Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 13
aA lialda, ýmist af hjúkrunarfræðingi eða sjúklingn- um sjálfum, til þess að leysa úr vandanum. Olíkt því sem hér gerist voru skýrar reglur um hver og hvernig ætti að gera hlutina. Með jtessu varð hlutverk hvers starfsmanns og áljyrgð skýr. Það var á ábyrgð hjúkrunarfræðinga að sjá um aðhlynningu sjúklinga, meta ástand þeirra og framfylgja fyrirmæl- um lækna um meðferð. Fyrir hvern sjúkling skráði læknir alltaf fyrirmæli um f'æði, hreyfingu, hversu oft ætti að taka lífsmörk og viðmiðunarmörk, lyf, sárameðferð og svo mætti lengi telja. Aldrei kom það fyrir að sjúklingi væri gefið lyf, s.s. ein panodil, án þess að um það væru sérstök fyrirmæli. Til þess að koma í veg fyrir að eitthvað misfærist var farið yfir öll fyrirmæli á 24 klst. fresti eða á hverri næturvakt. Skýrar reglur eru til um hvert einasta verk sem hjúkrunarfræðingur þarf að gera, t.d. hvernig og hversu oft á að skipta á ýmsum gerðum af æðaleggj- um, hverju og hversu oft fylgjast á með hjá sjúkling- um sem eru að fá blóð og livað á að gera og hvern á að láta vita ef aukaverkanir verða, hvað þarf að gera þegar sjúklingur er t.d. fluttur á gjörgæslu og svo mætti lengi telja. Það er því á áhyrgð hjúkrunar- fræðinganna gagnvart sjúkhngi og stofnuninni að fylgja 1 jessum reglum. Þessar reglur gera það að verkum að meira samræmi er í því hvernig hlutirnir eru framkvæmdir, auðvelt er að rifja upp atriði sem koma ekki mjög oft fyrir og síðast en ekki síst eru það hjúkrunarfræðingarnir sjálfir sem vinna þessar regl- ur og endurskoða þær reglulega. Aðrar starfsstéttir Margar starfsstéttir komú að þeirri meðferð og þjón- ustu sem sjúklingar fengu og hér verður farið í þær helstu sem hjúkrunarfræðingar höfðu samstarf við. Við innlögn varð ákveðinn aðstoðarlæknir (,,intern“) og ákveðinn sérfræðingur endanlega áhyrgur fyrir þeirri meðferð sem hver sjúklingur fékk. Það lék því aldrei vafi á, hvorki hjá sjúklingi né starfsfólki, hvaða læknir sjúklings sinnti sjúklingi. Boðleiðir milli lækna og hjúkrunarfræðinga vorú skýrar. Hjúkrunarfræð- ingur hafði ávallt samband við aðstoðarlækninn, sem síðan liafði þá samhand við sérfræðinginn eftir þör- fum. Þegar aðstoðarlæknir sjúklings var ekki á vakt var alltaf skráð á ákveðnum stað hver hefði tekið við. Læknar gengu stofugang á milli 7 og 9 á morgn- ana. Aðstoðarlæknar voru áhyrgir gagnvart sér- fræðingi að vita allt um líðan og ástand sjúklinganna. Hjúkrunarfræðingar tóku ekki þátt í þessnm stofu- gangi og ekki voru heldur neinir morgunfundir. Einu sinni í viku voru þverfaglegir fundir. Þá sátu aðstoð- arlæknir sjúklings, hjúkrunarfræðingur, vaktstjóri, deildarstjóri, félagsráðgjafi, útskriftarhjúkrunar- fræðingur og prestur. Þar var farið yfir hvaða með- ferð sjúklingar voru að fá og hver áætlunin væri um framhaldið, ákveðið var hverjir þyrftu að koma að málum sjúklings o.s.frv. Utskriftarhjúkrunarfræðingar (nurse discharge jjlanners) sáu um að útvega þá heimaþjónustu sem sjúklingur þurfti á að halda og gat fengið vegna trygg- inga en það gat verið fiókið mál að koma því öllu heim og saman. Þeir sáu um að panta tæki og þjón- ustu en ef sjúklingur eða fjölskylda þurfti kennslu í t.d. sáraskiptingum eða lyfjagjöf var það lijúkrunar- fræðingur sjúklingsins sem sá um Jtá kennslu. Klínískir sérfræðingar í hjúkrun voru margir starfandi við stofnunina. Þeirra hlutverk var m.a. að sjá um að meta fræðslujiörf og kenna sjúklingum og fjölskyldum þeirra. Einnig að annast fræðslu og ráð- gjöf fyrir starfsfólk. Félagsráðgjafar sáu um að koma sjúklinguin fyrir á öðrum stofnunum og að ráða fram úr hinum marg- víslegu félagslegu vandamálum. „Resjiiratory therapists“ höfðu það hlutverk að sjá um súrefnisgjöf, innöndunarlyf (ekki úða), lungnabank og öndunarvélar. Næringarráðgjafar sáu um að fræða sjúklinga, sem þurftu að tileinka sér breytt fæði, og um ráðgjöf varðandi fæði sjúklinga með „gastrostomiur“. Sér- stakt teymi (svidtallað „nutritional support team“), skipað hjúkrunarfræðingi, lækni og næringarráð- gjafa, ráðlagði um næringu um magaslöngu og í æð og liafði eftirlit með meðferðinni. Lyfjafræðingar: Þegar fyrirmæli komu um lyfja- gjöf var afrit sent í lyfjahúrið og lyfin síðan send á deildirnar. Afritin voru sérstaklega merkt ef þeirra var þörf strax. Hér má geta Jiess að hver sjúklingur hafði ákveðna lyfjaskúffu J»ar sem Jiau lyf, sem við- komandi var að taka, voru tiltæk og Jiað voru síðan lyfjafræðingar sem sáu um að fylla á tvisvar á dag. Lyfjafræðingar voru allan sólarhringinn á sjúkralnis- inu. Það var Jjjónusta sem mér fannst alveg ómetan- leg ef spurningar komu ujjjj um einhver lyf eða lyfja- lausnir, Jiví oftast voru sjúklingar að fá margskonar vökva og lyf samtímis. Lyfjafræðingarnir sáu einnig um að blanda krabbameinslyf og sýklalyf Jjannig að t.d. öll sýklalyf í æð komu á deildina blönduð í jjok- um sem hjúkrunarfræðingar sáu svo um að hengja ujjjj. Það var síðan samkomulagsatriði milli lyfja- fræðinga og hjúkrunarfræðinga hvor aðilinn fræddi sjúkling um Jjau lyf sem hann útskrifaðist með. PrestJjjónusta: Prestar hinna ýmsu trúarbragða voru starfandi við sjúkrahúsið. Þeir voru til taks ef sjúklingar eða starfsfólk óskaði og Jjess má geta að Jjeir tóku einnig Jiátt í Jjverfaglegum funduni. Sérstakir starfsmenn sáu um flutning á sjúk- lingum t.d. í rannsóknir eða meðferð og enn aðrir sáu um að bera fram matinn og safna saman matseðlum. Lauii Aður en starfsmaður er ráðinn til vinnu er honum hoð- ið ákveðið tímakaup sem liann verður að velja eða hafna. Greitt er tímakaup sem er mismunandi eftir vöktum. Það er erfitt að segja nákvæmlega til um TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 149

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.