Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 11
JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR Jónína Sigurðcirdóttir tók fí.Sc. próf í hjiíkriinarfrœði frá III árið 1987, M.Sc. próf í liand- og lyflœkningídijákriin frá Frances Payne fíolton School of Nursing, Case Western Reserve University, Cleveland, Oliio í fíandaríkjunum áirið 1991. StarJ'aði við hjákrun við Northwestern Menwrial sjákralmsið í Chicago 1991-1994. Er stundakennari við náimshraut í hjáikrunarfrœði síðan 1995. Vinna við hjúkrun í Bandaríkjunum S /þessari grein er jjallað um hvernig það er að vinna sem hjúkrunarfrœðingur í Bandaríkjunum. Reynt verður að lýsa hlutverki hjúkrunarfrœðinga í starfi á almennri deild. Um tíina starfaði ég á Northwestern Memorial Hospital sem er í miðborg Chicago. Þetta er háskóla/ kennslusjúkrahús sem er í nánum tengslum við Northwesternháskólann. A þessu sjúkrahúsi eru um 800 rúm og þar er veitt þjónusta í öllum helstu grein- um læknisfræðinnar auk ýmiss konar sérhæfðrar þjónustu, eins og Ufrarígræðslu og sérhæfðrar slysa- þjónustu. Lögð er áhersla á að veita hagkvæma há- gæðaþjónustu þar sem sjúklingurinn er ofar öllu, eða eins og slagorð þeirra segir „patient first“. Sjúklinga- hópurinn endurspeglar hina margbrotnu þjóðfélags- gerð í Bandaríkjunum, þ.e. fátækir, ríkir, heimilis- lausir, menntaðir, ómenntaðir, afbrotamenn og fólk af ólíkum uppruna. Eg starfaði á almennri lyfjadeild í 2 ár, frá 1991 - 1993. Á deildinni, einni af nokkrum lyfjadeildum sjúkrahússins, eru 24 rúm, þar af 6 ein- býh, en annars eru tveggja manna stofur. Á hverri stofu er salerni og sturta auk sjónvarps og síma fyrir hvern sjúkling. Hæfiiiskröf ur og aðlögim Til að geta hafið störf þarf að hafa bandarískt hjúkr- unarleyfi. Til þess að fá leyfið þarf að standast ákveðið próf, svokallað „state board“. Það þurfa allir hjúkrunarfræðingar að taka, hvort sem þeir eru menntaðir í Bandaríkjunum eða annars staðar. Þetta er gert til þess að tryggja að hjúkrunarfræðingar standist ákveðnar kröfur en menntun hjúkrunar- fræðinga er afar mismunandi, þ.e. bæði lengd og gæði náms. Hjúkrunarleyfið þarf að endurnýja á tveggja ára fresti. í flestum fylkjum þarf að sýna fram á að viðkomandi hafi fengið ákveðinn fjölda punkta fyrir endurmenntun til að viðhalda leyfinu. A sjúkrahúsinu var sex vikna aðlögunartími í boði fyrir hjúkrunarfræðinga. Þar af voru fjórar vikur á morgunvöktum, vika á kvöldvöktum og vika á nætur- vöktum. Meðan á aðlögunartímanum stóð var reynd- um hjúkrunarfræðingi, sem hefur umsjón með ákveðnum sjúklingahópi, fylgt eftir. Nýi hjúkrunar- fræðingurinn tók síðan við umsjóninni smátt og smátt. Þess má einnig geta að það er nær undantekn- ingarlaust sami hjúkrunarfræðingurinn sem sér um aðlögun fyrir nýtt starfsfólk. Eftir sex niánuði, eða þegar viðkomandi þótti fær um, fékk hann viku aðlögun til að gegna hlutverki vaktstjóra (charge nurse). Sá hjúkrunarfræðingur er ábyrgur fyrir mönnun, úthlutun sjúklinga og úrlausn vandamála sem upp koma á vöktum auk þess að sjá um ákveðinn sjúkhngahóp eins og aðrir hjúkrunarfræðingar. Vaktafyrirkomulag og mönnun A lyfjadeildinni var unnið á þrískiptum vöktum frá sunnudagskvöldi til föstudagskvölds en 12 tíma vakt- ir um helgar. Sérstakir hjiikrunarfræðingar unnu helgarvaktirnar. Hver vakt var í raun 8 1/2 klst. en borgað var fyrir 8 klst. Leyfilegt var að taka hálftíma í mat, en ekki var borgað fyrir þann tíma. Kaffithnar voru ekki inni í myndinni. Vinnuskýrslan var gerð af starfsfólkinu sjálfu þar sem hver gat skrifað sig á þær vaktir sem hann vildi en varð þó augljóslega að gæta þess að skrá sig ekki á þær vaktir sem þegar voru fullmannaðar. Það heyrði til undantekninga ef starfs- fólk skráði sig á morgunvakt eftir kvöldvakt og aldrei á næturvakt eftir morgunvakt enda fengu starfsmenn ekki að fara heim fyrr þó að þeir ættu að fara á vakt aftur innan 8 klst. Algengt var að starfsfólkið væri á TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 147
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.