Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Qupperneq 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Qupperneq 8
líkamanum um að hækka liitaim og ílókið ferli fer í gang, m.a. samdráttur liáræða og skjálfti |)ar til nýja markmiðinu (set point) er náð (Ganong, 1995). Það sem m.a. veldur hitahækkun eru niðurbrotsefni frá sýklum, ýmsar veirusýkingar, niðurbrotsefni frá vöðvum og frá æxlum (Tumor Necrosing Factor) (Emshe-Smith o.fl., 1988; Ganong, 1995). Hitastig í hinum ýmsu hlutum líkamans er hreyti- legt og tekur m.a. mið af umhverfishita (Ganong, 1995). Hitastig eftir líkamshlutum, innrí hiti: Ileitt herbergi Kalt herhergi Kálfi 36°C 31°C Læri 37°C 34°C Lófi 28°C Upphandleggur 34°C 32°C Öxl 36°C 36°C Háls 37°C 37°C (Emslie - Smith o.fl., 1988) Kjarni (core) líkamans er skilgreindur sem sá hluti líkamans sem viðheldur hitastiginu sem næst 37°C. Jliti er ekki sá sami alls staðar í líkamanum og skihn á milU innra umhverfis líkamans (eore) og ytra ])orðs lians (shell), þ.e húðar, lniðfitu og vöðva eru ekki skörp (EmsUe-Smith o.fl., 1988). Það er ekki auðvelt að mæla kjarnahita líkamans nákvæmlega. Þegar Ukaminn er heitur getur munað aUt að 1°C eftir því hvort hitinn er mældur um munn, undir liol- hönd eða í endaþarm. Hitamæhngar um munn og endaþarm eru almennt taldar áreiðanlegastar, en hins vegar eru báðir þessir staðir í útjaðri kjarna Uk- amans (Patton o.fl., 1989). HitamæUng í endaþarm er tiltölulega einföld og tekur um þrjár mínútur, gefur yfirleitt hæsta gildið og er því talin gefa áreiðanlegasta vísbendingu um kjarnahita. Slík mæhng er hins vegar fremur vand- ræðaleg hæði fyrir sjúkUnginn og þann sem fram- kvæmir Uana. Hún getur einnig verið sársaukafuU t.d. ef sjúkUngur er með gyllinæð og býður upp á að sýklar berist á milli einstakhnga ef ekki er gætt hrein- lætis, sérstaklega ef notaðir eru rafmagnshitamælar (Henker og Coyne, 1995). Endaþarmshiti getur mælst 0,3°C hærri en í ósæð, hugsanlega vegna sýkla- gróðurs í endaþarmi. Þegar fætur eru kaldir getur kæll hláæðablóð aftur á móti lækkað lntastig í enda- þarmi (EmsUe-Smith o.fl., 1988). Hiti undir tungu mælist 0,5°C lægri en hiti í endaþarmi. Oft er erfitt að fá góða mæhngu, t.d. ef sjúklingur er slappur og á erfitt með að hafa munn- inn lokaðan, en þessi aðferð krefst þess. Munnmæhng tekur oft um tvær mínútur í framkvæmd. Ahrif á munnhita eru frá öndun, af því að borða og drekka heitt eða kalt, reykingum og því að tyggja tyggigúmmí (Emshe-Smith o.fl., 1988). Hiti mælist u.þ.b. 0,6°C lægri undir holhönd en í endaþarmi og er erfitt að mæla hann nákvæmlega. 4 Iliti húðar er 33 - 34°C við þægilegan umhverfishita (Emsle-Smith o.fl., 1988). Mæling iim hlust, í átt að hljóðhimnu er yngst þessara einfaldari aðferða, hún er hreinleg og fljót- leg, tekur aðeins nokkrar sekúndur, en krefst mikiU- ar nákvæmni svo lnin sé áreiðanleg (Erickson og Meyer, 1994). Þegar Ukamshiti er mældur í hlust geta áhrif frá umhverfishita, hlóðflæði til hlustar og hljóðhimnu, eyrnamerg og áverkum á eyra liaft áhrif á mæhng- una. (Doezema, Lunt og Tandberg, 1995; Erickson og Meyer, 1994). Rök hafa verið færð að því að hitamæhngar á hljóðhimnu endurspegh vel hitastig í undirstúku því hvorutveggja þiggur hlóð frá hálsslagæð (a.carotis interna). Þar sem hitastjórnunin fer fram í undir- stúku gefi hljóðhimnan, vegna nálægðar sinnar og sameiginlegs blóðflæðis, hæði fljótt og vel upj) hitahreytingar í Ukamanum (EmsUe-Smith o.íl., 1988). Hiti mældur með snertingu við hljóðhimnu, hefur sýnt betri samsvörun við kjarnahita mældan í véhnda heldur en liiti mældur um endaþarm (Camberlain o.fl., 1995; Pontious, 1994). Samkvæmt Uffærafræði Gray's (Carmine, 1985) fær hljóðhimna hlóð frá djúptlægum slagæðhngum frá slagæðum efri kjálka (a. maxiUaris), gagnaugna- slagæðlingum aftari eyrna-slagæða (a. stylo-mastoid) og slagæðUngum frá slagæðum efri kjálka sem grein- ast í yfirborði sUmunnar (mucous). Blóðflæði um ytra eyra og eyrnagöng er frá slagæðUngum frá aftari ^ eyrnaslagæðum (a. posterior auricular), slagæðling- um frá slagæðum efri kjálka og yfirhorðslagæðUngum frá gagnaugna-slagæðum (a. temporaUs). Áhrifa hitstigs umhverfis gætir meira á höfði og andliti en annars staðar á líkamanum. Meirihluti þess l)lóðs, sein flæðir um hljóðhimnur, fer um grunnlægar æðar frá ytri hálsslagæð (a. carotis exter- na). Hitastig í eyrnagöngum er því að einhverju leyti háð umhverfishita (Erickson og Meyer, 1994; Henker og Coyne. 1995). Iinirauöur hitamælir Eyrnagöng og hljóðhimnur senda frá sér rafsegul- bylgjur í réttu hlutfalU við hitastig sitt (Erickson og ^ Meyer, 1994). Fyrir 1986 voru eyrnahitamælar í notkun sem þurftu að snerta sjálfa hljóðhimnuna til að nema hitann. Þessir mælar voru nánast eingöngu nothæfir á rannsóknarstofum og í svæfingum (Chamberlain o.fl., 1994). 144 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 7B.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.