Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.1999, Page 30
"131 áa lón.15 Bláa lónið er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferða- manna sem sækja ísland heim. Lónið býr yfir lækningamætti við psoriasis og frá árinu 1994 hefur göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga verið starfrækt við Bláa lónið. Rannsóknir á lækningamætti Bláa lónsins hófust árið 1981 og bentu þær ótvírætt til virkni þess gegn psoriasis. Síðar, 1992- 1993 fóru fram viðameiri rannsóknir sem sýndu ótvírætt að reglu- leg böð í Bláa lóninu eru mjög virk meðferð gegn psoriasis. í framhaldi af þessum rannsóknum var göngudeildin opnuð eftir formlega viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins og greiðir Trygg- ingastofnun ríkisins hlut íslenskra sjúklinga sem hljóta meðferð við göngudeildina. Flestir meðferðargesta hafa hlotið meðferð vegna psoriasis, en einnig hefur nokkur fjöldi sjúklinga með exem og ýmsa aðra húðkvilla sótt meðferð. Árið 1994 voru alls veittar 2147 meðferðir en árið 1998 voru 4935 meðferðir veittar innlendum meðferðar gestum og 792 meðferðir veittar erlendum sjúklingum. Sjúklingar sem sækja meðferð við göngudeildina við Bláa lónið þurfa tilvísun frá húðsjúkdómalækni. Á beiðni læknisins kemur fram m.a. hvort stunda eigi böð í lóninu, UVB Ijósameð- ferð, UVA+B Ijósameðferð eða hárljós. Meðferðin er tiltölulega einföld, farið er í steypibað fyrir og eftir baðið í meðferðarlauginni. Eftir Bláa lóns baðið er rakakrem, sem unnið er úr lóninu, borið á allan líkamann áður en farið er í viðeigandi Ijósameðferð. Meðferðin tekur rúman klukkutíma í hvert skipti og er hver meðferðarlota þrisvar í viku 3-4 vikur í senn. Yfirleitt eru fyrstu áhrif bata hjá psoriasissjúklingum að hreistur sem þekur skellurnar hverfur og tekur það venjulega um það bil eina viku. Er það samdóma mat sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks að ekki sé um aðra betri meðferð að ræða til afhreistrunar en að rjóða kísil úr lóninu á skellurnar. Bataferlið í húðinni tekur venjulega 21-28 daga þó undantekningar séu þar á. Haustið 1997 var opnað sjúkrahótel við Bláa lónið sem jafnaði möguleika fólks utan af landi til að stunda meðferðina, jafnframt því sem sjúklingar með mjög erfiðan sjúkdóm gátu nú stundað meðferðina þéttar en áður. Allir læknar geta sótt um meðferð fyrir sína sjúklinga á sjúkrahótelið. Sjúklingarnir eru þá metnir af húðsjúkdómalækni deildarinnar við komu og síðan vikulega á meðan á meðferð stendur. Árið 1998 dvöldu 35 íslenskir meðferðarsjúklingar á sjúkrahótelinu. Tveir húðsjúkdómalæknar starfa við deildina og skoða sjúkl- inga vikulega. Þeir sjúklingar sem stunda göngudeildarmeðferð koma síðan mánaðarlega í læknisskoðun. Þar fylgjast læknarnir með framvindu meðferðar og mæla PASI ( Psoriasis Area Scane Index) sem er hlutlæg aðferð til að mæla stig psoriasissjúk- dómsins. Sérstaklega er metinn roði, íferð, hreistur og ummál útbrotanna. Niðustaðan er ein tala sem er hægt að nota til að meta framvindu meðferðarinnar. Hjúkrunarfræðingur er ávallt við á opnunartíma og tekur á móti sjúklingum og athugar heilsufar, ræðir við sjúkling og leiðbeinir varðandi meðferðina og fleira. Hjúkrunarfræðingar göngudeildarinnar veita allar nánari upp- lýsingar um deildina og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á lækningamætti Bláa lónsins. BUJE LAGQON ICELAND Blóa Lónið hf. hefur gert samning við heilbrigðisyfirvöld um rekstur sjúkrahótels á Hótel Bláa Lóninu fyrir psoriasis- og exemsjúklinga í tengslum við göngudeild Bláa Lónsins. Þar gefst sjúklingum kostur ó að dvelja í lengri eða skemmri tíma samkvæmt tilvisun læknis. Á sjákrahótelinu er boðið upp á vistleg herbergi, fulltfæði og persónulega þjónustu. Meðferðin við Bláa Lónið byggir á böðun í sérstakri laug í notalegu umhverfi, notkun kísilsins og Bláa Lóns krema. Einnig er boðið upp á UVB Ijós, Helarium Ijós og Ijósagreiðu. Sjúklingar eru undir eftirliti húðlækna og hjúkrunarfræðinga. Áhersla er lögð ó einstaklingshjúkrun. Hér má sjá einstakling er náð hefur góðum bata og er dæmi um þann árangur sem gjarnan næst í baróttunni við psoriasissjúkdóminn i meðferðinni hjá göngudeild Bláa Lónsins. Opnunartími göngudeildar Mánudaga kl. 10 - 20 Föstudaga kl. 10 -15 Þriðjudaga kl. 10 -15 Laugardaga kl. 10 -15 Miðvikudaga kl. 10 - 20 Lokað er ó sunnudögum Fimmtudaga kl. 10-15

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.