Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1997, Síða 44
Hjiíkninarfræðingar í fyrirtækjum - fagdeild Stofnuð hefur verið fagdeild hjukrunarfræðinga í fyrirtækjum, H.I.F. Unnið hefur verið að stofnun þessa félags frá því í vetur. Formlegur stofnfundur var haldinn þann 25. febrúar 1997. Yitað er að minnst 40 hjúkrunarfræðingar starfa innan fyrir- ta^kja á frjálsum markaði við kynningar- og sölu- störf. Það var J»ví tímabært að ná Jæssum hópi saman og hefur verið vel mætt á fundi til Jiessa. Markmið deildarinnar eru: • að ella sainkennd félaga innan deildarinnar • að standa vörð um liag hjúkrunarfræðinga innan fyrirtækja • að stuðla að fræðslu fyrir félagsmenn • að stuðla að góðum tengsluin milli fyrirtækja og heilbrigðisstofnana • að vera stjórn og neinendum innan F.Í.H. til ráðgjafar • að fyrirtæki sjái sér hag í því að ráða lijiikrunarfræðinga lil slarfa. í stjöm vom kosnir: Sólborg Sumarliðadóttir, formaður Sigurður Helgi Guðmundsson Arndís Finnsson Jórunn Osk F. Jensen Guðlaug Rakcl Guðjónsdóttir Hjúkrunarfræðingar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga geta orðið félagar þessarar nýstofnuðu fagdeildar. Á haustmánuðum 1983 komu saman, í veitingahúsinu Torfunni, nokkrir samstarfsfélagar sem unnið höfðu við meltingarvegs- og lungnaspeglanir. Ætlunin var að stofna félagsskap til að stuðla að bættri menntun og kjörum. Ekki Jjótti síður mikilvægt að kynnast innbyrðis og bera saman bækur sínar í sambandi við hin daglegu störf og Jiarfir sjúklinga. Akveðið var að hitt- ast að minnsta kosti tvisvar á ári, og hefur Jiað verið gert, og gott betur. Félagar í Innsýn hafa hist fjórum sinnum á ári og alltaf liaft áhugaverð fræðsluerindi, tengd faginu, á hverjum fundi. Tvisvar sinnum hefur Jiessi fámenni félagsskapur staðið fyrir samnorrænum ráðstefnum í tengslum við Jiing norrænna meltingarlækna (Nordisk Gastro- enterologmode) og var eitt slíkt haldið í júní á sl. ári. A Jiá ráðstefnu mættu 130 hjúkrunarfræðingar frá hinum Norðurlöndunum. Ráðstefnan tókst í alla staði vel og fyrirlesarar allir hver öðrum betri. Þema ráðstefnunnar var „Bólgusjúkdómar í þörmum, I.B.D.” Erla Oskarsdóttir, sem um J)essar mundir er að liætta störfum við speglanir, ílntti aðalerindi ])ingsins um J)etta efni og gerði J>að sérstaklega lifandi og skennntilega. Endaði hún fyrirlesturinn ineð fjöldasöng sem allir Norðurlandabúar gátu tekið undir. Þetta var skólasöngur Erlu frá Danmörku, en hún lærði hjúkrun við kajiólskan skóla þar í landi. Þótti Jjetta góð hugmynd að mati llestra. Hápunktur ráðstefnunnar var lokahóf á Bessastöðum, í boði frú Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta, sem ráðstefnu- gestum fannst mikil upplifun. Nú er ]>essi félagsskajiur að sækja um inngöngu sem fagdeild innan Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga og er nú ]>egar þátttakandi í samstarfi Evr- ópuþjóða. Félagar geta orðið lijúkrunarfræðingar starfandi við lungna- og meltingarfærarannsóknir. Markmið deildarinnar eru: Að stuðla að og viðhalda faglegri hjúkrun, að stuðla að bættri menntun og vera félagsmönnum hvatning til að viðhalda þekkingu og færni, að eíla samstarf lijúkrunarfræðinga starf- andi við lungna- og meltingarfærarannsóknir hér- lendis og erlendis, að hvetja til rannsókna, að vera stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til ráð- gjafar, að efla fræðslu til skjólstæðinga og samstarfs- aðila. Mín ósk er að deildin megi dafna og blómstra um ókomna framtíð og félagar hennar beri gæfu til fag- mennsku og metnaðar í starfi. Sigurður Helgi Guðmundsson Unnur Ragnars 180 TÍMARIT HIÚKRUNARFRÆÐINGA 2.TBL. 73.ÁRG. 1997

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.