Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 34
Málverk í minningu Höllu Snæbj ömsdóttur fv. hjúknmarstjóra Blóðbankans Benedikt Gunnarsson, listmálari, Olöf Hafliðadóttir, Sigurlaug Jóhannesdóttir og Guðrún Guðbrandsdóttir. Samstarfsfólk, vinir og ættingjar Ilölln Snæbjörns- dóttu>r fengu Benedikt Gunnarsson, listmálara, til að mála af henni mynd sem hefur verið hengd upp í Blóðbankanum. Minningarsjóður var stofnaður til að standa straum af kostnaði verksins en um hann sáu hjúkrunarfræðingarnir Olöf Hafliðadóttir og Sigur- laug Jóhannesdóttir auk Guðrúnar Guðbrandsdótt- ur, frænku Ilöllu. Málverkið var afhjúpað við hátíð- lega athöfn í lilóðgjafarstofu Blóðliankans, föstudag- inn 18. apríl sl., að viðstöddum ættingjum, vinum og velunnurum IIöllu. Benedikt Gunnarsson, listmálari, jiekkti Höllu sem blóðgjafi og vinur. Við gerð myndarinnar sagðist hann hafa viljað koma til skila hversu hlý manneskja Halla var og þeirri hirtu sem honum fannst jafnan stafa af persónu hennar. Vinstra megin á myndinni er eins og steindur gluggi sem á að undirstrika þetta tvennt. Guðrún Ilalla Margrét Snæbjiirnsdóttir lærði hjúkrun við Frederiksberg Hospital í Kaupmanna- höfn og útskrifaðist þaðan árið 1940. Hún stundaði hjúkrun í Kaupmannahöfn á stríðsárunum en kom heim árið 1945. Eftir eins árs vinnu á Vífilsstöðum hélt hún til Bandaríkjanna til frekara náms. I Bandaríkjunum starfaði hún við hjúkrun herkla- sjúkra við Gaylord Sanatorium and Hospital, Walhngford, Connecticut til ársins 1949. Hún starf- aði síðan í New York til ársins 1951 er hún fékk styrk frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) til að kynna sér blóðbankastarfsemi og blóðflokkarann- sóknir í Hartford, Connecticut. Við opnun Blóðhankans 14. nóvember 1953 var Ilalla beðin um að koma heim til að taka ])átt í að skipuleggja starfið þar. Hún var síðan hjúkrunar- stjóri Blóðbankans frá 1953 til 1981. í starfi sínu vann hún mikilvægt brautryðjendastarf í samvinnu við Elías Eyvindsson, svæfingarlækni, fyrsta for- stöðumann Blóðbankans. Halla bjó að sterkum menntunargrunni allan sinn starfstíma, bæði í daglegum störfum og í sívakandi áhuga og jákvæðu viðhorfi til umbóta og nýjunga í faginu. Ilún kunni þá list að rækta gott samstarf við blóðgjafana, enda naut hún alla tíð vinsælda þeirra. Halla var gerð heiðursfélagi Blóðgjafafélagsins á fyrsta aðalfundi þess árið 1982 og sæmd ridd- arakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að lík- narmálum á nýársdag 1976. Eimþá er tekið á móti framlögum í minningar- sjóðinn hjá Sparisjóði Reykjavíkur og íiágrennis á ávísanareikningi nr. 56000. 170 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.