Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 54
Þankastrik erfastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim
nœsta. J Þankastriki gefst hjúkrunarfrœðingum fœri á að tjá sig um ýmislegt sem
varðar hjákrun og er þeim hjartfólgið. Pistlarnir geta jjallað mn ákveðin málefni,
sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið hófundum til
hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafrœði þess. Ástrós
Sverrisdóttir sem skrifaði Þankastrik síðasta blaðs, skoraði á Onnu Guðrúnu
Gunnarsdóttur sem hér tekur upp þráðinn.
Saga af sjúkrahúsi
Aima Guðrúit Guimarsdóttir
s
Eg hitti nýlega skólasystur mína úr menntaskóla en af
henni liafði ég ekki frétt í mörg ár. Mér brá í brún
|>egar hún sagði mér að hún væri búin að vera mjög veik
og hefði þurft að liggja í nokkur skipti á sjúkrahúsi. Það
hafði haft mikil áhrif á hana, börnin tvö, 4 ára og 8 ára og
eigininann. Alagið var mikið en hún sagði hjúkrunar-
fræðinga yfirleitt haí'a reynst sér og sínum vel. Mér fannst
hins vegar kjörið að punkta hér niður nokkur atriði sem
hún minntist á.
Við það að leggjast veik inn á sjúkrahús hafði hún í
fyrstu nánast lnigast af kvíða og hræðslu. Kvíða yfir því
með hvaða sjúkdóm hún myndi greinast og liræðslu við að
þurfa að leggja allt sitt traust á bláókunnugt fólk sem lnin
vonaðist þó til að væri störfum sínum vaxið.
Fljótlega kom í ljós að sumir buðu góðan dag en aðrir
ekki. Sináatriði sem skipti iniklu máli. Auk þess hrostu
sumir og kynntu sig og það fannst henni bæði traustvekj-
andi og hughreystandi. Ekki var alltaf ljóst hver var hvað
og hvers hún gat vænst af hverjuin, því henni fannst aUir
vera eins klæddir og mörgum fannst óþarfi að kynna sig.
A deildinni störfuðu margir hjúkrunarfræðingar,
henni fannst hún alltaf hitta nýja og nýja og kunni hún
misjafnlega við þá. Hún fann fljótt hverjum hún treysti
og hverjum var einla*glega umhugað um líðan hennar.
Við suina náði hún ekki að mynda nokkur tengsl. Hún
fann þörf fyrir að leita eingöngu til ákveðinna hjúkrunar-
fræðinga en var ekki viss um að skilningur væri á því af
hálfu hinna sem áttu að annast hana hverju sinni. Hún
einfaldlega fann til öryggis í nærveru sumra og ekki
annarra.
Ilún fékk mjög sterkt á tilfinninguna að likami hennar
væri ekki lengur hennar eign því hún var send í alls kyns
rannsóknir, gerðar stungur og hún skoðuð 1 bak og fyrir
af hinum og þessum sem aldrei báru það undir hana fyrst.
Henni fannst bún þurfa að bafa sig alla við til að halda
sjálfstæði sínu og sjálfsvirðingu.
Henni var minnisstætt þegar „stofugangur“ kom dag-
lega. I’á kom hersing að rúminu og yfirlcitt bara einn sem
kynnti sig með nafni. Hún var hlustiið og skoðuð og hitt og
þetta útskýrt fyrir hópnum sem liýmdi við rúmgaflinn. Oft
fór fram einhver umræða um liana og sjúkdóminn en
umræðunni var ekki beint til hennar. Síðan hvarf hersing-
in jafn skyndilega og hún birtist. Eftir sat hún oft sárreið
og himdóánægð.
Það hjargaði henni að hjúkrunarfræðingurinn varð
stundum eftir, alveg óumbeðið, settist á stokkinn og spurði
hvort hún hefði spurningar eða hvernig henni liði eftir
nýjustu fregnir af gangi sjúkdómsins. Það mat hún mikils
og hafði orð á því við mig hversn mikilvægt það liefði
verið.
Samtalið við þessa konu varð inér umhugsunarefni.
Flestir hjúkrunarfræðingar kannast við það sem liiin er
að tala um. Hins vegar tel ég að sífellt þurfi að lialda
umræðu á þessuni nótum á lofti. Það er ekki að undra
þótt sumir sjúklingar bregðist við reiðir og oft kemur sú
reiði niður á hjúkrunarfræðingunum því þeir eru alltaf til
staðar. Mörguni hættir til að fara í vörn, í stað þess að
takast á við reiði og andlega vanlíðan sjúklingsins, og jafn-
vel flokka þá „liann eða hún er þessi reiða, pirraða, fúla
eða æðislega þægilega týpa“.
I annríki dagsins er ef til vill Jiægilegt að allt gangi sinn
vanagang. Það hentar hins vegar ekki alltaf sjúkbng-
unum. Enda ern þeir ekki þarna fyrir okkur. Við erum
þarna fyrir |>á.
Hjúkrunarfræðingar eru, tel ég, í einna bestri aðstöðu
til að standa vörð um velferð sjúkra á sjúkrahúsununi.
Það á enda að vera metnaðarmál. Oft er sagt að hjúkrun
sé list. Það er rétt. Fólk er mismunandi og |>að krefst
færni og Jiroska að skynja eðli annarrar manneskju. Það
krefst innsæis að skilja allar J>ær ólíku Jiarfir sem liver og
einn hefur. Það á að vera kostur við starf hjúkrunar-
fræðinga að Jmrfa að fást við margbreytileika mann-
eskjunnar. Það á ekki að vera til trafala. Kúnstin er að
geta virt livern og einn eins og hann eða hún er.
Skoriul er á Sonju Giiðjónsdóttur, lijiiUrumirfrivðing, að skrifa næsta Þankastrik.
190
TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997