Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Blaðsíða 7
Gleðilegt ár! Þó áriö sé nýbyrjað eru tveir fyrstu mánuðirnir senn á enda. Við erum stöðugt minnt á hve tíminn flýgur hratt, nú er 20. öldin senn liðin og um næstu áramót göngum við á vit nýrrar aldar. Tækniþróunin, sem hefur sett svip sinn á öldina, einkum þó síðustu áratugi, heldur eflaust áfram að koma fram með nýjungar sem okkur órar ekki fyrir í dag. Það eru t.d. ekki nema 20 ár síðan fyrstu tölvurnar voru almennt teknar í notkun hér á landi, þá voru þær gríðarstórar og lögðu undir sig heilu herbergin. í dag geta fistölvur afkastað því sem þessir frumherjar á tölvumarkaðnum gátu áður og gott betur. Á heilbrigðissviðinu eru sífellt að koma fram tækninýjungar og nýjar upplýsingar grundvallaðar á rannsóknum sem geta bætt heilsufar i okkar og leyst heilbrigðisvandamál á árangursríkari og einfaldari hátt en áður. Meðalævi manna lengist en þrátt fyrir það erum við stöðugt minnt á hve mannsævin er stutt, aðeins eitt örlítið brot í eilífðinni. Nú þegar ár aldraðra er gengið í garð er mikilvægt að leggja áherslu á að nýta árin sem best, bæta lífi við árin en ekki endilega einungis árum við lífið. í þessu fyrsta tölublaði ársins 1999 er reynt að hafa efnið sem fjölbreyttast þannig að líkur séu á því að flestir finni eitthvað við sitt hæfi. í þessu tölublaði bætist ein ritrýnd grein í hóp þeirra sem birst hafa áður, en þar að auki er grein í greinaflokknum um heilbrigði kvenna og fræðigrein um verkjameðferð með ópíumlíkum lyfjum. Nýr landlæknir i hefur tekið til starfa og er hann heimsóttur á skrifstofuna sína. Ólafur Ólafsson, fráfarandi landlæknir, hefur frá ýmsu að segja og viðrar skoðanir sínar eftir 26 ár í starfi. Við heyrum í hjúkrunarforstjóra frá Noregi, kynnumst stefnumótun í geðheil- brigðismálum, kynnumst nýju fram- gangskerfi innan hjúkrunarinnar og hvernig það hefur verið framkvæmt á Landspítalanum og Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Auk þess er að finna í blaðinu ýmsar hagnýtar upplýsingar, svo sem um orlofssjóð og vísinda- sjóð, ritstjórnarstefnu, upplýsingar um starfsfólk og netföng þeirra, lista yfir formenn fagdeilda og svæðis- deilda o.fl. þess háttar. Nýr forvarnarpistill hefur hafið göngu sína og skrifar Sigríður Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur um mikilvægi sojabauna. Ég var að fletta gömlum tölu- blöðum og sé að sífellt er verið að minna á mikilvægi þess að miðla upplýsingum innan stéttarinnar. í leiðara fyrsta tölublaðs Hjúkrunar sem gefið var út í júní 1925 stendur m.a.: „Hver einasta manneskja, sem fæst við hjúkrunarstarf, verður fyrir margvíslegri reynslu sem er séreign hennar, reynslu sem hún getur auðgað hinar starfsystur sínar af. hugsjónum sem hún getur gefið, vandamálum sem hún getur á sama hátt borið undir þær.“ Þessi orð eiga ekki síður við í dag en þegar þau voru skrifuð. Hjúkrunarfræðingum hefur fjölgað og sérhæfing hefur aukist innan stéttarinnar og því er enn mikilvægara að miðla upplýs- ingum og þekkingu. Tækniframfarir auðvelda samband lesenda og blaðsins þar sem nú er hægt að senda greinar og myndir með tölvupósti. Með kveðju og von um að fá margar góðar sendingar á næstunni. Valgerður Katrín Jónsdóttir Tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 75. árg. 1999 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.