Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 42
Onnutn kafnir hagfrœðingar. Pær forsendur geta m.a. tengst mati á umfangi starfs, hæfni, menntun, reynslu, árangri og ábyrgð viðkomandi hjúkrun- arfræðings. Hjúkrunarfræðingar munu síðan hafa mögu- leika á að sækja um framgang innan launakerfisins miðað við þessar tilgreindu forsendur. Hér á síðunum eru launarammar með skilgreiningum og launatölum eins og þær verða 1. janúar 1998 áður en nýtt launakerfi tekur gildi. Þessi laun munu síðan hækka um 1,5% 1. apríl 1998 (afturvirkt frá 1. febrúar 1998). Yfirfærsla í nýtt launakerfi Við yfirfærslu í nýtt launakerfi verður tryggt að enginn lækki í launum fyrir dagvinnu. Fyrir 1. febrúar 1998 munu hjúkrunarfræðingar færast yfir í nýtt launakerfi á þann máta að þeir raðast í þann launaflokk þar sem launatala í þrepi viðkomandi hjúkrunarfræðings er jiifn eða hærri en þau dagvinnulaun sem hann hefur í dag. Dæmi: 40 ára al- mennur hjúkrunarfræðingur hefur í dagvinnulaun 1. janúar 1998 kr. 114.354 (laun skv. launaflokki 207, 8. þrep 1. jan- úar 1998) í núverandi launakerfi. Við yfirfærslu í nýtt launakerfi verður fyrst skoðað hvaða launaramma og launa- þrepi hann á að vera í þ.e. launarammi A, 6. þrep (almenn- ur hjúkrunarfræðingur, 40 ára) og síðan er fundin sú tala sem í 6. þrepi í launaramma A gefur sömu eða hærri laun en laun hans eru 1. janúar 1998. Niðurstaðan í þessu dæmi er laun skv. launaílokki A2, 6. þreji í nýju launakerfi, eða kr. 116.596 kr. ( Laimaxairuni C frá 1. janúar 1998 — Skllgreining: Starfið felst fyrst og fremst í stjórnun, áœtlanagerð og samhœfingu við stefnu stofnunar og að vera ábyrgur fyrir samskiptum við ráðuneyti, stofnanir og fyrirtœki. Þrep: 1 2 3 Launafl. 40 ára 45 ára C1 141.496 kr. 143.618 kr. 145.772 kr. C2 147.959 kr. 150.178 kr. 152.431 kr. C3 154.717 kr. 157.038 kr. 159.394 kr. C4 161.785 kr. 164.211 kr. 166.675 kr. C5 169.175 kr. 171.712 kr. 174.288 kr. C6 176.902 kr. 179.556 kr. 182.249 kr. C7 184.983 kr. 187.758 kr. 190.574 kr. C8 193.433 kr. 196.334 kr. 199.279 kr. C9 202.268 kr. 205.302 kr. 208.382 kr. C10 211.508 kr. 214.680 kr. 217.900 kr. Cll 221.169 kr. 224.486 kr. 227.854 kr. C12 231.272 kr. 234.741 kr. 238.262 kr. C13 241.836 kr. 245.463 kr. 249.145 kr. C14 252.882 kr. 256.675 kr. 260.526 kr. C15 264.434 kr. 268.400 kr. 272.426 kr. C16 276.512 kr. 280.660 kr. 284.870 kr. Nánari forsendur fyrir röðun hjúkrunarfræðinga í launaramma og launaflokka Eins og hér hefur komið fram er í þeim kjarasamningi sem félagið hefur nú gert aðeins sarnið um krónutölur í launa- römmum og um mjög rúmar skilgreiningar við launaramm- ana. Nánari útfærsla á samningnum fer fram inni á stofnun- um í samningum milli fulltrúa viðkomandi stofnana og full- trúa félagsins. Þessir santningar fara fram í svokallaðri að- lögunarnefnd og gert er ráð fyrir því að aðlögunarnefndir verði skipaðar á öllum vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Þó er möguleiki á að nokkrar stofnanir komi sér saman um eina aðlögunarnefnd ef félagið samþykkir þá tilhögun. Aðlögun- arnefndir eiga að hefja störf í ágúst og ljúka störfum 31. október 1998. Aðlögunarnefndirnar eiga í sínu starfi að hafa til hliðsjónar efnisatriði í fylgiskjali 2 með kjarasamningnum (sjá fylgiskjal 2 í sérstökum ramma hér á síðunni). Ef sam- komulag næst ekki í aðlögunarnefnd fyrir 31. október 1997 þá slcal ágreiningi vísað til úrskurðarnefndar sem skipuð er tveimur aðilum frá félaginu, einum frá viðltomandi fagráðu- neyti, einum frá viðkomandi stofnun og oddamanni sem aðil- ar koma sér saman um eða skipaður er af sáttasemjara. Urskurðarnefnd skal skila niðurstöðu á einum mánuði. Nánar verður fjallað um störf aðlögunar- og úrskurðar- nefnda í næsta blaði. Aðlögunar- og úrskurðarnefndir starfa tímabundið að því að útfæra kjarasamninginn á hinum ein- stöku vinnustöðum. Þær eru í raun framhald af kjarasamn- ingaviðræðum milli félagsins og vinnuveitenda og þær eiga að skila niðurstöðum innan ákveðins tímaramma. Eftir það er hlutverki þeirra lokið og þær munu ekki starfa áfram. Ef ágreiningur kemur ujjp á samningstímanum um ein- staka þætti kjarasamningsins eða röðun starfa í launaflokka geta hjúkrunarfræðingar vísað honum til samstarfsnefndar. Samstarfsnefnd er skijiuð aðilum frá stofnun og félaginu og hennar verkefni er að taka á þeim málum er upp koma á samningstímanum. Þannig geta hjúkrunarfræðingar vísað máli sínu til samstarfsnefndar ef þeir telja t.d. að þeim sé ekki rétt raðað í Iaunaflokk miðað við tilgreindar forsendur sem eru hluti af niðurstöðu aðlögunar- eða úrskurðarnefndar. Það sem mun þvi ráða röðun hjúknuiarfræðinga í laiuiaflokha og laiuiaramma í hinu nýja launakerfi eru þvi eftirfarandi þættir: • Skilgreiningar í ramma A, B og C • Niðurstöður aðlögunar- eða úrskurðarnefndar, sbr. fylgi- skjal 1 • Breytingar og viðbætur við niðurstöður aðlögunar- eða úrskurðarnefndar sem samþykktar eru í sainstarfsnefnd. Stjórn og samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur á undanförnum vikum rætt við fjölmarga hjúkrunarfræðinga um kosti og galla hugsanlegs nýs launa- kerfis. Niðurstaða samninganefndar félagsins af þessum um- ræðum var sú að það myndi þjóna hagsmunum hjúkrunar- fræðinga að fara yfir í nýtt launakerfi. Það væri ekkert að sækja í gamla launakerfinu og það gæti leitt til þess að laun hjúkrunarfræðinga drægjust aftur úr launum annarra há- skólamanna. Því er núkilvægt nú að hjúkrunarfræðingar séu vel meðvitaðir um alla þá möguleika sem þetta nýja launakerfi fel- ur í sér og nýti sé þá til kjarabóta. Félagið mun reyna að að- stoða hjúkrunarfræðinga eftir bestu getu til að nýta sér kosti kerfisins t.d. með því að þjálfa upp trúnaðarmenn og samn- ingamenn á hinum ýmsu vinnustöðum hjúkrunarfræðinga. Meðal hjúkrunarfræðinga sem og annarra fagstétta hafa heyrst raddir um að nýja launakerfið muni ekki gagnast konuni í sama mæli og körlum og geti þannig aukið launa- 178 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.