Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 51
Heilsa og heilbrigðir lífshættir Ráðstefna undir yfirskriftinni Heilsa og heil- brigðir lífshœttir verður haldin á Sauðárkróki helgina 12. og 13. júlí nú í sumar. Að ráðstefnunni standa afmælisnefnd Sauðárkróks, heilsugæslustöðin á Sauðárkróki, Sjúkrahús Skagfirðinga, Náttúru- lækningafélag Islands og heilhrigðisráðuneytið. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um hvernig heilhrigðir lífshættir geta eflt hæði andlega og líkam- lega heilsu manna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða 14 talsins og koma úr hópi lækna, hjúkrunarfræð- inga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, næringarfræðinga, íþróttafræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga og heimspekinga. Viðfangsefni ráðstefnunnar spanna því vítt svið og er það von aðstandenda að lnin höfði til sem ílestra sem áhuga liafa á betri heilsu. Ráðstefnan fer fram í Bóknámshúsi Fjölbrauta- skóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki, hún liefst kl. 9 laugardaginn 12. júlí og lýkur sunnudaginn 13. júh kl. 14. Sjúkrahús Skagfirðinga fagnaði 90 ára starfs- afmæli á síðastliðnu ári og í ár eru liðin 60 ár frá stofnun Náttúrulækningafélags Islands. Frumkvöðull að stofnun Náttúrulækningafélagsins var Jónas Krist- jánsson, þáverandi héraðslæknir á Sauðárkróki, og var félagið stofnað á Króknum í júlí árið 1937. Jónas var mikill baráttumaður fyrir bættri heilsu og hetri lífsháttum, auk jtess að vera Skagfirðingum drjúgur liðsmaður í flestum málefnum er horfðu til framfara fyrir byggðina. Sauðárkróksbær, Sjúkrahús Skag- firðinga og Náttúrulækningafélag Islands standa í þakkarsltuld við Jónas Kristjánsson og því Jjótti þess- um aðilum við hæfi að minnast tímamótanna með Jjví að taka höndum saman og standa fyrir ráðstefnu um heilsu og heilhrigða hfshætti. í ár eru hðin 140 ár frá Jjví að Sauðárkrókur fékk verslunarleyfi, 90 ár frá því hann varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá |>ví að staðurinn fékk kaup- staðarréttindi. I fyrra voru liðin 125 ár frá Jjví að hyggð hófst á Sauðárkróki. Þessum merkisafmælum er fagnað á afmæhsárinu frá 20. júlí 1996 til 20. júlí 1997 á Króknum. Samhhða ráðstefnunni Heilsa og heilbrigðir lífs- hœttir stendur íþrótta- og æskulýðsráð Sauðárkróks fyrir minni ráðstefnu sem mun aðallega fjalla um hlutverk íjjrótta í heilsueflingu. Þá verður Jjessa ráðstefnuhelgi haldinn fjölskyldudagur íþróttanna J)ar sem öll íjirótta- og útivistarfélög á Sauðárkróki munu kynna starfsemi sína. Afmælisnefnd Sauðár- króks mun standa fyrir margskonar aíjtreyingu, má J)ar nefna skipulagðar gönguferðir, Drangeyjarferð og dagskrá fyrir börnin. A Sauðárkróki og í Skagafirði eru fjölmargir gisti- staðir og iná J)ar nefna Hótel Aningu og gistiheimilið Miklagarð á Sauðárkróki, Hótel Aningu og Ilótel Varmahlíð í Varmahlíð og Ferðajijónustuna á Hólum í Hjaltadal. Víða í Skagafirði er bændagisting í boði og á Sauðárkróki er gott tjaldstæði. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Páll Brynjarsson, starfsmaður afmæhsnefndar Sauð- árkróks, í síma 453 5082. & Apótek Blönduóss FLÚÐABAKKA 2, BLÖNDUÓSI SÍAAI: 452 4385 FAX: 452 4092 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 9-12 0G 13-18 Apótek Norðurbæjar MIÐVANGI 41, HAFNARFIRÐI SÍMI: 555 3966 FAX:565 3977 Opið mánud.-föstud. kl. 9-19 laugard. 10-14. Annan hvern sunnudag kl. 10-14 /IfjíUk Álfabakka 12, Mjódd Sími: 557 3390 Opið virka daga kl. 9-19 og laugardaga kl. 10-14 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 187

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.