Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 9
Sérstakir mælar hafa verið framleiddir til að nema rafsegulbylgjur, svokallaðir innrauðir hitamæl- ar, (infra-red emission detection thermometers). Um er að ræða ljósnema sem skynjar hluta rafsegul- hylgna á innrauðu hili, sem yfirhorð hljóðhimnu og eyrnagangs sendir frá sér, á svæði sem glugga mælis- ins er beint að (Erickson og Meyer, 1994). Þar sem nemanum er beint að hæði hljóðhimnu og hlust, nem- ur hann sendingar frá háðum og reiknar ót meðaltal- ið frá hæstu og lægstu mælingu. Þessi meðalhiti er lægri en ef mælt er lieint á hljóðhimnu, |iví ætti ekki að leggja mælingu í hlust og á hljóðhimnu að jöfnu (Erickson og Meyer, 1994). Hjá mikið veikum sjúklingum geta óverulegar hreytingar á líkamshita gefið mikilvægar upplýsingar um gang sjúkdómsins. Onákvæmar mælingar geta leitt til þess að sjúklingur l'ái ekki rétta meðhöndlun (Klein o.fl., 1993). Sýnt hefur verið fram á að mæl- uigar í hlust fylgja hitamælingum sem gerðar eru með æðalegg í lungnaslagæð svo og hita í þvagblöðru en mismunandi er eftir tegundum mælanna hvort þeir sýna hærri eða lægri gildi en kjarnahita (Emslie- Smith o.fl., 1994; Klein o.fl., 1993; White, Baird og Anderson, 1994). Mismunur kom fram á hitaaflestri lijá sama ein- staklingi á milli einstakra tegunda inæla. Ekki skipti máli hvort togað var í eyrað eða ekki (Erickson og Meyer, 1994). Erickson og Meyer gerðu samanburð á fimm gerðum eyrnahitamæla, þrír voru leiðréttir miðað við kjarnhita en tveir sýndu raunhita í eyrum. Niðurstöður þeirra voru síðan bornar saman við mælingar í þvagblöðru, undir hönd og undir tungu. Allar hitamælingarnar voru framkvæmdar á sjúkl- ingum með inniliggjandi æðalegg í lungnaslagæð sem sýndi stöðugt hitastig sjúklinganna. Mælingar í eyru reyndust fylgja hitabreytingum á kjarnahita betur, en þegar mælt var undir liönd. Rannsakendur töldu þó að áreiðanleikinn væri ekki nægur til sjúkdóms- greiningar. Mælingar undir tungu fylgdu vel el’tir hitahreytingum kjarnhita, en blöðruhiti fylgdi lungnaslagæðarhita nær algjörlega (Erickson og Meyer, 1994). Hitamælar, sem voru stilltir á kjarnahita sýndu yfirleitt hærri hita en raunverulegur kjarnahiti var skv. stöðugum mælingum í lungnaslagæð og í jivag- hlöðru. Sumir mælanna reiknuðu út meðaltal hæsta og lægsta gildis sem J)eir námu en aðrir sýndu ein- ungis liæsta gildið. Hitastig umhverfis og kælingar á andliti höfðu áhrif þannig að hiti mældist lægri í eyrnagöngum miðað við kjarnhita (Erickson og Meyer, 1994; Henker og Coine, 1995; Klein o.fl., 1993). Erickson og Meyer (1994) greindu frá ])ví að hita- mælingar í eyrnagöng hjá börnum yngri en Jiriggja ára sýndu allt að 0,3 - 0,7°C lægri hita miðað við Myntlir birtar með góðfúslegu leyfi Donnu hf. stöðuga hitamælingu í þvagblöðru. Petersen-Smith, Barber, Coody, West og Yetman (1994) mældu börn um sex mánaða aldur með eyrnahitamælum og reyndist hiti þeirra 0,3 - 0.6°C lægri en ef mælt var með kvikasilfursmæli í endaþarm. Slíkur mismunur á mælingum gaíti leitt til J)ess að barn með háan hita fengi ekki rétta sjúkdómsgreiningu og meðhöndlun og J)að væri mjög alvarlegt. Eyrnagöng nýbura eru um 4 mm í þvermál og eyrnagöng tveggja ára harna 5 mm í þvermál, en neminn á eyrnahitamælunum er hins vegar um 8 mm í þvermál (Erickson og Meyer, 1994; Erickson og Woo, 1994; Petersen-Smith o.fl., 1994). Til að hitamæling í eyrnagöngum sé áreiðanleg þarf að hafa í liuga hve vel neminn fellur í eyrna- göngin, lögun og stærð nemans og gluggans sem nem- ur innrauðu geislana og livar í hlustinni álesturinn fer fram. Auk J)ess J)arf mæhngin að fylgja vel hita- hreytingum og vera sambærileg við kjarnahita. Hún J)arf líka að sýna stöðugleika í mæhngum hjá sama einstakhngi og á milli einstakhnga | »ótt mælt sé með mismunandi tegundum hitamæla (Erickson og Meyer, 1994). Astand eyrna, s.s. eyrnabólgur og eyrnamerg- ur, hafa lítil áhrif á niðurstöður mæhnga (Erickson og Meyer, 1994; Erickson og Woo, 1994; Henker og Coyne, 1995). Tæknin við að framkvæma hitamæhngu í hlust er í sjálfu sér einföld í framkvæmd. En sýna þarf ná- kvæmni og beina glugga nemans eins nálægt hljóð- himnu og hægt er ])ví þannig fæst nákvæmasta mæl- ingin (Erickson og Meyer, 1994; Klein o.fl., 1993; White, Baird og Anderson, 1994). Samkvæmt J)eim heimildum, sem hér er fjallað um, hafa eyrnahitamælar ýmist verið stilltir á enda- þarmshita, munnhita eða kjarnahita. Einnig voru notaðir núll-stilltir mælar, Ji.e. J)eir sýndu raunhita í hlust. Erickson og Meyer (1994) og Henker og Coyne (1995) töldu að líklega væri réttast að nota hitamæla TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 145

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.