Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 33

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 33
Hjörg og Margrét, föngulegir fundarstjórar á ráðstefhu SSN um launa- og jafnréttismál hjúkrunarfrœðinga. vegna þess ástands sem skapaðist við uppsagnir heilsugæslulækna um allt land. Hafði félagið m.a. forgöngu um að hvetja til þess að nýtt yrði heimild í lögum til að skipa héraðshjúkrunarfræðinga til að styðja við heilbrigðisþjónustuna meðan ástandið varði. Héraðshjúkrunarfræðingar voru skipaðir tíma- bundið og hefur félagið hvatt til þess að heilbrigð- isráðherra auglýsi stöður héraðshjúkrunarfræðinga og skipi þá til frambúðar. Stefhumótun í heilsiigœslu Félagið gerði alvarlegar athugasemdir við heilbrigðis- ráðherra um að skýrsla um stefnumótun í heilsugæslu skyldi vera unnin án samráðs við hjúkrunarfræð- inga, enda bæri bún þess merki og væri í raun stefnu- mótun í málefnum lækna sem starfa í heilsugæslu. I kjölfar athugasemda félagsins var skipuð nefnd á vegum ráðuneytisins til að fjalla um þessi mál. Félagið skipaði starfshóp stjórnar til að vinna tillögur um framtíðarskipan heilsuverndarmála í Reykjavík og skilaði hópurinn af sér skýrslu vorið 1996. I starfshópnum áttu sæti Asta Möller, Hjördís Guðbjörnsdóttir, Jóhanna Bernliarðsdóttir, auk Þór- unnar Olafsdóttur, þáverandi formaður fagdeildar hjúkrunarforstjóra í heilsugæslu. Var skýrslan kynnt heilbrigðisráðherra formlega og birtist hún í Tímariti hjúkrunarfræðinga 3.tbl. 72.árg. 1996. Ferliverk Félagið skoðaði sérstaklega stöðu hjúkrunarfræðinga sem starfa með læknum við s.k. ferliverk á heilbrigð- isstofnunum. Var m.a. erindi sent til laganefndar BHM í þeim tilgangi og fundaði stjórn félagsins með hjúkrunarforstjórum á stærstu sjúkrahúsunum vegna þessa. I apríl 1997 sendi síðan stjórn félagsins bréf til stærstu sjúkrahúsanna þar sem félagið lýsti þeirri afstöðu sinni að við flutning á samningum um ferliverk frá TR til sjúkrahúsanna eigi að gera sam- komulag um greiðslur fyrir verk við þá starfsmenn sem að verkinu koma, þ.á.m. hjúkrunarfræðinga. Erindi til landlœknis Félagið hefur beint nokkrum erindum til landlæknis þar sem leitað er eftir afstöðu embættisins til ýmissa mála, m.a. um starfsreglur heilbrigðisstofnana við lát skjólstæðinga og um reglur landlæknisembættisins um viðbrögð þegar heilbrigðisstarfsmaður er grunað- ur um refsivert athæfi. Þá liafði félagið samráð við einbættið um bréf til hjúkrunarforstjóra um ráðn- ingu nema og annarra til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa. Erindi til Vinnueftirlitsins Félagið sendi erindi til Vinnueftirhtsins til að fá álit embættisins til vinnuverndarréttar hjúkrunarfræð- inga starfandi í heimahjúkrun. Að lokum Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga þakkar öllum þeim sem lagt liafa félaginu lið á starfstímabil- inu. Eins og skýrslur stjórnar, svæðisdeilda, nefnda, fagdeilda bera með sér er starf félagsins kröftugt og í örum vexti. Er það von stjórnar félagsins að félagið liafi á starfstímabilinu náð að þoka áfram hags- munamálum hjúkrunar- og hjúkrunarfræðinga í samræmi við tilgang félagsins eins og honum er lýst í lögum félagsins. Á.M. MAMAfcEL ELEGANCE lympíi STÆRÐIR: 75-95 B - C - D - DD SENDUMí PÓSTKRÖFU. Laugavegi 26, sími 551 3300 - Kringlunni, sími 533 3600 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 169

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.