóttir skólastjóri annað-
ist heimildaöflun.
Á bókarkápu segir: „Saga
Hjúkrunarskóla íslands mun án efa
vekja ljúfar minningar fyrrverandi
nemenda og þeirra sem skólanum
tengdust, ásamt því að vera merkt
framlag í sögu heilbrigðis- og skóla-
mála á íslandi.“
Formaður Hjúkrunarfélags ís-
Hnds, Sigþrúður Ingimundardótt-
*r, afhenti forseta íslands, Vigdísi
Finnbogadóttur, fyrsta eintak bók-
arinnar. Afhendingin fór fram
bann 21. desember sl. á skrifstofu
forsetans að viðstöddum Þorbjörgu
Jónsdóttur, Sigríði Jóhannsdóttur,
Svanlaugu Árnadóttur, Sigurlín
Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir tek-
ur við fyrsta eintaki bókarinnar. Með henni á
myndinni eru Porbjörg Jónsdóttir og Sigþrúð-
ur Ingimundardóttir.
Gunnarsdóttur og Stefáni Ólafi
Jónssyni.
I tilefni af útkomu bókarinnar
boðaði Ólafur Ólafsson, landlækn-
ir og formaður skólanefndar, til
síðasta skólanefndarfundar Hjúkr-
unarskóla íslands. Menntamála-
ráðherra og heilbrigðisráðherra,
var boðið á fundinn, einnig Þor-
björgu Jónsdóttur, fyrrverandi
skólastjóra, og Lýði Björnssyni.
Heilbrigðisráðherra gat ekki
komið á fundinn en í hans stað kom
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, skrif-
stofustjóri í Heilbrigðisráðuneyt-
inu. Formaður félagsins afhenti
menntamálaráðherra, Svavari
Gestssyni, bókina að gjöf og Ingi-
björg tók við bókinni fyrir hönd
heilbrigðisráðherra, Guðmundar
Bjarnasonar. Skólanefndarmenn
fengu sitt eintakið hver.
Vel hefur tekist til með bókina
og eru hjúkrunarfræðingar ánægðir
með hana. Væntanlega veitir bókin
þeim ánægju við upprifjun minn-
inga.
L.Ó. ogS.S.
ó'á vinstri: Sigríður Jóhannsdóttir fyrrverandi skólastjóri, Sigþrúður Ingimundardóttir formaður
Ótí, Þorbjörg Jónsdóttir fyrrverandi skólastjóri, Ólafur Ólafsson landlœkitir og Svavar Gestsson
^nntamálaráðherra.
HJÚKRUN V91—67. árgangur 49