Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 25
Dr. Marga Thome Marga Thome, dósent við náms- braut í hjúkrunarfræði varði doktorsritgerð við Queen Margaret College í Edinborg þann 2. júlí 1996. Heiti ritgerðar hennar er „Distress in Mothers with Difficult Infants in the Commuity: An Intervention Study“. Ritgerðin byggir á gagnasöfnun meðal allra íslenskra mæðra sem eignuðust börn síðustu brjá mánuði ársins 1992 (N=1054). I aðgerðarrannsókn á mæðrum sem leið í meðal- lagi illa var sýnt fram á að mæður sem fá símaráðgjöf vegna vanlíða og óværðar ungbarna upphfa að með- altali marktækt minni þreytu og þjást marktækt minna af einkennum sem geta fylgt mikilli þreytu. Marga hefur kynnt hluta af niðurstöðum sínum í opinberum háskólafyrirlestri í febrúar sl., sem nefndist „Birtan og myrkrið: Um líðan mæðra með óvær ungbörn til 6 mánaða aldurs“, og einnig í málstofn hjá námsbraut í hjúkrunarfræði í mars sl., en erindi hennar þar nefndist „Hjúkrun óværra ungbarna: Hvað á ég að gera?“ Einnig hefur hún kynnt niðurstöðurnar á fjölmörgum ráðstefnum hér heima og erlendis. Hún mun áfram vinna að hag- nýtingu á niðurstöðum með barna- og heilsugæsln- hjúkrunarfræðingum og með ljósmæðrum. Dr. Hólmfríður Guunarsdóttir Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, varði doktorsritgerð við lækna- deild Háskóla íslands föstudaginn 6. júní sl. Ritgerðin nefnist Mortality and Cancer Morbidity among Occupational and Social Groups in Iceland (Dánar og krabbameinstíðni í starfs- og þjóðfélagshópum á Islandi). Ritgerðin er byggð á átta greinum. Sjö þeirra hafa þegar birst í erlendum vísindatímaritum. Markmiðið með rannsóknunum sem ritgerðin byggist á var að kanna dánar- og krabbameinsmynstur mismunandi starfs- og þjóðfélagshópa á Islandi. Hóparnir sem valdir voru til skoðunar voru: Starfsmenn Aburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, bændur, verkakonur í Reykjavík og Hafnarfirði og hjúkrunarfræðingar. Dánar- og krabbameinstíðni meðal íslensku þjóðarinnar, karla og kvenna, var höfð til samanburðar. Þegar á heildina var litið reyndist dánartíðni lág. Hjúkrunarfræðingar nutu langlífis, en brjósta- krabbamein var heldur tíðara meðal þeirra en annarra kvenna og nokkur sjálfsmorðshætta í yngri aldurshópum. Niðurstöður rannsóknanna voru í samræmi við það sem sést hefur erlendis, þegar dánartíðni og krabbameinsmynstur starfs- og þjóðfélagshópa hafa verið rannsökuð. Vísbendingar eru um að dánar- meins- og krabbameinsmynstur séu mismunandi í mismunandi starfs- og þjóðfélagshópum á íslandi eins og sést hefur alls staðar í iðnvæddum ríkjum hins vestræna heims. Höfundur bendir á að leggja beri áherslu á að komast að því hvernig þessi mynstur eru, svo að unnt sé að vinna forvarnarstarf, þar sem þörfin er mest. Ritgerðin kemur út hjá Háskólaútgáfunni, en rannsóknirnar voru unnar á Atvinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins. Apvtekið Smiðjuvegi 2, Kópavogi Sími: 577 3600 Fax: 577 3606 Opið mánud.-fimmtud. kl. 9-18.30, föstud. kl. 9-19.30, laugard. kl. 10-16 Pollgötu 4, 400 ísafjörður isaíjarðar apóteh Sími: 456-3009 Fax: 456-3020 Opið mánud.-föstud. kl. 09.00-18.00 og laugardaga kl. 11.00-12.00 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 161

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.