Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 23

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Page 23
og auglýsingar .... skyni ætti að vera nógu leiðbeinandi fyrir hjúkrun- arfræðinga. Almennt ber hjúkrunarfræðingi að breyta eftir þessari reglu nema þegar önnur mikilvægari regla vegur þyngra. Vandinn er að rökstyðja undan- tekninguna frá reglunni, fyrir sjálfum sér og öðrum. Hjúkrunarfræðingur befur möguleika á, sé hann í vafa, að leita lil siðanefndar Félags íslenskra bjúkr- unarfræðinga. Hennar hlutverk er að veita félags- mönnum ráðgjöf og gefa umsögn þegar um er að ræða fagleg eða persónuleg álitamál tengd starfi. Einnig er vert að taka fram að í 12. grein nýrra siðareglna segir að hjúkrunarfræðingur skuli starfa samkvæmt siða- reglum stéttarinnar og kynna þær innan samfélags- ins. Og að hver sá sein telji að hjúkrunarfræðingur hafi brotið þær geti óskað eftir umfjöllun siðanefnd- ar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.“ Auglýsmgar á bamamat í Tímariti hjukmnarfræðmga Þá kom fyrirspurn um auglýsingar á barnamat í Tímariti hjúkrunarfræðinga frá Vilborgu Ingólfs- dóttur, yfirhjúkrunarfræðingi hjá landlæknisembætt- inu, um það hvort það „samræmist skoðunum félags- ins í áhersluþáttum í fæðugjöf ungbarna að aulýsa slíka vöru“. Undirrituð óskaði eftir áhti fagdeildar heilsugæslu- hjúkrunarfræðinga Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og Laufeyjar Steingrímsdóttir, næringarfræðings hjá Manneldisráði, á því að augiýsa harnamat í Tímaritinu. Stjórn heilsugæsluhjúkrunarfræðinga telur ekki óeðlilegt að auglýsingar um harnamat hirtist í Tíma- riti hjúkrunarfræðinga. I svari Önnu Eyjólfsdóttur, for- manns deildarinnar segir: „Auglýsingar af þessu tagi hjálpa okkur að fylgjast með því sem er til á mark- aðnum. Heilsugæsluhjúkrunarfræðingar sem starfa við ungbarnavernd mæla eltki með ákveðnum tegundum af barnamat í sínu starfi. Stuðst er við ráðlegginar um næringu ungharna eftir m.a. bækhngnum Nœring ungbarna (leturbreyting ÞR) sem Manneldisráð Is- lands gaf út. Ekki eru allar mæður færar eða hafa tíma til að úthúa allan mat fyrir hörn sín heima, því er tilbúinn barnamatur þægilegur kostur. Við ráðleg- gjum mæðrunum að lesa vel um leiðbeiningar og inni- hald og hendum á að forðast sætan mat og drykki. Svar Laufeyjar Steingrímsdóttur er á sömu nótum og þar er einnig vísað í bæklhighin Nœring ungbarna (leturbreyting ÞR) um afstöðu Manneldisráðs í megin- dráttum. I hréfinu segir: „Þar (í bæklingnum, innsk. ÞR) er lögð áhersla á brjóstagjöf fyrstu 4-6 mánuði. Því er alls ekki rétt að livetja til annarrar fæðu, bvorki í auglýsingum eða á annan hátt, fyrir 4 mánaða aldur, og fyrir aldurs- hópinn 4-6 mánaða þarf að fara með mikilli gát í allri auglýsingainennsku, eins og raunar fyrir hvers kyns ungbarnafæðu. Þar sem brjóstamjólkin fullnægir næringarjjörfum ungbarnsins allt að 6 mánaða aldri þarf að gæta þess að auglýsingar verði ekki til að draga úr brjóstagjöf eða gefi í skyn að nauðsynlegt sé að barnið fái aðra næringu fyrir 6 mánaða aldur. Ekki er rétt að auglýstar séu vörur sem innihalda kúamjólk eða blöndur úr fleiri en einni korntegund fyrir ungbörn undir 6 mánaða aldri. Eins eru sykraðar og saltaðar vörur óæskilegar fyrir ung- barnið allt fyrsta árið. Hins vegar er rétt að benda á að sértilbúinn ung- barnamatur er gjarnan ákjósanlegt val þegar barnið fer fyrst að fá fasta fæðu. Ungbarnagrautar henta t.d. alla jafna betur en grautar úr venjulegu mjöh, a.m.k. fram að 8 mánaða aldri, þar sem tekið er tillit til þarfa barnsins fyrir járn o.ll. við gerð ungbarna- grauta. Eins getur ungbarnamatur í krukkum komið sér vel og verið ákjósanleg fæða, sérstaldega fyrst í stað. Til að bægt sé að mæla með ungbarnafæðu þarf hún hins vegar að uppfylla skilyrði íslenskra reglu- gerða um umbúðamerkingar og notkun aukaefna. Eins þarf hráefnisval og íblöndun næringarefna að vera í samræmi við ráðleggingar um næringu ung- barna, sbr. bækling Manneldisráðs.” I Tímariti hjúkrunarfræðinga verður reynt að fylgja þessum leiðbeiningum við auglýsingar í framtíðinni. ÞR TÍMARIT HJÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997 159

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.