Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 43
mun kynjanna. Forysta félagsins hefur á móti metið það svo að ef hjúkrunarfræðingar eru vakandi fyrir því að nýta sér möguleika kerfisins þá ætti hið gagnstæða að geta átt sér stað, þ.e. að nýtt launakerfi muni draga úr launamuni kynj- anna. Vegna þessarar umræðu fylgir með kjarasamningnum yfirlýsing atvinnurekenda um það að gerð verði sérstök X úttekt á áhrifum nýs launakerfis á launamun karla og kvenna á samningstímanum (sjá hér að neðan). Yfirlýsing með kjarasamningifjármálaráðherraf.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar, St. Franciskusspítala og Reykjalund annars vegar ogFélags íslenskra kjúhrunarfræðinga hins vegar 9. júní 1997: Það er yfirlýst stefna ríkis og Reykjavíkurborgar að jafna þann launamun karla og kvenna sem ekki er hægt að út- skýra nenia á grundvelli kyns. Með nýju launakerfi gefst tækifæri til að vinna að þeim markmiðum. Með það í huga munu fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg láta gera út- tekt á áhrifum nýs launakerfis á launamun karla og kvenna starfandi hjá stofnunum sínum á samningstímabilinu. Ný ákvædi um lágmarkshvíld Kafla 2.4 í kjarasamningi sem fjallar nú um lágmarkshvíld og refsigreiðslur ef lágmarkshvíld næst eklci verður breytt frá og með 1. júlí 1998. Þá verður hætt að greiða yfirvinnu vegna slcerðingar á lágmarkshvíld en þess í stað verður veitt- ur frítökuréttur. Meginreglan verður sú, frá 1. júlí 1998, að vinnutíma skal haga þannig að á 24 stunda tímabili fái starfsmaður a.m.k. 11 ldst. samfellda hvíld. A vaktaskiptum, þ.e. þegar far- ið er frá einnig tegund vaktar yfir á aðra, er þó heimilt að stytta lágmarkshvíld niður í 8 klst. Ef lágmarkshvíld er skert þá á að veita hana síðar þannig að fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist komi 1.5 klst. (dagvinna) í frítökurétt. Um þennan frítökurétt eru síðan í samningnum settar ákveðnar reglur. I næsta blaði verður fjallað ýtarlega um ))au ákvæði í samningn- um sem varða frítökurétt vegna skerðingar á lágmarkshvíld. Ávinnsla orlofs miðast við lifaldur í nýju launakerfi Eftir að nýtt launakerfi tekur gildi mun lenging orlofs miðast við lífaldur en ekki prófaldur eins og nú er og það orlof sem t tekið verður á árinu 1998 miðast við þessar nýju reglur. Reglurnar eru þær að orlof mun lengjast um 24 vinnuskyldu- stundir við 30 ára aldur (úr 24 dögum í 27 daga fyrir 100% starf) og síðan um aðrar 24 vinnuskyldustundir við 38 ára aldur (úr 27 dögum í 30 daga fyrir 100% starf). Ýmis önnur atriði í samningnum: • Bókun um að vinnuaðstæður og slysatryggingar hjúkr- unarfræðinga verði athugaðar í framhaldi af könnun um ofbehli á starfsfólki í heilhrigðis- og félagsþjónustu. • Bókun þar sem ítrekaður er réttur hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu til vinnufatnaðar. • Bókun um eflingu á fræðslu til trúnaðarmanna vegna nýs launakerfis. Félagið og atvinnurekendur munu standa saman að þessari fræðslu og munu atvinnurekendur greiða meginhluta kostnaðar vegna námskeiðshalda. • Bókun um að á samningstímanum verði athugað hvort og p j)á hvernig starfsmat eigi að hafa áhrif á gerð kjarasamn- inga milli aðila í því skyni að jafna launamun kynjanna. • Bókun um að ákvæði um lágmarkshvíld verði skoðuð á samn- ingstímanum með hliðsjón af vinnutímasamningi milli ASI, BHM, BSRB annars vegar og samninganefnd ríkisins, Reykjavíkurborgar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar. Samninganefnd félagsins uð slörfum. Mynd: Atii R. HnUdórsson Fylgiskjal 2 Samkomulag samningsaðila um forsendur sem hafa skal til lilið- sjónar við röðun starfa til viðbótar því sem um getur í grein 3.5. Við ákvörðun um röðun starfs (þ.e. grunnröðun starfs) verði fyrst og fremst miðað við: Að um sé að ræða viðvarandi/stöðugt verksvið þannig að metnir séu þeir J)ættir starfsins sem leiða af |)eim verkefnum/ viðfangsefnum sem stofnun ber að sinna. Að jafnaði skal gert ráð fyrir því að millistjórnendur raðist í ramma B og yfirstjórnendur í ranuna C. Því til viðbótar getur svo verið eðlilegt að meta persónu- luindna þætti sein gera menn hæfari til að sinna viðkomandi starfi. Við upptöku nýs launakerfis hafa samningsaðilar orðið ásáttir uni að eftirfarandi atriði verði m.a. höfð til hliðsjónar við ákvörðun nánari forsendna en um getur í grein 3.5 við röðun starfa í launaramma og launaflokka innan hverrar stofnunar fyrir sig. 1. Skipurit stofnunar eða annað formlegt starfsskipulag. 2. Umfang verkefna/starfa; Gæti verið mælt í manna- eða fjár- forráðum, álagi eða umfangi verkefna. 3. Hæfni starfsmanns;Gæti verið tengt ýmist formlegri menntun, eða áhuga og framtaki starfsmanns við að afla sér símenntu- nar og þekkingar sem að gagni kemur í starfi. Sérstaklega skal meta formlegt sérfræðinám (sbr.6. gr. rg. 426/1993)/sambæri- Iegt nám og formlegt framhaldsnám sem lokið er með viðurkenndri prófgráðu. 4. Reynsla og/eða færni starfsmanns; Gæti verið mælt sem starfs- reynsla ýmist innan stofnunar eða utan. 5. Arangur og frammistaða starfsmanns; Gæti tengst árangurs- eða frammistöðumati og/eða J)átttöku í þróunarstarfi innan stofnunar. 6. Sjálfstæði í vinnubrögðum eða frumkvæði í starfi; 7. Ábyrgð í starfi; Gæti verið fagleg ábyrgð. Þegar fyrir liggur sameiginleg afstaða til m.a. þessara J)átta er ]>ar með búið að ákveða hvaða Jiættir skuli ráða röðun starfs- manna stofnunar og skal hún í framhaldi af því raða þeim. Telji starfsmaður að miðað við fyrirliggjandi forsendur sé honum ekki rétt raðað á hann ]>ar með rétt á að fá röðun sína endurmetna. Uppfylli hann tilgreindar forsendur er stofnun skylt að endurraða honum. Ef stofnun hafnar endurmati þá getur starfsmaður skotið J)ví til samstarfsnefndar samkvæmt kjarasamningi og J)ar er, með nákvæmlega sama hætti og nú, tekin endanleg ákvörðun um |>að hvort röðun starfsmanns skuli breytt eða ekki. I sérstökum tilvikum þar sem starfsmaður fellur ekki að liinum almennu skilgreiningum er heimilt, með samkomulagi í samstarfsnefnd, að raða honum í ramma B eða C. TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 179
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.