Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 25
Dr. Marga Thome Marga Thome, dósent við náms- braut í hjúkrunarfræði varði doktorsritgerð við Queen Margaret College í Edinborg þann 2. júlí 1996. Heiti ritgerðar hennar er „Distress in Mothers with Difficult Infants in the Commuity: An Intervention Study“. Ritgerðin byggir á gagnasöfnun meðal allra íslenskra mæðra sem eignuðust börn síðustu brjá mánuði ársins 1992 (N=1054). I aðgerðarrannsókn á mæðrum sem leið í meðal- lagi illa var sýnt fram á að mæður sem fá símaráðgjöf vegna vanlíða og óværðar ungbarna upphfa að með- altali marktækt minni þreytu og þjást marktækt minna af einkennum sem geta fylgt mikilli þreytu. Marga hefur kynnt hluta af niðurstöðum sínum í opinberum háskólafyrirlestri í febrúar sl., sem nefndist „Birtan og myrkrið: Um líðan mæðra með óvær ungbörn til 6 mánaða aldurs“, og einnig í málstofn hjá námsbraut í hjúkrunarfræði í mars sl., en erindi hennar þar nefndist „Hjúkrun óværra ungbarna: Hvað á ég að gera?“ Einnig hefur hún kynnt niðurstöðurnar á fjölmörgum ráðstefnum hér heima og erlendis. Hún mun áfram vinna að hag- nýtingu á niðurstöðum með barna- og heilsugæsln- hjúkrunarfræðingum og með ljósmæðrum. Dr. Hólmfríður Guunarsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, varði doktorsritgerð við lækna- deild Háskóla íslands föstudaginn 6. júní sl. Ritgerðin nefnist Mortality and Cancer Morbidity among Occupational and Social Groups in Iceland (Dánar og krabbameinstíðni í starfs- og þjóðfélagshópum á Islandi). Ritgerðin er byggð á átta greinum. Sjö þeirra hafa þegar birst í erlendum vísindatímaritum. Markmiðið með rannsóknunum sem ritgerðin byggist á var að kanna dánar- og krabbameinsmynstur mismunandi starfs- og þjóðfélagshópa á Islandi. Hóparnir sem valdir voru til skoðunar voru: Starfsmenn Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, bændur, verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði og hjúkrunarfræðingar. Dánar- og krabbameinstíðni meðal íslensku þjóðarinnar, karla og kvenna, var höfð til samanburðar. Þegar á heildina var litið reyndist dánartíðni lág. Hjúkrunarfræðingar nutu langlífis, en brjósta- krabbamein var heldur tíðara meðal þeirra en annarra kvenna og nokkur sjálfsmorðshætta í yngri aldurshópum. Niðurstöður rannsóknanna voru í samræmi við það sem sést hefur erlendis, þegar dánartíðni og krabbameinsmynstur starfs- og þjóðfélagshópa hafa verið rannsökuð. Vísbendingar eru um að dánar- meins- og krabbameinsmynstur séu mismunandi í mismunandi starfs- og þjóðfélagshópum á íslandi eins og sést hefur alls staðar í iðnvæddum ríkjum hins vestræna heims. Höfundur bendir á að leggja beri áherslu á að komast að því hvernig þessi mynstur eru, svo að unnt sé að vinna forvarnarstarf, þar sem þörfin er mest. Ritgerðin kemur út hjá Háskólaútgáfunni, en rannsóknirnar voru unnar á Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins. Apvtekið Smiðjuvegi 2, Kópavogi Sími: 577 3600 Fax: 577 3606 Opið mánud.-fimmtud. kl. 9-18.30, föstud. kl. 9-19.30, laugard. kl. 10-16 Pollgötu 4, 400 ísafjörður isaíjarðar apóteh Sími: 456-3009 Fax: 456-3020 Opið mánud.-föstud. kl. 09.00-18.00 og laugardaga kl. 11.00-12.00 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.