Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Blaðsíða 51
Heilsa og heilbrigðir lífshættir Ráðstefna undir yfirskriftinni Heilsa og heil- brigðir lífshœttir verður haldin á Sauðárkróki helgina 12. og 13. júlí nú í sumar. Að ráðstefnunni standa afmælisnefnd Sauðárkróks, heilsugæslustöðin á Sauðárkróki, Sjúkrahús Skagfirðinga, Náttúru- lækningafélag Islands og heilhrigðisráðuneytið. Tilgangur ráðstefnunnar er að fjalla um hvernig heilhrigðir lífshættir geta eflt hæði andlega og líkam- lega heilsu manna. Fyrirlesarar á ráðstefnunni verða 14 talsins og koma úr hópi lækna, hjúkrunarfræð- inga, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, næringarfræðinga, íþróttafræðinga, hagfræðinga, félagsfræðinga og heimspekinga. Viðfangsefni ráðstefnunnar spanna því vítt svið og er það von aðstandenda að lnin höfði til sem ílestra sem áhuga liafa á betri heilsu. Ráðstefnan fer fram í Bóknámshúsi Fjölbrauta- skóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki, hún liefst kl. 9 laugardaginn 12. júlí og lýkur sunnudaginn 13. júh kl. 14. Sjúkrahús Skagfirðinga fagnaði 90 ára starfs- afmæli á síðastliðnu ári og í ár eru liðin 60 ár frá stofnun Náttúrulækningafélags Islands. Frumkvöðull að stofnun Náttúrulækningafélagsins var Jónas Krist- jánsson, þáverandi héraðslæknir á Sauðárkróki, og var félagið stofnað á Króknum í júlí árið 1937. Jónas var mikill baráttumaður fyrir bættri heilsu og hetri lífsháttum, auk jtess að vera Skagfirðingum drjúgur liðsmaður í flestum málefnum er horfðu til framfara fyrir byggðina. Sauðárkróksbær, Sjúkrahús Skag- firðinga og Náttúrulækningafélag Islands standa í þakkarsltuld við Jónas Kristjánsson og því Jjótti þess- um aðilum við hæfi að minnast tímamótanna með Jjví að taka höndum saman og standa fyrir ráðstefnu um heilsu og heilhrigða hfshætti. í ár eru hðin 140 ár frá Jjví að Sauðárkrókur fékk verslunarleyfi, 90 ár frá því hann varð sérstakt sveitarfélag og 50 ár frá |>ví að staðurinn fékk kaup- staðarréttindi. I fyrra voru liðin 125 ár frá Jjví að hyggð hófst á Sauðárkróki. Þessum merkisafmælum er fagnað á afmæhsárinu frá 20. júlí 1996 til 20. júlí 1997 á Króknum. Samhhða ráðstefnunni Heilsa og heilbrigðir lífs- hœttir stendur íþrótta- og æskulýðsráð Sauðárkróks fyrir minni ráðstefnu sem mun aðallega fjalla um hlutverk íjjrótta í heilsueflingu. Þá verður Jjessa ráðstefnuhelgi haldinn fjölskyldudagur íþróttanna J)ar sem öll íjirótta- og útivistarfélög á Sauðárkróki munu kynna starfsemi sína. Afmælisnefnd Sauðár- króks mun standa fyrir margskonar aíjtreyingu, má J)ar nefna skipulagðar gönguferðir, Drangeyjarferð og dagskrá fyrir börnin. A Sauðárkróki og í Skagafirði eru fjölmargir gisti- staðir og iná J)ar nefna Hótel Aningu og gistiheimilið Miklagarð á Sauðárkróki, Hótel Aningu og Ilótel Varmahlíð í Varmahlíð og Ferðajijónustuna á Hólum í Hjaltadal. Víða í Skagafirði er bændagisting í boði og á Sauðárkróki er gott tjaldstæði. Allar nánari upplýsingar um ráðstefnuna veitir Páll Brynjarsson, starfsmaður afmæhsnefndar Sauð- árkróks, í síma 453 5082. & Apótek Blönduóss FLÚÐABAKKA 2, BLÖNDUÓSI SÍAAI: 452 4385 FAX: 452 4092 0PIÐ ALLA VIRKA DAGA KL. 9-12 0G 13-18 Apótek Norðurbæjar MIÐVANGI 41, HAFNARFIRÐI SÍMI: 555 3966 FAX:565 3977 Opið mánud.-föstud. kl. 9-19 laugard. 10-14. Annan hvern sunnudag kl. 10-14 /IfjíUk Álfabakka 12, Mjódd Sími: 557 3390 Opið virka daga kl. 9-19 og laugardaga kl. 10-14 TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 187
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.